Alfreð og félagar í flottum málum | Úrslit og markaskorarar í Meistaradeildinni í kvöld Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. nóvember 2015 22:00 Felipe Pardo fagnar hér sigurmarki sínu í kvöld. Vísir/EPA Alfreð Finnbogason og félagar í gríska liðinu Olympiakos eru í mjög góðum málum í sínum riðli í Meistaradeildinni í fótbolta eftir endurkomusigur í kvöld. Rússneska liðið Zenit St. Petersburg tryggði sér sæti í sextán liða úrslitunum með því að vinna 2-0 útisigur á Lyon en Valencia mistókst að gulltryggja sitt sæti í sama riðli þegar liðið tapaði á móti belgíska liðinu Gent. Alfreð Finnbogason kom inná sem varamaður á 81. mínútu í 2-1 heimasigri Olympiakos á móti Dinamo Zagreb. Staðan var 1-1 þegar Alfreð kom við sögu en Dinamo Zagreb komst í 1-0 og var yfir í 44 mínútur. Felipe Pardo var hetja Olympiakos í leiknum en þessi 25 ára gamli Kólumbíumaður skoraði bæði mörk liðsins þar á meðal sigurmarkið á lokamínútunni.Bayern München rúllaði yfir Arsenal, 5-1, á sama tíma en þau úrslit komu sér mjög vel fyrir Alfreð og félaga. Olympiakos er þar með níu stig eins og topplið Bayern München og næstu lið, Dinamo Zagreb og Arsenal, eru bæði sex stigum á eftir þegar aðeins sex stig eru eftir í pottinum. Chelsea komst upp í annað sætið í sínum riðli eftir að Willian tryggði liðinu 2-1 sigur á Dynamo Kiev með frábæru marki beint úr aukaspyrnu. Chelsea er með tveimur stigum minna en topplið Porto en hefur tveggja stiga forskot á Dynamo Kiev. Barcelona er svo gott sem komið áfram eftir 3-0 heimasigur á BATE Borisov en liðið hefur fimm stiga forskot á Roma og sex stiga forskot á Bayer Leverkusen. Roma vann 3-2 sigur á Bayer Leverkusen í kvöld í frábærum leik en Miralem Pjanic skoraði sigurmark Roma eftir að þýska liðið hafði unnið upp tveggja marka forskot. Þetta var annar frábæri leikur liðanna í röð en liðin gerðu 4-4 jafntefli þegar þau mættust í síðustu umferð í Þýskalandi. Úrslit og markaskorarar í Meistaradeildinni í kvöld:E-riðill:Barcelona - BATE Borisov 3-0 1-0 Neymar, víti (30.) 2-0 Luis Suárez (60.), 3-0 Neymar (82.)Roma - Bayer Leverkusen 3-2 1-0 Mohamed Salah (2.), 2-0 Edin Dzeko (29.), 2-1 Admir Mehmedi (46.), 2-2 Javier Hernández (51.), 3-2 Miralem Pjanic, víti (80.).F-riðillBayern München - Arsenal 5-1 1-0 Robert Lewandowski (10.), 2-0 Thomas Müller (29.), 3-0 David Alaba (44.), 4-0 Arjen Robben (55.), 4-1 Olivier Giroud (69.), 5-1 Thomas Müller (89.)Olympiakos - Dinamo Zagreb 2-1 0-1 Armin Hodzic (21.), 1-1 Felipe Pardo (65.), 2-1 Felipe Pardo (90.). Alfreð Finnbogason kom inná sem varamaður á 81. mínútu og Olympiakos skoraði sigurmarkið níu mínútum síðar.G-riðillChelsea - Dynamo Kiev 2-1 1-0 Sjálfsmark Aleksandar Dragovic (34.), 1-1 Aleksandar Dragovic (78.), 2-1 Willian (83.)Maccabi Tel Aviv - Porto 1-3 0-1 Cristian Tello (19.), 0-2 André André (50.), 0-3 Miguel Layún (72.), 1-3 Eran Zahavi (75.)H-riðillGent - Valencia 1-0 1-0 Sven Kums (49.)Lyon - Zenit St. Petersburg 0-2 0-1 Artyom Dzyuba (25.), 0-2 Artyom Dzyuba (57.)Stig liðanna í E-riðlinum: Barcelona 10, Roma 5, Leverkusen 4, Bate 3.Stig liðanna í F-riðlinum: Bayern 9, Olympiakos 9, Zagreb 3, Arsenal 3Stig liðanna í G-riðlinum: Porto 10, Chelsea 7, Kiev 5, Maccabi 0Stig liðanna í H-riðlinum: Zenit 12, Valencia 6, Gent 4, Lyon 1. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti „Ég trúi þessu varla“ Sport „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti Gylfi orðinn Víkingur Íslenski boltinn United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Enski boltinn Carragher kallaði Ferdinand trúð Enski boltinn „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Körfubolti Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Enski boltinn Fleiri fréttir Gylfi orðinn Víkingur Ætla að stoppa Sveindísi og keyra yfir Ísland Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Carragher kallaði Ferdinand trúð United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Galatasaray sakar Mourinho um rasisma „Erfiðleikar utan vallar“ hafa styrkt spænsku stelpurnar „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Valsmenn settu sex gegn Grindavík „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Gísli og félagar með fullt hús stiga Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Jóhann byrjaði og Kurt Zouma kom inn af bekknum í sigri Al Orobah Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Hundur í Messi: Kleip í háls aðstoðarþjálfara Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar Gerrard orðaður við endurkomu til Rangers Liðsfélagi Alberts laus af spítala „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Sjá meira
Alfreð Finnbogason og félagar í gríska liðinu Olympiakos eru í mjög góðum málum í sínum riðli í Meistaradeildinni í fótbolta eftir endurkomusigur í kvöld. Rússneska liðið Zenit St. Petersburg tryggði sér sæti í sextán liða úrslitunum með því að vinna 2-0 útisigur á Lyon en Valencia mistókst að gulltryggja sitt sæti í sama riðli þegar liðið tapaði á móti belgíska liðinu Gent. Alfreð Finnbogason kom inná sem varamaður á 81. mínútu í 2-1 heimasigri Olympiakos á móti Dinamo Zagreb. Staðan var 1-1 þegar Alfreð kom við sögu en Dinamo Zagreb komst í 1-0 og var yfir í 44 mínútur. Felipe Pardo var hetja Olympiakos í leiknum en þessi 25 ára gamli Kólumbíumaður skoraði bæði mörk liðsins þar á meðal sigurmarkið á lokamínútunni.Bayern München rúllaði yfir Arsenal, 5-1, á sama tíma en þau úrslit komu sér mjög vel fyrir Alfreð og félaga. Olympiakos er þar með níu stig eins og topplið Bayern München og næstu lið, Dinamo Zagreb og Arsenal, eru bæði sex stigum á eftir þegar aðeins sex stig eru eftir í pottinum. Chelsea komst upp í annað sætið í sínum riðli eftir að Willian tryggði liðinu 2-1 sigur á Dynamo Kiev með frábæru marki beint úr aukaspyrnu. Chelsea er með tveimur stigum minna en topplið Porto en hefur tveggja stiga forskot á Dynamo Kiev. Barcelona er svo gott sem komið áfram eftir 3-0 heimasigur á BATE Borisov en liðið hefur fimm stiga forskot á Roma og sex stiga forskot á Bayer Leverkusen. Roma vann 3-2 sigur á Bayer Leverkusen í kvöld í frábærum leik en Miralem Pjanic skoraði sigurmark Roma eftir að þýska liðið hafði unnið upp tveggja marka forskot. Þetta var annar frábæri leikur liðanna í röð en liðin gerðu 4-4 jafntefli þegar þau mættust í síðustu umferð í Þýskalandi. Úrslit og markaskorarar í Meistaradeildinni í kvöld:E-riðill:Barcelona - BATE Borisov 3-0 1-0 Neymar, víti (30.) 2-0 Luis Suárez (60.), 3-0 Neymar (82.)Roma - Bayer Leverkusen 3-2 1-0 Mohamed Salah (2.), 2-0 Edin Dzeko (29.), 2-1 Admir Mehmedi (46.), 2-2 Javier Hernández (51.), 3-2 Miralem Pjanic, víti (80.).F-riðillBayern München - Arsenal 5-1 1-0 Robert Lewandowski (10.), 2-0 Thomas Müller (29.), 3-0 David Alaba (44.), 4-0 Arjen Robben (55.), 4-1 Olivier Giroud (69.), 5-1 Thomas Müller (89.)Olympiakos - Dinamo Zagreb 2-1 0-1 Armin Hodzic (21.), 1-1 Felipe Pardo (65.), 2-1 Felipe Pardo (90.). Alfreð Finnbogason kom inná sem varamaður á 81. mínútu og Olympiakos skoraði sigurmarkið níu mínútum síðar.G-riðillChelsea - Dynamo Kiev 2-1 1-0 Sjálfsmark Aleksandar Dragovic (34.), 1-1 Aleksandar Dragovic (78.), 2-1 Willian (83.)Maccabi Tel Aviv - Porto 1-3 0-1 Cristian Tello (19.), 0-2 André André (50.), 0-3 Miguel Layún (72.), 1-3 Eran Zahavi (75.)H-riðillGent - Valencia 1-0 1-0 Sven Kums (49.)Lyon - Zenit St. Petersburg 0-2 0-1 Artyom Dzyuba (25.), 0-2 Artyom Dzyuba (57.)Stig liðanna í E-riðlinum: Barcelona 10, Roma 5, Leverkusen 4, Bate 3.Stig liðanna í F-riðlinum: Bayern 9, Olympiakos 9, Zagreb 3, Arsenal 3Stig liðanna í G-riðlinum: Porto 10, Chelsea 7, Kiev 5, Maccabi 0Stig liðanna í H-riðlinum: Zenit 12, Valencia 6, Gent 4, Lyon 1.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti „Ég trúi þessu varla“ Sport „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti Gylfi orðinn Víkingur Íslenski boltinn United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Enski boltinn Carragher kallaði Ferdinand trúð Enski boltinn „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Körfubolti Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Enski boltinn Fleiri fréttir Gylfi orðinn Víkingur Ætla að stoppa Sveindísi og keyra yfir Ísland Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Carragher kallaði Ferdinand trúð United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Galatasaray sakar Mourinho um rasisma „Erfiðleikar utan vallar“ hafa styrkt spænsku stelpurnar „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Valsmenn settu sex gegn Grindavík „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Gísli og félagar með fullt hús stiga Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Jóhann byrjaði og Kurt Zouma kom inn af bekknum í sigri Al Orobah Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Hundur í Messi: Kleip í háls aðstoðarþjálfara Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar Gerrard orðaður við endurkomu til Rangers Liðsfélagi Alberts laus af spítala „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Sjá meira