Sjúkt samband Silja Dögg Gunnarsdóttir og Elsa Lára Arnardóttir skrifar 9. nóvember 2015 09:00 „Það er verðbólgan sem er vandamálið, ekki verðtryggingin. Sér í lagi þegar verðbólgunni er haldið í skefjum.“ Þessi orð heyrast ávallt þegar rætt er um afnám verðtryggingar. Menn óttast að ef verðtryggð lán verði bönnuð þá sitji neytendur eftir með óverðtryggð lán á okurvöxtum. Standast þessi rök skoðun? Er ástæða til að óttast afnám verðtryggingar? Flestir eru sammála um að verðtryggð neytendalán séu ekki siðleg viðskiptaaðferð. Það virðist ekki vera almenn þekking hjá lántakendum verðtryggðra lána að verðbætti hlutinn sé falið lán sem leggst við höfuðstólinn um hver mánaðamót. Því eru neytendur ómeðvitaðir um áhættuna sem í lántökunni felst. Þess vegna ættu verðtryggð lán aðeins að vera í boði fyrir atvinnufjárfesta og aðra með sérþekkingu á fjármálum. Verðtryggingin viðheldur háum vöxtum þar sem neytendur eru leiksoppar í blekkingarleik fjármálafyrirtækja. Í óverðtryggðu umhverfi geta komið verðbólguskot en bankar vita að þeir verða að taka hluta af skotinu á sig sjálfir, annars verða mikil vanskil. Þegar lán verða almennt orðin óverðtryggð mun peningastefnan (stýrivaxtatækið) virka miklu betur en nú. Gera má ráð fyrir að 0,1% hækkun stýrivaxta muni skila sömu áhrifum og 1% hækkun gerir í dag. Stýrivextir gætu því verið lægri, óverðtryggð lán verða raunhæfur kostur og hagur heimilanna batnar. Eitt af stóru kosningamálunum vorið 2013 var afnám verðtryggingarinnar af neytendalánum. Þingmenn Framsóknar töluðu fyrir afnáminu og lofuðu að beita sér fyrir því ef þeir fengju umboð kjósenda. Flokkurinn vann stórsigur og nú er komið að efndum. Skýrsla sérfræðihóps um afnám verðtryggingar af neytendalánum var birt í lok janúar 2014. Meirihluti sérfræðihópsins lagði til að frá og með 1. janúar 2015 yrðu stigin veigamikil skref í átt að fullu afnámi verðtryggingar nýrra neytendalána, en vinna við áætlun um fullt afnám yrði hafin eigi síðar en á árinu 2016. Sjúku sambandi okurvaxtastefnu og verðtryggingar verður að ljúka. Börnin þeirra, heimili landsins, eru stöðugt undir slævandi áhrifum til að lifa af í þessu firrta umhverfi. Heimili landsins eiga betra skilið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Silja Dögg Gunnarsdóttir Mest lesið Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Halldór 19.04.2025 Halldór Afleiðingar heimilisofbeldis og hvernig ofbeldismenn nota “kerfið” til að halda áfram ofbeldi Líf Steinunn Lárusdóttir Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? Skoðun Skoðun Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Sjá meira
„Það er verðbólgan sem er vandamálið, ekki verðtryggingin. Sér í lagi þegar verðbólgunni er haldið í skefjum.“ Þessi orð heyrast ávallt þegar rætt er um afnám verðtryggingar. Menn óttast að ef verðtryggð lán verði bönnuð þá sitji neytendur eftir með óverðtryggð lán á okurvöxtum. Standast þessi rök skoðun? Er ástæða til að óttast afnám verðtryggingar? Flestir eru sammála um að verðtryggð neytendalán séu ekki siðleg viðskiptaaðferð. Það virðist ekki vera almenn þekking hjá lántakendum verðtryggðra lána að verðbætti hlutinn sé falið lán sem leggst við höfuðstólinn um hver mánaðamót. Því eru neytendur ómeðvitaðir um áhættuna sem í lántökunni felst. Þess vegna ættu verðtryggð lán aðeins að vera í boði fyrir atvinnufjárfesta og aðra með sérþekkingu á fjármálum. Verðtryggingin viðheldur háum vöxtum þar sem neytendur eru leiksoppar í blekkingarleik fjármálafyrirtækja. Í óverðtryggðu umhverfi geta komið verðbólguskot en bankar vita að þeir verða að taka hluta af skotinu á sig sjálfir, annars verða mikil vanskil. Þegar lán verða almennt orðin óverðtryggð mun peningastefnan (stýrivaxtatækið) virka miklu betur en nú. Gera má ráð fyrir að 0,1% hækkun stýrivaxta muni skila sömu áhrifum og 1% hækkun gerir í dag. Stýrivextir gætu því verið lægri, óverðtryggð lán verða raunhæfur kostur og hagur heimilanna batnar. Eitt af stóru kosningamálunum vorið 2013 var afnám verðtryggingarinnar af neytendalánum. Þingmenn Framsóknar töluðu fyrir afnáminu og lofuðu að beita sér fyrir því ef þeir fengju umboð kjósenda. Flokkurinn vann stórsigur og nú er komið að efndum. Skýrsla sérfræðihóps um afnám verðtryggingar af neytendalánum var birt í lok janúar 2014. Meirihluti sérfræðihópsins lagði til að frá og með 1. janúar 2015 yrðu stigin veigamikil skref í átt að fullu afnámi verðtryggingar nýrra neytendalána, en vinna við áætlun um fullt afnám yrði hafin eigi síðar en á árinu 2016. Sjúku sambandi okurvaxtastefnu og verðtryggingar verður að ljúka. Börnin þeirra, heimili landsins, eru stöðugt undir slævandi áhrifum til að lifa af í þessu firrta umhverfi. Heimili landsins eiga betra skilið.
Afleiðingar heimilisofbeldis og hvernig ofbeldismenn nota “kerfið” til að halda áfram ofbeldi Líf Steinunn Lárusdóttir Skoðun
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Afleiðingar heimilisofbeldis og hvernig ofbeldismenn nota “kerfið” til að halda áfram ofbeldi Líf Steinunn Lárusdóttir Skoðun