Seðlabankastjóri boðar afnám hafta á almenning á næsta ári ingvar haraldsson skrifar 5. nóvember 2015 11:54 Már Guðmundsson seðlabankastjóri telur hugsanlegt að lífeyrissjóðum verði hleypt sérstaklega úr höftum. vísir/stefán karlsson Már Guðmundsson seðlabankastjóri telur góðar líkur á að hægt verði að fara í afnám gjaldeyrishafta á almenning á næsta ári. „Ég hef sagt það ef að við spillum sjálf ekki of mikið jafnvæginu í þjóðarbúskapnum sem birtist í auknum viðskiptafgangi, og þó verðbólgunni ekki komin hærra en þetta og fleiri þáttum þá séu mjög góðar líkur á að það sé hægt að fara mjög hratt í þá losun þegar uppgjör búanna og aflandskrónuútboðið er búið. Það er að segja, að við getum farið mjög hratt í losun á næsta ári,“ segir Már í samtali við Vísi. Slitabúin hafa fengið frest til 15. mars til að ljúka nauðasamningum. Hugsanlega verði lífeyrissjóðum hleypt fyrst út úr höftunum. „Varðandi lífeyrissjóðina þá geta verið ágætisforsendur fyrir því að hleypa þeim eitthvað út, bara sérstaklega,“ segir hann.Fjármálaráðherra og Seðlabankastjóri segja báðir aðstæður vera góðar til að afnema höftin á næsta ári.vísir/vilhelmBjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagði í samtali við Morgunblaðið að ekkert væri því til fyrirstöðu að stór skref verði stigin í afnámi hafta eftir gjaldeyrisuppboð fyrir aflandskrónueigendur lýkur í janúar. „Ef við trúum því að við séum búin að leysa greiðslujafnaðarvandann vegna slitabúanna, og að því gefnu að útboðið takist vel, þá er ekkert í ytra umhverfinu sem kallar á höft fyrir íslenska hagkerfið,“ sagði Bjarni. Seðlabankastjóri á von á því að fjármagnsflutningar verði frjálsir gagnvart almenningi en takmarkanir verði hjá bönkum og ákveðnum erlendum fjárfestum. „Ég held að þetta verði alveg frjálst fyrir fyrirtæki og heimil og þá sem eru í viðskiptum og að flytja fjármagn.“ Sandur í tannhjól frjálsra fjármagnshreyfinga„Það sem verður ekki alveg frjálst er að við erum núna með regluverk í kringum bankakerfið sem getur ekki tekið eins mikla stöðu og áður. Svo er ég líka að vona að það verði hömlur á möguleika innlendra fjármálafyrirtækja að miðla erlendum lánum til heimila og fyrirtækja sem ekki eru með tekjur í erlendri mynt,“ segir Már. Þá vinni seðlabankinn að tillögum sem takmarka eigi svokölluð vaxtamunaviðskipti erlendra aðila með fjárfestingum hér á landi á hærri ávöxtun en fáist annars staðar. Þeirri vinnu hefur verið flýtt vegna talsverðs innflæðis erlends fjármagns á síðustu mánuðum. „Allt er þetta einhvers konar sandur í tannhjól algjörlega frjálsra fjármagnshreyfinga. En það á ekki að trufla neitt sem skiptir efnahagslegu máli því að óheftir frjálsir fjármagnsstraumar eru náttúrulega mjög jákvæðir þegar það tengist einhverjum raunverulegum undirliggjandi viðskiptum.“ Svo fólk getur bráðum farið að kaupa sér hús á Spáni og hlutabréf í Apple?„Ef það á fyrir því þá mun það bráðum fara að geta gert það.“ Tækni Mest lesið Kannast ekki við hafa tekið lán að nóttu til en þarf að borga Neytendur Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Viðskipti innlent Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Viðskipti erlent Tvö apótek sögðu pass við verðlagseftirlitið Neytendur Áframhaldandi hrun í Kauphöllinni Viðskipti innlent Opus Futura kerfið: Sjálfvirk pörun orðin að veruleika í atvinnuleit og ráðningum Atvinnulíf Fátt rökrétt við lækkanirnar Viðskipti innlent Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Viðskipti erlent Rangt að plástrarnir geti læknað sjúkleika eða röskun á líffærastarfsemi Neytendur Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Viðskipti erlent Fleiri fréttir Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Fátt rökrétt við lækkanirnar Vöruviðskiptin tíu milljörðum óhagstæðari en í mars í fyrra Áframhaldandi hrun í Kauphöllinni Metfjöldi farþega í mars OK með nýjan fjármálastjóra Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Olíuvinnsla á Drekasvæðinu geti staðið undir rekstri ríkisins í tuttugu ár Kínverskir ferðamenn aldrei fleiri: Beint flug hefjist von bráðar Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty Sjá meira
Már Guðmundsson seðlabankastjóri telur góðar líkur á að hægt verði að fara í afnám gjaldeyrishafta á almenning á næsta ári. „Ég hef sagt það ef að við spillum sjálf ekki of mikið jafnvæginu í þjóðarbúskapnum sem birtist í auknum viðskiptafgangi, og þó verðbólgunni ekki komin hærra en þetta og fleiri þáttum þá séu mjög góðar líkur á að það sé hægt að fara mjög hratt í þá losun þegar uppgjör búanna og aflandskrónuútboðið er búið. Það er að segja, að við getum farið mjög hratt í losun á næsta ári,“ segir Már í samtali við Vísi. Slitabúin hafa fengið frest til 15. mars til að ljúka nauðasamningum. Hugsanlega verði lífeyrissjóðum hleypt fyrst út úr höftunum. „Varðandi lífeyrissjóðina þá geta verið ágætisforsendur fyrir því að hleypa þeim eitthvað út, bara sérstaklega,“ segir hann.Fjármálaráðherra og Seðlabankastjóri segja báðir aðstæður vera góðar til að afnema höftin á næsta ári.vísir/vilhelmBjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagði í samtali við Morgunblaðið að ekkert væri því til fyrirstöðu að stór skref verði stigin í afnámi hafta eftir gjaldeyrisuppboð fyrir aflandskrónueigendur lýkur í janúar. „Ef við trúum því að við séum búin að leysa greiðslujafnaðarvandann vegna slitabúanna, og að því gefnu að útboðið takist vel, þá er ekkert í ytra umhverfinu sem kallar á höft fyrir íslenska hagkerfið,“ sagði Bjarni. Seðlabankastjóri á von á því að fjármagnsflutningar verði frjálsir gagnvart almenningi en takmarkanir verði hjá bönkum og ákveðnum erlendum fjárfestum. „Ég held að þetta verði alveg frjálst fyrir fyrirtæki og heimil og þá sem eru í viðskiptum og að flytja fjármagn.“ Sandur í tannhjól frjálsra fjármagnshreyfinga„Það sem verður ekki alveg frjálst er að við erum núna með regluverk í kringum bankakerfið sem getur ekki tekið eins mikla stöðu og áður. Svo er ég líka að vona að það verði hömlur á möguleika innlendra fjármálafyrirtækja að miðla erlendum lánum til heimila og fyrirtækja sem ekki eru með tekjur í erlendri mynt,“ segir Már. Þá vinni seðlabankinn að tillögum sem takmarka eigi svokölluð vaxtamunaviðskipti erlendra aðila með fjárfestingum hér á landi á hærri ávöxtun en fáist annars staðar. Þeirri vinnu hefur verið flýtt vegna talsverðs innflæðis erlends fjármagns á síðustu mánuðum. „Allt er þetta einhvers konar sandur í tannhjól algjörlega frjálsra fjármagnshreyfinga. En það á ekki að trufla neitt sem skiptir efnahagslegu máli því að óheftir frjálsir fjármagnsstraumar eru náttúrulega mjög jákvæðir þegar það tengist einhverjum raunverulegum undirliggjandi viðskiptum.“ Svo fólk getur bráðum farið að kaupa sér hús á Spáni og hlutabréf í Apple?„Ef það á fyrir því þá mun það bráðum fara að geta gert það.“
Tækni Mest lesið Kannast ekki við hafa tekið lán að nóttu til en þarf að borga Neytendur Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Viðskipti innlent Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Viðskipti erlent Tvö apótek sögðu pass við verðlagseftirlitið Neytendur Áframhaldandi hrun í Kauphöllinni Viðskipti innlent Opus Futura kerfið: Sjálfvirk pörun orðin að veruleika í atvinnuleit og ráðningum Atvinnulíf Fátt rökrétt við lækkanirnar Viðskipti innlent Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Viðskipti erlent Rangt að plástrarnir geti læknað sjúkleika eða röskun á líffærastarfsemi Neytendur Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Viðskipti erlent Fleiri fréttir Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Fátt rökrétt við lækkanirnar Vöruviðskiptin tíu milljörðum óhagstæðari en í mars í fyrra Áframhaldandi hrun í Kauphöllinni Metfjöldi farþega í mars OK með nýjan fjármálastjóra Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Olíuvinnsla á Drekasvæðinu geti staðið undir rekstri ríkisins í tuttugu ár Kínverskir ferðamenn aldrei fleiri: Beint flug hefjist von bráðar Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty Sjá meira