Rooney endaði 404 mínútna bið og tryggði United sigur | Sjáið sigurmarkið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. nóvember 2015 13:04 Wayne Rooney fagnar sigurmarki sínu. Vísir/Getty Wayne Rooney, fyrirliði Manchester United, var hetja liðsins á Old Trafford í kvöld og sá sem endaði 404 mínútna bið United-liðsins eftir marki Rooney skoraði eina markið í 1-0 sigri á CSKA Moskvu en það kom ekki fyrr en þegar ellefu mínútur voru eftir af leiknum. Manchester United var búið að gera þrjú markalaus jafntefli í röð en tókst loksins að skora og fagna sigri. Sigurinn skilar Manchester United í efsta sæti riðilsins með sjö stig en næstu lið, PSV Eindhoven og Wolfsburg eru með sex stig hvort. Það var ekki það að leikmenn Manchester United hafi ekki reynt að sækja í fyrri hálfleiknum heldur frekar það að það var ekkert bit í sóknarlotum liðsins. Wayne Rooney fékk reyndar fyrsta færi leiksins strax á 3. mínútu en skot hans fór rétt framhjá markinu. Jesse Lingard og Marcos Rojo fengu bestu færi liðsins í fyrri hálfleiknum, Lingard skaut yfir markið á 32. mínútu og Marcos Rojo hitti ekki markið fjórum mínútum síðar. Manchester United var miklu meira með boltann og reyndi að brjóta vörn Rússanna á bak aftur en það gekk ekki vel. Louis Van Gaal sendi Marouane Fellaini inná en tók þá jafnfram Anthony Martial af velli. Það var alltof dæmigerð skipting fyrir Hollendinginn sem verður seint sakaður um að taka of mikla áhættu með United-liðið. Wayne Rooney fékk mjö gott færi skömmu síðar en var alltoft lengi að athafna sig í teignum og ekkert varð úr þessu hjá honum. Michael Carrick var nálægt því að hitta markið úr langskoti stuttu síðar en fast skot hans fór framhjá. Seydou Doumbia fékk tvö frábær færi með sekúndu millibili en fyrst varði David de Gea og svo bjargaði Chris Smalling þegar Doumbia fékk frákastið. United-menn sluppu með skrekkinn og fóru síðan yfir og gerðu eitthvað í sínum málum. Markið langþráða kom nefnilega á 79. mínútu þegar Wayne Roonet skallaði boltann í markið eftir frábæra sendingu frá Jesse Lingard og undirbúning Michael Carrick. Eftir 404 markalausar mínútur tókst United-liðinu loksins að skora og það mark dugði liðinu til sigurs.Sigurmark Wayne Rooney Meistaradeild Evrópu Mest lesið „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Körfubolti Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti „Ég trúi þessu varla“ Sport Gylfi orðinn Víkingur Íslenski boltinn „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Enski boltinn Carragher kallaði Ferdinand trúð Enski boltinn Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Enski boltinn Fleiri fréttir „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Sædís mætir Palestínu Segir að Maresca verði rekinn ef næstu tveir leikir vinnast ekki Gylfi orðinn Víkingur Ætla að stoppa Sveindísi og keyra yfir Ísland Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Carragher kallaði Ferdinand trúð United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Galatasaray sakar Mourinho um rasisma „Erfiðleikar utan vallar“ hafa styrkt spænsku stelpurnar „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Valsmenn settu sex gegn Grindavík „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Gísli og félagar með fullt hús stiga Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Jóhann byrjaði og Kurt Zouma kom inn af bekknum í sigri Al Orobah Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Hundur í Messi: Kleip í háls aðstoðarþjálfara Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar Gerrard orðaður við endurkomu til Rangers Liðsfélagi Alberts laus af spítala „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Sjá meira
Wayne Rooney, fyrirliði Manchester United, var hetja liðsins á Old Trafford í kvöld og sá sem endaði 404 mínútna bið United-liðsins eftir marki Rooney skoraði eina markið í 1-0 sigri á CSKA Moskvu en það kom ekki fyrr en þegar ellefu mínútur voru eftir af leiknum. Manchester United var búið að gera þrjú markalaus jafntefli í röð en tókst loksins að skora og fagna sigri. Sigurinn skilar Manchester United í efsta sæti riðilsins með sjö stig en næstu lið, PSV Eindhoven og Wolfsburg eru með sex stig hvort. Það var ekki það að leikmenn Manchester United hafi ekki reynt að sækja í fyrri hálfleiknum heldur frekar það að það var ekkert bit í sóknarlotum liðsins. Wayne Rooney fékk reyndar fyrsta færi leiksins strax á 3. mínútu en skot hans fór rétt framhjá markinu. Jesse Lingard og Marcos Rojo fengu bestu færi liðsins í fyrri hálfleiknum, Lingard skaut yfir markið á 32. mínútu og Marcos Rojo hitti ekki markið fjórum mínútum síðar. Manchester United var miklu meira með boltann og reyndi að brjóta vörn Rússanna á bak aftur en það gekk ekki vel. Louis Van Gaal sendi Marouane Fellaini inná en tók þá jafnfram Anthony Martial af velli. Það var alltof dæmigerð skipting fyrir Hollendinginn sem verður seint sakaður um að taka of mikla áhættu með United-liðið. Wayne Rooney fékk mjö gott færi skömmu síðar en var alltoft lengi að athafna sig í teignum og ekkert varð úr þessu hjá honum. Michael Carrick var nálægt því að hitta markið úr langskoti stuttu síðar en fast skot hans fór framhjá. Seydou Doumbia fékk tvö frábær færi með sekúndu millibili en fyrst varði David de Gea og svo bjargaði Chris Smalling þegar Doumbia fékk frákastið. United-menn sluppu með skrekkinn og fóru síðan yfir og gerðu eitthvað í sínum málum. Markið langþráða kom nefnilega á 79. mínútu þegar Wayne Roonet skallaði boltann í markið eftir frábæra sendingu frá Jesse Lingard og undirbúning Michael Carrick. Eftir 404 markalausar mínútur tókst United-liðinu loksins að skora og það mark dugði liðinu til sigurs.Sigurmark Wayne Rooney
Meistaradeild Evrópu Mest lesið „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Körfubolti Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti „Ég trúi þessu varla“ Sport Gylfi orðinn Víkingur Íslenski boltinn „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Enski boltinn Carragher kallaði Ferdinand trúð Enski boltinn Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Enski boltinn Fleiri fréttir „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Sædís mætir Palestínu Segir að Maresca verði rekinn ef næstu tveir leikir vinnast ekki Gylfi orðinn Víkingur Ætla að stoppa Sveindísi og keyra yfir Ísland Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Carragher kallaði Ferdinand trúð United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Galatasaray sakar Mourinho um rasisma „Erfiðleikar utan vallar“ hafa styrkt spænsku stelpurnar „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Valsmenn settu sex gegn Grindavík „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Gísli og félagar með fullt hús stiga Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Jóhann byrjaði og Kurt Zouma kom inn af bekknum í sigri Al Orobah Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Hundur í Messi: Kleip í háls aðstoðarþjálfara Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar Gerrard orðaður við endurkomu til Rangers Liðsfélagi Alberts laus af spítala „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Sjá meira