„Staða vaxtaokurs og verðtryggingar er algjörlega óviðunandi“ Heimir Már Pétursson skrifar 25. október 2015 12:44 Forsætisráðherra segir ekki eðlilegt að bankar rukki nokkurra prósenta vexti ofan á verðtryggingu. Vísir/Ernir Forsætisráðherra segir eitt af stóru vandamálunum sem eigi eftir að leysa séu okurvextir bankanna sem leggi fleiri prósenta vexti ofan á verðtryggingu. Þetta sé órökrétt staða. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra sagði í þættinum á Sprengisandi hjá Sigurjóni M. Egilssyni í morgun að ríkisstjórninni hefði tekist að leysa mörg vandamál að mestu leyti en eftir væri að leysa úr þeim vanda sem hann kallaði okurvexti á íslandi.Óskiljanlegir vextir „Þessi staða vaxtaokurs og verðtryggingar er algjörlega óviðunandi,“ sagði Sigmundur Davíð. „Tökum sem dæmi verðtryggðu lánin. Að menn skuli vera með fleiri fleiri prósentustig ofan á verðtrygginguna.“ Þetta væri óskiljanlegt því verðtryggingunni væri ætlað að tryggja að sömu verðmæti kæmu til baka til þeirra sem lánuðu fjármagn. „Þá geta menn varla gert ráð fyrir nema kannski eins til tveggja prósenta vöxtum ofan á það en að það skuli vera fleiri fleiri prósentustig ofan á verðtryggingu er algjörlega óviðunandi og óskiljanlegt,“ sagði forsætisráðherrann.Óverðtryggðu vextirnir líka of háir Þá séu óverðtryggðir vextir einnig allt of háir á Íslandi. Menn beri fyrir sig að efnahagsástandið á íslandi sé svo sveiflukennt t.d. vegna þess hvað samið sé um miklar launahækkanir og það megi að hluta til sanns vegar færa þegar samið sé um 30 prósent launahækkanir og vinnumarkaðsmótelið sé miklu stöðugra og líklegra til að halda niðri vöxtum á hinum Norðurlöndunum. „En þetta samt réttlætir ekki þá vexti sem menn hafa búið við, meðal annars hérna undanfarin tvö-þrjú ár, þar sem verðbólga hefur haldist undir verðbólgumarkmiði seðlabankans,“ sagði hann. Þess vegna þurfi að taka mið af þessu ástandi þegar ráðist verði í endurskipulagningu fjármálakerfisins sem nú sé í undirbúningi. Það sé mjög mikilvægt að ljúka þeirri vinnu.Óverjandi staða „Það er ekki hægt að verja það að fjármálastofnanir hér á landi komist upp með að taka svona miklu miklu hærri vexti en annarsstaðar umfram verðbólgu,“ sagði hann. „Í þessu skiptir reyndar máli samt að aðilar vinnumarkaðarins komi með okkur í þetta.“ Þess vegna sé ánægjulegt, sagði forsætisráðherra, að góður gangur virtist kominn í kjaraviðræður við opinbera starfsmenn og sameiginlegum viðræðum aðila vinnumarkaðarins og stjórnvalda um að vinna sameiginlegu markmiði. „Það væri gríðarlega mikils virði fyrir samfélagið ef það takist. Ég fylgist með núna bara á hverjum degi og vona heitt að þetta beri árangur, sem það á að geta gert,“ sagði Sigmundur Davíð á Sprengisandi í morgun.Hlusta á á viðtalið hér að neðan. Alþingi Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Fleiri fréttir „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Sjá meira
Forsætisráðherra segir eitt af stóru vandamálunum sem eigi eftir að leysa séu okurvextir bankanna sem leggi fleiri prósenta vexti ofan á verðtryggingu. Þetta sé órökrétt staða. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra sagði í þættinum á Sprengisandi hjá Sigurjóni M. Egilssyni í morgun að ríkisstjórninni hefði tekist að leysa mörg vandamál að mestu leyti en eftir væri að leysa úr þeim vanda sem hann kallaði okurvexti á íslandi.Óskiljanlegir vextir „Þessi staða vaxtaokurs og verðtryggingar er algjörlega óviðunandi,“ sagði Sigmundur Davíð. „Tökum sem dæmi verðtryggðu lánin. Að menn skuli vera með fleiri fleiri prósentustig ofan á verðtrygginguna.“ Þetta væri óskiljanlegt því verðtryggingunni væri ætlað að tryggja að sömu verðmæti kæmu til baka til þeirra sem lánuðu fjármagn. „Þá geta menn varla gert ráð fyrir nema kannski eins til tveggja prósenta vöxtum ofan á það en að það skuli vera fleiri fleiri prósentustig ofan á verðtryggingu er algjörlega óviðunandi og óskiljanlegt,“ sagði forsætisráðherrann.Óverðtryggðu vextirnir líka of háir Þá séu óverðtryggðir vextir einnig allt of háir á Íslandi. Menn beri fyrir sig að efnahagsástandið á íslandi sé svo sveiflukennt t.d. vegna þess hvað samið sé um miklar launahækkanir og það megi að hluta til sanns vegar færa þegar samið sé um 30 prósent launahækkanir og vinnumarkaðsmótelið sé miklu stöðugra og líklegra til að halda niðri vöxtum á hinum Norðurlöndunum. „En þetta samt réttlætir ekki þá vexti sem menn hafa búið við, meðal annars hérna undanfarin tvö-þrjú ár, þar sem verðbólga hefur haldist undir verðbólgumarkmiði seðlabankans,“ sagði hann. Þess vegna þurfi að taka mið af þessu ástandi þegar ráðist verði í endurskipulagningu fjármálakerfisins sem nú sé í undirbúningi. Það sé mjög mikilvægt að ljúka þeirri vinnu.Óverjandi staða „Það er ekki hægt að verja það að fjármálastofnanir hér á landi komist upp með að taka svona miklu miklu hærri vexti en annarsstaðar umfram verðbólgu,“ sagði hann. „Í þessu skiptir reyndar máli samt að aðilar vinnumarkaðarins komi með okkur í þetta.“ Þess vegna sé ánægjulegt, sagði forsætisráðherra, að góður gangur virtist kominn í kjaraviðræður við opinbera starfsmenn og sameiginlegum viðræðum aðila vinnumarkaðarins og stjórnvalda um að vinna sameiginlegu markmiði. „Það væri gríðarlega mikils virði fyrir samfélagið ef það takist. Ég fylgist með núna bara á hverjum degi og vona heitt að þetta beri árangur, sem það á að geta gert,“ sagði Sigmundur Davíð á Sprengisandi í morgun.Hlusta á á viðtalið hér að neðan.
Alþingi Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Fleiri fréttir „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Sjá meira