Eru Gunnar Nelson og kollegar hans bara að fá smá sneið af UFC-kökunni? Tómas Þór Þórðarson skrifar 23. október 2015 09:45 Gunnar Nelson stígur út úr búrinu í Vegas. vísir/getty „UFC eru langstærstu MMA bardagasamtök í heimi en fjármál þeirra hafa alla tíð verið hjúpuð mikilli dulúð. Félagið er ekki á hlutabréfamarkaði og þarf því ekki að gefa út ársreikning. Nýjar upplýsingar hafa hins vegar varpað ákveðnu ljósi á lykiltölur félagsins og niðurstaðan er nokkuð áhugaverð.“ Svona byrjar grein Óskars Arnar Árnasonar, penna á MMA-fréttavefnum MMAfréttir.is, um fjármál UFC, stærsta bardagaíþróttsambands heims. Greinin er unnin upp úr úttekt annarrar MMA-vefsíðu, Bloody Elbow. Í greininni er þeirri spurningu velt upp hvort bardagamenn innan UFC séu að fá sanngjarna sneið af kökunni, en í fyrsta sinn eru menn nú eitthvað nær því að vita hvað er að gerast í fjármálum sambandsins. Þar sem UFC er ekki á hlutabréfamarkaði og þarf ekki að gefa út ársreikning eru tölurnar í greininni ekki nákvæmar, en tekjumódelinu er púslað saman úr ýmsum áttum.Dana White er forseti UFC.vísir/gettyFá minna en aðrir Samkvæmt grein Bloody Elbow voru tekjur UFC 522 milljónir dala eða því sem nemur 66 milljörðum króna. Tekjurnar voru 483 milljónir dala árið 2013 og 480 þar áður. Fram kemur í greininni að hlutur tekna sem rennur til bardagamanna er ansi lítill miðað við aðrar íþróttagreinar. Áætlað er að bardagamenn í UFC fái um 16 prósent af heildartekjum sambandsins sem er mun lægra en í öðrum íþróttagreinum Bandaríkjanna. Leikmenn í NBA fá 43 prósent af heildartekjum deildarinnar, í NFL fá menn 41 prósent og í hafnaboltanum 40 prósent. Meira að segja í tiltölulega nýrri íþrótt eins og fótboltanum í Bandaríkjunum fá leikmenn 35 prósent af heildartekjum MLS-deildarinnar. Sé miðað við 500 milljónir dala í heildartekjur UFC myndu Gunnar Nelson og aðrir bardagamenn innan sambandsins, sem eru 536 talsins, fá 18,8 milljónir íslenskra króna í laun á ári. „Eins og staðan er núna hefur aðeins verið fjallað um tekjuhliðina á meðan upplýsingar um rekstarkostnað og fjármagnskostnað liggja ekki fyrir og þar með er erfitt að átta sig á hversu mikið er til skiptana,“ segir í niðurlagi greinarinnar á MMAfréttum. MMA Tengdar fréttir Gunnar og Conor æfa saman í Dublin Undirbúningur Gunnars Nelson og Conor McGregor fyrir UFC 194 er farinn á fullt. 14. október 2015 13:45 Gunnar Nelson: Hann hélt mér niðri og kitlaði mig Þjálfari bardagakappans varð rauður í framan þegar Gunnar sagði frá fyrstu glímu þeirra á Íslandi. 21. október 2015 08:30 Mest lesið Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Fleiri fréttir Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar Gerrard orðaður við endurkomu til Rangers Liðsfélagi Alberts laus af spítala Lýsandi fékk pökk í andlitið „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Dagskráin í dag: Lögmál leiksins og toppslagur í Championship-deildinni „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Sjá meira
„UFC eru langstærstu MMA bardagasamtök í heimi en fjármál þeirra hafa alla tíð verið hjúpuð mikilli dulúð. Félagið er ekki á hlutabréfamarkaði og þarf því ekki að gefa út ársreikning. Nýjar upplýsingar hafa hins vegar varpað ákveðnu ljósi á lykiltölur félagsins og niðurstaðan er nokkuð áhugaverð.“ Svona byrjar grein Óskars Arnar Árnasonar, penna á MMA-fréttavefnum MMAfréttir.is, um fjármál UFC, stærsta bardagaíþróttsambands heims. Greinin er unnin upp úr úttekt annarrar MMA-vefsíðu, Bloody Elbow. Í greininni er þeirri spurningu velt upp hvort bardagamenn innan UFC séu að fá sanngjarna sneið af kökunni, en í fyrsta sinn eru menn nú eitthvað nær því að vita hvað er að gerast í fjármálum sambandsins. Þar sem UFC er ekki á hlutabréfamarkaði og þarf ekki að gefa út ársreikning eru tölurnar í greininni ekki nákvæmar, en tekjumódelinu er púslað saman úr ýmsum áttum.Dana White er forseti UFC.vísir/gettyFá minna en aðrir Samkvæmt grein Bloody Elbow voru tekjur UFC 522 milljónir dala eða því sem nemur 66 milljörðum króna. Tekjurnar voru 483 milljónir dala árið 2013 og 480 þar áður. Fram kemur í greininni að hlutur tekna sem rennur til bardagamanna er ansi lítill miðað við aðrar íþróttagreinar. Áætlað er að bardagamenn í UFC fái um 16 prósent af heildartekjum sambandsins sem er mun lægra en í öðrum íþróttagreinum Bandaríkjanna. Leikmenn í NBA fá 43 prósent af heildartekjum deildarinnar, í NFL fá menn 41 prósent og í hafnaboltanum 40 prósent. Meira að segja í tiltölulega nýrri íþrótt eins og fótboltanum í Bandaríkjunum fá leikmenn 35 prósent af heildartekjum MLS-deildarinnar. Sé miðað við 500 milljónir dala í heildartekjur UFC myndu Gunnar Nelson og aðrir bardagamenn innan sambandsins, sem eru 536 talsins, fá 18,8 milljónir íslenskra króna í laun á ári. „Eins og staðan er núna hefur aðeins verið fjallað um tekjuhliðina á meðan upplýsingar um rekstarkostnað og fjármagnskostnað liggja ekki fyrir og þar með er erfitt að átta sig á hversu mikið er til skiptana,“ segir í niðurlagi greinarinnar á MMAfréttum.
MMA Tengdar fréttir Gunnar og Conor æfa saman í Dublin Undirbúningur Gunnars Nelson og Conor McGregor fyrir UFC 194 er farinn á fullt. 14. október 2015 13:45 Gunnar Nelson: Hann hélt mér niðri og kitlaði mig Þjálfari bardagakappans varð rauður í framan þegar Gunnar sagði frá fyrstu glímu þeirra á Íslandi. 21. október 2015 08:30 Mest lesið Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Fleiri fréttir Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar Gerrard orðaður við endurkomu til Rangers Liðsfélagi Alberts laus af spítala Lýsandi fékk pökk í andlitið „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Dagskráin í dag: Lögmál leiksins og toppslagur í Championship-deildinni „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Sjá meira
Gunnar og Conor æfa saman í Dublin Undirbúningur Gunnars Nelson og Conor McGregor fyrir UFC 194 er farinn á fullt. 14. október 2015 13:45
Gunnar Nelson: Hann hélt mér niðri og kitlaði mig Þjálfari bardagakappans varð rauður í framan þegar Gunnar sagði frá fyrstu glímu þeirra á Íslandi. 21. október 2015 08:30