

Heilbrigðispólitík og framtíðin
Þessi lýsing á eflaust við marga og við þekkjum sennilega öll einhverja sem berja sér á brjóst og segjast hafa lausnirnar, en hinir kjánarnir bara hlusta ekki. Að einhverju leyti er þessu svona farið varðandi byggingu nýs háskólasjúkrahúss sem allir eru sammála um að þurfi að rísa, miklar deilur standa hins vegar um hvar, hvernig og hvenær. Ekki ætla ég að leggja sérstaklega orð í þann belg nema að hvetja ráðamenn til að koma húsinu upp sem fyrst og á sem hagkvæmastan hátt og auðvitað með langtímasjónarmið að leiðarljósi. Við þurfum öflugt sjúkrahús, um það er ekki deilt og sýnir áhuginn kannski öðru fremur hversu mikið það brennur á þjóðinni að vel sé hlúð að þeim sem þurfa öflugustu og flóknustu þjónustuna.
Grunnstoðir heilbrigðisþjónustu
Á sama tíma og ég skil vel þá umræðu, er mér með öllu fyrirmunað að skilja að ekki skuli vera meira rætt um grunnstoðir heilbrigðisþjónustunnar og ástand hennar. Þegar rýnt er í fréttatíma og umfjöllun um krísur og vandamál er sjónum oft beint að Landspítalanum og vanda hans. Hann er ærinn og ég reyndar dáist að stjórnendum og starfsmönnum þar í þeim ólgusjó sem þeir hafa verið í undanfarin ár og hafa þrátt fyrir allt skilað mjög góðu starfi.
Töluverð umræða er um heilsugæsluna og ástand hennar, landsbyggðarþjónustu, öldrunar- og endurhæfingarþjónustu, heimahjúkrun og þá nærþjónustu sem flestir eru sammála um að skipti öllu máli þegar horft er til eftirlits og þjónustu við langveika, forvarnir og fyrsta viðkomustað sjúklinga í nútíma heilbrigðiskerfi. En einhvern veginn þykir mér halla á þennan þátt í umræðunni og hann fái minna vægi en tækjaskortur og mannekla annars staðar.
Auðvitað spilar mjög inn í þessa umræðu pólitík og baráttan um féð sem er til skiptanna hverju sinni, en það má ekki missa sjónar á framtíðinni og í hvaða átt við viljum stefna. Meginvandi frumþjónustu verður mönnun og vekur því athygli þegar horft er til ályktana og landsfunda stjórnmálaflokka á þessu ári að eingöngu Sjálfstæðisflokkur, Samfylking og Framsókn álykta í þeim efnum og koma með einhvers konar tillögur á meðan Píratar og Vinstri grænir skila auðu, reyndar ber svo við að Píratar birta enga sértæka stefnu í heilbrigðismálum sem er áhugavert í ljósi þess að þeir hafa verið stærsti stjórnmálaflokkurinn upp á síðkastið í könnunum og þessi mál brenna á landsmönnum.
Nýleg ályktun á landsfundi Sjálfstæðisflokks um að viðurkenna og vinna að sérfræðimenntun hjúkrunarfræðinga til að sinna fyrsta stigs þjónustu vakti verðskuldaða athygli. Það er mjög góð hugmynd og líkleg til að nýtast heilbrigðiskerfinu vel auk ýmissa annarra þátta sem fram koma eins og fjölbreytt rekstrarform og möguleikar í breyttri heilsugæslu.
Fjölbreyttari nálgun
Mikilvægt verður að huga að uppbyggingu öldrunarþjónustu og að mínu viti þyrfti að afnema tengingu ríkis og sveitarfélaga við ákvörðun slíkra heimila og notast frekar við þarfagreiningu og að sveitarfélögum sé frjálsara að koma henni á en verið hefur, óþarfa tafir eru á uppbyggingu vegna núverandi fyrirkomulags sem hamlar frekar en að styðja við betri þjónustu og lamar aðra hluta heilbrigðisþjónustunnar líkt og Landspítala. Stórátak þarf í heimahjúkrun og að efla möguleika fólks til búsetu heima fyrir og þróa einhvers konar heilsugæslusjúkrahús á höfuðborgarsvæðinu sem myndi létta verulega á í kerfinu í heild sinni.
Af mörgu er að taka en að lokum vil ég minnast á það sem stendur mér næst sem er að forvarnir og efling lýðheilsu með fjölbreyttari nálgun en nú er gert muni skila miklum árangri bæði til að bæta líðan og draga úr kostnaði. Við getum ekki haldið áfram eins og við gerum í dag, við erum úti horni eins og er og þurfum að horfa út fyrir boxið til að komast þaðan. Róttækra aðgerða er þörf ef við eigum að ná árangri.
Skoðun

Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi
Skúli S. Ólafsson skrifar

Hugtakastríðið mikla
Sigmar Guðmundsson skrifar

Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun
Stefán Már Gunnlaugsson skrifar

Ekki er allt sem sýnist
Ólafur Helgi Marteinsson skrifar

Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum?
Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar

Vilji til að rjúfa kyrrstöðu í húsnæðiskreppunni
Finnbjörn A. Hermannsson skrifar

Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu
Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar

Þegar barn óttast önnur börn
Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar

Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína
Einar Steingrímsson skrifar

Ákall um breytingar
Gissur Freyr Gissurarson skrifar

Veit sem sagt Grímur betur?
Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun?
Henning Arnór Úlfarsson skrifar

Laun kvenna og karla
Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar

Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af
Diljá Mist Einarsdóttir skrifar

Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support
Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar

Vanfjármögnun vísindanna
Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson skrifar

Kárhóll og Kína: Þegar vísindi verða pólitísk tól
Davíð Michelsen skrifar

Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera?
Hulda Steingrímsdóttir skrifar

Ríkisstjórn gegn fjölskyldusameiningum?
Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar

Lýðræðið deyr í myrkrinu
Heiðar Örn Sigurfinnsson skrifar

Færni til framtíðar
Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar

Ofbeldi
Bjarni Karlsson skrifar

Lestu Gaza
Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar

Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði
Sandra B. Franks skrifar

10 ár og bull í lokin
Jón Pétur Zimsen skrifar

Opið bréf til atvinnuvegaráðherra: 48 daga, nei takk
Gísli Gunnar Marteinsson skrifar

Á nú að opinbera það að ég veit í rauninni ekki neitt?
Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar

Háskóli Höfuðborgarinnar, ekki Íslands
Arent Orri Claessen,Gunnar Ásgrímsson skrifar

Hrynur sjávarútvegur?
Stefán Ólafsson skrifar

Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð
Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar