Ræða að flytja hundruð þúsunda flóttamanna frá Evrópu Stefán Ó. Jónsson skrifar 31. október 2015 19:40 Flóttamenn stefna á Ermarsundsgöngin sem liggja á milli Frakklands og Englands. VISIR/AFP Hunduð þúsunda flóttamanna í Evrópu verða sendir til síns heima á næstu vikum. Þetta kemur fram í leynilegum gögnum sem innanríkisráðherra Evrópusambandsríkja munu ræða í Brussel á morgun en breska tímaritið The Times hefur þau undir höndum. Þar kemur meðal annars fram að yfirvöld í Brussel hóti að afturkalla aðstoð, viðskiptasamninga og vegabréfsáritanir ef lönd eins og Níger og Erítrea neita að taka aftur við flóttamönnum úr sínum röðum. Tillögurnar fela einnig í sér að Evrópusambandsríki, sem mörg hver hafa heft för þúsunda flóttamanna, grípi til aðgerða til að sporna við því að þeir flýi meðan þeir bíða þess að verða sendir úr landi. Talið er að líklegt að rúmlega 400 þúsund flóttamenn sem komið hafa til ríkja Evrópusambandsins í ár muni verða neitað um landvistarleyfi. Í uppkastinu sem innanríkisráðherrar Evrópusambandsins ræða á morgun er skýrt kveðið á um að ríki ESB verði að senda fleiri flóttamenn til síns heima. „Fleiri frávísanir munu fyrirbyggja fleiri hælisumsóknir,“ eins og það er orðað. Þeir sem flýja stríðsástand í löndum á borð við Sýrland, Afganistan og Líbýu eru meðal þeirra sem sendir verða heim verði þeim neitað um landvistarleyfi. Þessi drög sem liggja fyrir leiðtogum ESB marka ákveðin tímamót að mati The Times enda hafa leiðtogarnir löngum verið klofnir í afstöðu sinni til flóttamannastraumsins. Flóttamannastraums sem Evrópa hefur ekki þurft að kljást við síðan í Síðari heimsstyrjöld.Hvetja til stofnunar nýrrar brottvísunardeildar Í drögunum kemur fram að ný deild verði stofnuð innan Landamærastofnunar Evrópu, Frontex, sem mun koma til með sjá um að aðstoða ríki ESB við að senda fólk til síns heima. Þar kemur einnig fram að þau ríki sem fari ekki að þessum skilmálum geti átt von á sektum frá Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins. „Aðildarríki verða kerfisbundið að synja fólki um hæli, taka nauðsynleg skref til að framfylgja þessum synjunum, leggja til nauðsynleg aðföng svo að hægt sé að bera kennsl á og senda hælisleitendur aftur til síns heima,“ eins og það er orðað. Í drögunum frá Brussel segir einnig: „Þrátt fyrir að aðildarríkin beri í meginatriðum ábyrgð á því að senda fólk úr landi þá mun stofnun deildarinnar innan Frontex auðvelda framkvæmd, skipulagningu og fjármögnun slíkra flutninga.“ Drögin gera einnig ráð fyrir því að aðildarríki ESB grípi til aðgerða svo að sporna megi við því að hælisleitendur flýi áður en þeim er vísað úr landi. „Grípa verður til allra úrræða til að tryggja að árangursríkar brottvísanir, þar með talið notkun farbanns.“ Frekari umfjöllun um plaggið má nálgast á vef the Times. Eritrea Flóttamenn Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Innlent Fleiri fréttir Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Sjá meira
Hunduð þúsunda flóttamanna í Evrópu verða sendir til síns heima á næstu vikum. Þetta kemur fram í leynilegum gögnum sem innanríkisráðherra Evrópusambandsríkja munu ræða í Brussel á morgun en breska tímaritið The Times hefur þau undir höndum. Þar kemur meðal annars fram að yfirvöld í Brussel hóti að afturkalla aðstoð, viðskiptasamninga og vegabréfsáritanir ef lönd eins og Níger og Erítrea neita að taka aftur við flóttamönnum úr sínum röðum. Tillögurnar fela einnig í sér að Evrópusambandsríki, sem mörg hver hafa heft för þúsunda flóttamanna, grípi til aðgerða til að sporna við því að þeir flýi meðan þeir bíða þess að verða sendir úr landi. Talið er að líklegt að rúmlega 400 þúsund flóttamenn sem komið hafa til ríkja Evrópusambandsins í ár muni verða neitað um landvistarleyfi. Í uppkastinu sem innanríkisráðherrar Evrópusambandsins ræða á morgun er skýrt kveðið á um að ríki ESB verði að senda fleiri flóttamenn til síns heima. „Fleiri frávísanir munu fyrirbyggja fleiri hælisumsóknir,“ eins og það er orðað. Þeir sem flýja stríðsástand í löndum á borð við Sýrland, Afganistan og Líbýu eru meðal þeirra sem sendir verða heim verði þeim neitað um landvistarleyfi. Þessi drög sem liggja fyrir leiðtogum ESB marka ákveðin tímamót að mati The Times enda hafa leiðtogarnir löngum verið klofnir í afstöðu sinni til flóttamannastraumsins. Flóttamannastraums sem Evrópa hefur ekki þurft að kljást við síðan í Síðari heimsstyrjöld.Hvetja til stofnunar nýrrar brottvísunardeildar Í drögunum kemur fram að ný deild verði stofnuð innan Landamærastofnunar Evrópu, Frontex, sem mun koma til með sjá um að aðstoða ríki ESB við að senda fólk til síns heima. Þar kemur einnig fram að þau ríki sem fari ekki að þessum skilmálum geti átt von á sektum frá Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins. „Aðildarríki verða kerfisbundið að synja fólki um hæli, taka nauðsynleg skref til að framfylgja þessum synjunum, leggja til nauðsynleg aðföng svo að hægt sé að bera kennsl á og senda hælisleitendur aftur til síns heima,“ eins og það er orðað. Í drögunum frá Brussel segir einnig: „Þrátt fyrir að aðildarríkin beri í meginatriðum ábyrgð á því að senda fólk úr landi þá mun stofnun deildarinnar innan Frontex auðvelda framkvæmd, skipulagningu og fjármögnun slíkra flutninga.“ Drögin gera einnig ráð fyrir því að aðildarríki ESB grípi til aðgerða svo að sporna megi við því að hælisleitendur flýi áður en þeim er vísað úr landi. „Grípa verður til allra úrræða til að tryggja að árangursríkar brottvísanir, þar með talið notkun farbanns.“ Frekari umfjöllun um plaggið má nálgast á vef the Times.
Eritrea Flóttamenn Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Innlent Fleiri fréttir Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Sjá meira