Börn og íslenskt táknmál Heiðdís Dögg Eiríksdóttir skrifar 28. október 2015 07:00 Fjölskyldur heyrnarlausra barna hafa neyðst til að flytja frá Íslandi þar sem börnin þeirra fá ekki nauðsynlega þjónustu eins og námsefni á íslensku táknmáli. Þetta eru sorglegar fréttir og er mikil eftirsjá að fjölskyldunum. Ég er sjálf heyrnarlaus, fædd í litlu sjávarþorpi norður á Langanesi þar sem ég sleit barnskónum. Ég var með heyrnartæki og gat eitthvað lesið af vörum og gert mig skiljanlega. Ég man vel eftir árunum í skóla sem voru erfið. Mér gekk vel að læra en ég var ekki hluti af nemendahópnum. Þegar ég var 11 ára tóku foreldrar mínir ákvörðun um að flytja suður svo ég gæti farið í Heyrnleysingjaskólann. Ákvörðun foreldra minna gjörbreytti lífi mínu og verð ég þeim ævinlega þakklát. Í Heyrnleysingjaskólanum var ég ekki lengi að ná íslenska táknmálinu enda var málumhverfið lifandi – táknmál alls staðar. Í fyrsta sinn gat ég fylgst með samræðum – fylgst með fullorðnum tala um veðrið, umferðina, vinnuna. Með heyrnartækjunum gat ég átt samskipti við einn einstakling í einu en þegar fleiri bættust við datt ég út. Ég fann mig loksins sem hluta af hópnum og ég eignaðist vini. Ég gat verið ég sjálf. Fékk að upplifa heiminn í gegnum táknmálið og veröldin stækkaði heilmikið. Margt hefði mátt betur gera með kennslu og nám en ég sé ekki eftir skólagöngu minni í Heyrnleysingjaskólanum eða Vesturhlíðaskóla eins og hann hét þegar ég lauk náminu. En lífið var ekki bara dans á rósum. Ég átti líka mín erfiðu unglingsár eins og flestir þegar sjálfsmyndin er ekki sérlega sterk. Mér fannst stundum ómögulegt að vera heyrnarlaus. Á norrænu æskulýðsmóti fyrir heyrnarlaus ungmenni sá ég ljósið. Ég varð döff, ég tilheyrði hópi, átti vini, ég var sátt við lífið og mér leið vel.Gefið börnum tækifæri Í dag er ég hamingjusamlega gift döff einstaklingi og á með honum þrjú ofurstykki sem eru altalandi á íslensku táknmáli og íslensku. Ég lauk stúdentsprófi og B.Sc.-gráðu í hjúkrunarfræði. Ég veit að dyrnar standa alltaf opnar ef mig langar í frekara nám. Ég lít til baka og veit að ég hefði ekki getað nýtt mér táknmálstúlkun í námi ef ég hefði ekki fengið að vaxa og dafna í góðu táknmálsumhverfi. Mér hafa boðist atvinnutækifæri í Noregi þar sem ég geng að öruggri táknmálstúlkaþjónustu vegna vinnu minnar og daglegs lífs t.d. þegar ég vil mæta á fundi sem tengjast íþrótta- og tómstundaiðju barna minna eða vil fara á endurmenntunarnámskeið í vinnunni. En ég vil eiga heima á Íslandi hjá mínu fólki sem tilheyrir sama mál- og menningarsamfélagi og ég – íslenska táknmálinu. Fjölskyldurnar sem tóku ákvörðun um að flytja frá Íslandi vildu ekki fara. Þau tóku ákvörðun sem er best fyrir barnið þeirra. Þau vilja gefa þeim tækifæri til að þroskast og dafna í umhverfi þar sem þeim stendur til boða menntun, námsgögn og túlkaþjónusta. Þessi staða er svo sorgleg því hún þarf ekki að vera svona. Íslensk stjórnvöld verða að styðja við íslenskt táknmál, börn og fjölskyldur sem reiða sig á það til samskipta. Gefið börnum tækifæri til að vaxa og dafna á Íslandi, gefið þeim möguleika til menntunar í skólakerfi þar sem íslenska táknmálið og menningarsamfélag þess nýtur virðingar. Þannig styðjum við best börn sem reiða sig á íslenska táknmálið til samskipta og gefum foreldrum þeirra val um að taka ákvörðun um að búa áfram á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heiðdís Dögg Eiríksdóttir Mest lesið Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Lýðræði hinna sterku Jón Páll Hreinsson Skoðun Lifandi dauð! Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson Skoðun Bleikir hvolpar Darri Gunnarsson,Rósa Líf Darradóttir Skoðun Þorlákshöfn - byggð á tímamótum Anna Kristín Karlsdóttir Skoðun Ríkisstjórn verðmætasköpunar Sigríður Mogensen Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Hagsmunamál fyrirtækjanna í stjórnarsáttmála Ólafur Stephensen Skoðun Skoðun mín á alþingiskosningum 2024 Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ríkisstjórn verðmætasköpunar Sigríður Mogensen skrifar Skoðun Þorlákshöfn - byggð á tímamótum Anna Kristín Karlsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunamál fyrirtækjanna í stjórnarsáttmála Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson skrifar Skoðun Lýðræði hinna sterku Jón Páll Hreinsson skrifar Skoðun Bleikir hvolpar Darri Gunnarsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Lifandi dauð! Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Það hafa allir sjötta skilningarvit Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Skoðun mín á alþingiskosningum 2024 Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Skautaíþróttir í Reykjavík í dauðafæri - kýlum á stækkun Skautahallarinnar Bjarni Helgason skrifar Skoðun Hlustið á fólkið í skólunum? Dóra Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægasta atkvæðið Kristbjörg Þórisdóttir skrifar Skoðun Nálgunarbann Fjölnir Sæmundsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Fjölskyldur heyrnarlausra barna hafa neyðst til að flytja frá Íslandi þar sem börnin þeirra fá ekki nauðsynlega þjónustu eins og námsefni á íslensku táknmáli. Þetta eru sorglegar fréttir og er mikil eftirsjá að fjölskyldunum. Ég er sjálf heyrnarlaus, fædd í litlu sjávarþorpi norður á Langanesi þar sem ég sleit barnskónum. Ég var með heyrnartæki og gat eitthvað lesið af vörum og gert mig skiljanlega. Ég man vel eftir árunum í skóla sem voru erfið. Mér gekk vel að læra en ég var ekki hluti af nemendahópnum. Þegar ég var 11 ára tóku foreldrar mínir ákvörðun um að flytja suður svo ég gæti farið í Heyrnleysingjaskólann. Ákvörðun foreldra minna gjörbreytti lífi mínu og verð ég þeim ævinlega þakklát. Í Heyrnleysingjaskólanum var ég ekki lengi að ná íslenska táknmálinu enda var málumhverfið lifandi – táknmál alls staðar. Í fyrsta sinn gat ég fylgst með samræðum – fylgst með fullorðnum tala um veðrið, umferðina, vinnuna. Með heyrnartækjunum gat ég átt samskipti við einn einstakling í einu en þegar fleiri bættust við datt ég út. Ég fann mig loksins sem hluta af hópnum og ég eignaðist vini. Ég gat verið ég sjálf. Fékk að upplifa heiminn í gegnum táknmálið og veröldin stækkaði heilmikið. Margt hefði mátt betur gera með kennslu og nám en ég sé ekki eftir skólagöngu minni í Heyrnleysingjaskólanum eða Vesturhlíðaskóla eins og hann hét þegar ég lauk náminu. En lífið var ekki bara dans á rósum. Ég átti líka mín erfiðu unglingsár eins og flestir þegar sjálfsmyndin er ekki sérlega sterk. Mér fannst stundum ómögulegt að vera heyrnarlaus. Á norrænu æskulýðsmóti fyrir heyrnarlaus ungmenni sá ég ljósið. Ég varð döff, ég tilheyrði hópi, átti vini, ég var sátt við lífið og mér leið vel.Gefið börnum tækifæri Í dag er ég hamingjusamlega gift döff einstaklingi og á með honum þrjú ofurstykki sem eru altalandi á íslensku táknmáli og íslensku. Ég lauk stúdentsprófi og B.Sc.-gráðu í hjúkrunarfræði. Ég veit að dyrnar standa alltaf opnar ef mig langar í frekara nám. Ég lít til baka og veit að ég hefði ekki getað nýtt mér táknmálstúlkun í námi ef ég hefði ekki fengið að vaxa og dafna í góðu táknmálsumhverfi. Mér hafa boðist atvinnutækifæri í Noregi þar sem ég geng að öruggri táknmálstúlkaþjónustu vegna vinnu minnar og daglegs lífs t.d. þegar ég vil mæta á fundi sem tengjast íþrótta- og tómstundaiðju barna minna eða vil fara á endurmenntunarnámskeið í vinnunni. En ég vil eiga heima á Íslandi hjá mínu fólki sem tilheyrir sama mál- og menningarsamfélagi og ég – íslenska táknmálinu. Fjölskyldurnar sem tóku ákvörðun um að flytja frá Íslandi vildu ekki fara. Þau tóku ákvörðun sem er best fyrir barnið þeirra. Þau vilja gefa þeim tækifæri til að þroskast og dafna í umhverfi þar sem þeim stendur til boða menntun, námsgögn og túlkaþjónusta. Þessi staða er svo sorgleg því hún þarf ekki að vera svona. Íslensk stjórnvöld verða að styðja við íslenskt táknmál, börn og fjölskyldur sem reiða sig á það til samskipta. Gefið börnum tækifæri til að vaxa og dafna á Íslandi, gefið þeim möguleika til menntunar í skólakerfi þar sem íslenska táknmálið og menningarsamfélag þess nýtur virðingar. Þannig styðjum við best börn sem reiða sig á íslenska táknmálið til samskipta og gefum foreldrum þeirra val um að taka ákvörðun um að búa áfram á Íslandi.
Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson Skoðun
Skoðun Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson skrifar
Skoðun Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Skautaíþróttir í Reykjavík í dauðafæri - kýlum á stækkun Skautahallarinnar Bjarni Helgason skrifar
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson Skoðun