Fullyrt að Benzema hafi játað sök | Ákæra gefn út Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 5. nóvember 2015 12:45 Benzema, sem er hér hvítklæddur, eftir handtökuna í gær. Vísir/AFP Karim Benzema hefur samkvæmt frönskum fjölmiðlum játað aðild sína að fjárkúgunarmáli tengdu kynlífsmynbandi með franska knattspyrnumanninum Mathieu Valbuena. Benzema var hantekinn í gærmorgun og mun hafa gist fangaklefa í nótt samkvæmt fjölmiðlum ytra. Honum er gefið að sök að hafa tekið þátt í því að beita Valbuena fjárkúgun með því að hóta að setja kynlífsmyndband með honum í dreifingu. Benzema verður samkvæmt fréttum ytra leiddur fyrir dóm í dag þar sem framhaldið verður ákveðið. Áður hafði lögmaður hans stigið fram í fjölmiðlum og lýst yfir sakleysi skjólstæðings síns. Sjá einnig: Benzema handtekinn vegna fjárkúgunar Annar franskur knattspyrnumaður, Djibril Cisse, mun eiga hlut að máli og var handtekinn í síðasta mánuði. Hann lagði nýverið skóna á hilluna en Benzema leikur með Real Madrid á Spáni. Hann er þó að glíma við meiðsli þessa stundina. „Karim vill binda endi á allt það umstang sem hefur fylgt þessu máli. Hann á engan þátt í því,“ sagði lögmaður hans, Sylvain Cormier, í samtali við frönsku fréttastofuna AFP. „Þegar nafn hans var fyrst nefnt í blöðunum gerði Karim öllum ljóst að hann væri reiðubúinn að hjálpa rannsakendum eins mikið og hann getur.“ „Karim fór til Versailles til að svara nokkrum spurningum en hann hefur ekkert rangt gert og hefur ekkert að fela. Hann er ánægður með að geta loks bundið enda á þetta erfiða mál.“ Eftir handtöku Cisse var honum sleppt úr haldi. Hann hefur ekki enn verið ákærður. Uppfært 13.00: Samkvæmt fréttum í Frakklandi hefur Karim Benzema verið ákærður fyrir aðild sína að málinu. Fótbolti Fjárkúgunarmál Karims Benzema Frakkland Tengdar fréttir Cisse handtekinn í fjárkúgunarmáli Fyrrum framherji Liverpool, Djibril Cisse, hefur verið handtekinn. 13. október 2015 11:13 Benzema handtekinn vegna fjárkúgunar Franska fréttastofan AFP segir að Real Madrid-stjarnan sé flæktur í fjárkúgunarmál tengt kynlífsmyndbandi franskrar knattspyrnustjörnu. 4. nóvember 2015 09:51 Mest lesið Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti „Þetta er mjög ljúft“ Handbolti Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Handbolti Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Fótbolti Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Handbolti Hummels kom Rómverjum til bjargar Fótbolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Hófu titilvörnina með öruggum sigri Handbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Fleiri fréttir Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Yamal Gulldrengur ársins og López Gullstúlka ársins Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Dramatík á Villa Park Mascherano þjálfar Messi á Miami Elfar Árni heim í Völsung „Gefur enga mynd af því sem við erum að fara að ganga í gegnum“ Amma Bellinghams fór ekki út úr húsi á meðan EM stóð Sjá meira
Karim Benzema hefur samkvæmt frönskum fjölmiðlum játað aðild sína að fjárkúgunarmáli tengdu kynlífsmynbandi með franska knattspyrnumanninum Mathieu Valbuena. Benzema var hantekinn í gærmorgun og mun hafa gist fangaklefa í nótt samkvæmt fjölmiðlum ytra. Honum er gefið að sök að hafa tekið þátt í því að beita Valbuena fjárkúgun með því að hóta að setja kynlífsmyndband með honum í dreifingu. Benzema verður samkvæmt fréttum ytra leiddur fyrir dóm í dag þar sem framhaldið verður ákveðið. Áður hafði lögmaður hans stigið fram í fjölmiðlum og lýst yfir sakleysi skjólstæðings síns. Sjá einnig: Benzema handtekinn vegna fjárkúgunar Annar franskur knattspyrnumaður, Djibril Cisse, mun eiga hlut að máli og var handtekinn í síðasta mánuði. Hann lagði nýverið skóna á hilluna en Benzema leikur með Real Madrid á Spáni. Hann er þó að glíma við meiðsli þessa stundina. „Karim vill binda endi á allt það umstang sem hefur fylgt þessu máli. Hann á engan þátt í því,“ sagði lögmaður hans, Sylvain Cormier, í samtali við frönsku fréttastofuna AFP. „Þegar nafn hans var fyrst nefnt í blöðunum gerði Karim öllum ljóst að hann væri reiðubúinn að hjálpa rannsakendum eins mikið og hann getur.“ „Karim fór til Versailles til að svara nokkrum spurningum en hann hefur ekkert rangt gert og hefur ekkert að fela. Hann er ánægður með að geta loks bundið enda á þetta erfiða mál.“ Eftir handtöku Cisse var honum sleppt úr haldi. Hann hefur ekki enn verið ákærður. Uppfært 13.00: Samkvæmt fréttum í Frakklandi hefur Karim Benzema verið ákærður fyrir aðild sína að málinu.
Fótbolti Fjárkúgunarmál Karims Benzema Frakkland Tengdar fréttir Cisse handtekinn í fjárkúgunarmáli Fyrrum framherji Liverpool, Djibril Cisse, hefur verið handtekinn. 13. október 2015 11:13 Benzema handtekinn vegna fjárkúgunar Franska fréttastofan AFP segir að Real Madrid-stjarnan sé flæktur í fjárkúgunarmál tengt kynlífsmyndbandi franskrar knattspyrnustjörnu. 4. nóvember 2015 09:51 Mest lesið Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti „Þetta er mjög ljúft“ Handbolti Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Handbolti Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Fótbolti Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Handbolti Hummels kom Rómverjum til bjargar Fótbolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Hófu titilvörnina með öruggum sigri Handbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Fleiri fréttir Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Yamal Gulldrengur ársins og López Gullstúlka ársins Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Dramatík á Villa Park Mascherano þjálfar Messi á Miami Elfar Árni heim í Völsung „Gefur enga mynd af því sem við erum að fara að ganga í gegnum“ Amma Bellinghams fór ekki út úr húsi á meðan EM stóð Sjá meira
Cisse handtekinn í fjárkúgunarmáli Fyrrum framherji Liverpool, Djibril Cisse, hefur verið handtekinn. 13. október 2015 11:13
Benzema handtekinn vegna fjárkúgunar Franska fréttastofan AFP segir að Real Madrid-stjarnan sé flæktur í fjárkúgunarmál tengt kynlífsmyndbandi franskrar knattspyrnustjörnu. 4. nóvember 2015 09:51