Pírati finnur lykt af vitleysu vegna orða biskups Aðalsteinn Kjartansson skrifar 25. október 2015 10:09 Helgi Hrafn Gunnarsson gagnrýnir orð Agnesar M. Sigurðardóttur um að skilgreina þurfi aðskilnað ríkis og kirkju. Vísir/VILHELM Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, segist finna lykt af vitleysu þegar fólk fer að flækja jafnvel einföldustu hugtök með spurningum um skilgreiningar, sem öllum ætti að vera ljós. Þetta segir hann og vísar í ummæli Agnesar M. Sigurðardóttur biskups sem í gær sagði í samtali við RÚV að aðskilnaður ríkis og kirkju hafi þegar farið fram en spurði svo: „Hvað þýðir aðskilnaður, ég vil fyrst skilgreina það.“ Í pistli sem Helgi Hrafn birtir á vefsíðu sinni segir hann að það ætti öllum að vera mjög ljóst að aðskilnaður ríkis og kirkju þýði að Þjóðkirkjan yrði ekki lengur sérstaklega tilgreind í stjórnarskrá og landslögum, heldur væri með sömu stöðu, réttindi og skyldur og öll önnur trú- og lífsskoðunarfélög. „Svo er hitt að biskupinn getur verið mótfallinn aðskilnaði ríkis og kirkju, sem hann hefur fullan rétt til, en þá er alger óþarfi að kalla eftir einhverjum nýjum skilgreiningum til að tjá þá annars afleitu afstöðu,“ skrifar þingmaðurinn. Tekist hefur verið á um aðskilnað ríkis og kirkju um alllangt skeið. Ný skoðanakönnun Gallup sýnir að meirihluti landsmanna er hlynntur aðskilnað, eða 55,5 prósent. Það er aukning um tæp fimm prósentustig frá sambærilegri könnun í september á síðasta ári. Í sömu könnun kom í ljós að stuðningsmenn Pírata eru líklegastir til að vera hlynntir aðskilnað ríkis og kirkju. Í þjóðaratkvæðagreiðslu um ákvæði nýrrar stjórnarskrár var hins vegar meirihluti fyrir því að halda inni ákvæði um þjóðkirkju í stjórnarskránni. 51,1 prósent þátttakenda sögðu já við ákvæði um þjóðkirkju en aðeins 38,3 prósent nei. Alþingi Mest lesið Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Erlent Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Erlent Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Erlent Fleiri fréttir Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sjá meira
Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, segist finna lykt af vitleysu þegar fólk fer að flækja jafnvel einföldustu hugtök með spurningum um skilgreiningar, sem öllum ætti að vera ljós. Þetta segir hann og vísar í ummæli Agnesar M. Sigurðardóttur biskups sem í gær sagði í samtali við RÚV að aðskilnaður ríkis og kirkju hafi þegar farið fram en spurði svo: „Hvað þýðir aðskilnaður, ég vil fyrst skilgreina það.“ Í pistli sem Helgi Hrafn birtir á vefsíðu sinni segir hann að það ætti öllum að vera mjög ljóst að aðskilnaður ríkis og kirkju þýði að Þjóðkirkjan yrði ekki lengur sérstaklega tilgreind í stjórnarskrá og landslögum, heldur væri með sömu stöðu, réttindi og skyldur og öll önnur trú- og lífsskoðunarfélög. „Svo er hitt að biskupinn getur verið mótfallinn aðskilnaði ríkis og kirkju, sem hann hefur fullan rétt til, en þá er alger óþarfi að kalla eftir einhverjum nýjum skilgreiningum til að tjá þá annars afleitu afstöðu,“ skrifar þingmaðurinn. Tekist hefur verið á um aðskilnað ríkis og kirkju um alllangt skeið. Ný skoðanakönnun Gallup sýnir að meirihluti landsmanna er hlynntur aðskilnað, eða 55,5 prósent. Það er aukning um tæp fimm prósentustig frá sambærilegri könnun í september á síðasta ári. Í sömu könnun kom í ljós að stuðningsmenn Pírata eru líklegastir til að vera hlynntir aðskilnað ríkis og kirkju. Í þjóðaratkvæðagreiðslu um ákvæði nýrrar stjórnarskrár var hins vegar meirihluti fyrir því að halda inni ákvæði um þjóðkirkju í stjórnarskránni. 51,1 prósent þátttakenda sögðu já við ákvæði um þjóðkirkju en aðeins 38,3 prósent nei.
Alþingi Mest lesið Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Erlent Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Erlent Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Erlent Fleiri fréttir Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sjá meira