UFC 193: Brotalamir í vörn Rousey? Pétur Marinó Jónsson skrifar 14. nóvember 2015 12:00 Ronda Rousey lét Holm heyra það í vigtuninni í gær. Vísir/Getty Það verður sannkallaður stórviðburður í nótt þegar UFC 193 fer fram. Þar mætir ofurstjarnan Ronda Rousey hinni reyndu Holly Holm. Ronda Rousey er óumdeilanlega stærsta stjarnan í UFC. Hún er tekjuhæsti íþróttamaðurinn í UFC og stórstjörnur á borð við Sylvester Stallone og Arnold Schwarzenegger keppast við að hrósa henni. Hún hefur einnig verið tíður gestur í vinsælum spjallþáttum á borð við The Ellen DeGeneres Show og The Tonight Show with Jimmy Fallon. Með þessari auknu athygli hefur hún einnig fengið sinn skerf af gagnrýni og er meira rýnt í einkalíf hennar en nokkru sinni fyrr. Fyrir skömmu viðurkenndi þungavigtarmaðurinn Travis Browne að hann og Rousey ættu í ástarsambandi. Það sem vekur helst athygli er að Browne hefur verið ásakaður um að ganga í skrokk á fyrrum eiginkonu sinni. Rousey hefur sjálf margoft gagnrýnt hnefaleikakappann Floyd Mayweather eftir að hann var dæmdur sekur um heimilisofbeldi. Í kjölfarið á þessum fréttum fékk Rousey sinn skerf af gagnrýni.Sjá einnig: Slæm vika fyrur Rondu Rousey Þá hefur mamma Rousey bæði gagnrýnt nýja kærastann og þjálfarann hennar, Edmond Tarverdyan, opinberlega. Mamma hennar hefur alltaf verið stór partur af liðinu og fagnað með henni í búrinu eftir bardaga. Í fyrsta sinn í UFC verður mamma hennar ekki með henni. Mamman gæti haft eitthvað til síns máls þegar kemur að þjálfara Rousey. Edmond Tarverdyan hefur þjálfað Rousey frá því hún tók sín fyrstu skref í MMA en mamman sagði hann vera ömurlega manneskju sem ætti skilið að verða fyrir bíl. Fyrr í mánuðinum lýsti Tarverdyan sig gjaldþrota þar sem hann sagðist hafa verið tekjulaus í nokkur ár og skuldar hinum ýmsu bönkum 700.000 dollara. Það er erfitt að trúa því að yfirþjálfari tekjuhæsta íþróttamanns UFC sé tekjulaus. Það væri ekki nema Tarverdyan hefði þjálfað Rousey ókeypis í öll þessi ár af einskærri góðmennsku. Því er erfitt að trúa og eflaust eitthvað gruggugt á seyði. Gæti allt þetta verið brotalamir í vörn meistarans? Holly Holm mun eflaust reyna allt hvað hún getur til að sigra meistarann en þó hún eigi besta dag lífs síns verður það erfitt. Það vinnur þó margt með henni þar sem hún er með tól sem gætu virkað vel gegn Rousey. Fyrir það fyrsta er Holm margfaldur heimsmeistari í boxi og er með gríðarlega reynslu. Holm mun væntanlega vera afar þolinmóð og nota fótavinnuna og spörkin til að halda Rousey frá sér. Holm æfir hjá Greg Jackson í Albuquerque en hann er einn virtasti þjálfarinn í bransanum. Jackson er þekktur fyrir að leggja upp vel útfærðar leikáætlanir fyrir bardaga og verður forvitnilegt að sjá hvernig hann leggur upp bardagann í kvöld. Fyrrum léttþungavigtarmeistarinn Jon Jones æfir með Holm en hann er einn sá besti í heimi þegar kemur að því að halda andstæðingnum frá sér með spörkum. Að sögn Holm hefur Jones verið afar hjálpsamur í undirbúningi hennar fyrir bardagann. Fyrri andstæðingar Rousey vaða oftast í hana strax sem hefur gefið Rousey tækifæri á að klára bardagana á aðeins nokkrum sekúndum. Holm ætlar ekki að gera sömu mistök. Hún mun vera þolinmóð og velja höggin sín vel. Þrátt fyrir neikvæða umfjöllum Rousey á undanförnu er ekkert sem bendir til þess að geta hennar innan búrsins sé síðri. Edith Bosche var síðasta konan til að vinna Rousey. Breytist það í kvöld? Aðalhluti bardagakvöldsins verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og hefst bein útsending kl 3. MMA Tengdar fréttir Stelpurnar slá í gegn Áhorfendamet verður sett hjá UFC um helgina og það eru sterkar stelpur sem hafa selt 70 þúsund aðgöngumiða í Melbourne. Helsta aðdráttaraflið er þó hin ótrúlega Ronda Rousey sem hefur glímt tvisvar við Önnu Soffíu Víkingsdóttur, Í 12. nóvember 2015 06:00 Vont fyrir hnefaleikana að hafa Rondu á forsíðunni Hnefaleikakappinn Floyd Mayweather var alls ekki hrifinn af því að Ronda Rousey væri á forsíðu hnefaleikatímaritsins Ring. 12. nóvember 2015 22:30 Ronda er kvenkyns tortímandi Schwarzenegger og aðrar stórstjörnur mæra Rondu Rousey í nýju kynningarmyndbandi fyrir bardaga hennar um næstu helgi. 10. nóvember 2015 12:00 Holly fer í heita pottinn og Ronda talar um geimverur Í nýjasta upphitunarþættinum fyrir UFC 193 er komið víða við. 13. nóvember 2015 16:00 Ekki leiðinlegt að fara í taugarnar á Mayweather Ronda Rousey virðist hafa virkilega gaman af því þegar henni tekst að fara í taugarnar á Floyd Mayweather. 13. nóvember 2015 15:00 „Þjálfari Rondu er vondur maður“ Móðir UFC-bardagakonunnar Rondu Rousey urðar yfir þjálfarann hennar. 14. október 2015 09:45 Holm með leyniuppskrift að sigri gegn Rondu Í nýjasta þætti af Embedded, sem hitar upp fyrir UFC 193, þá fáum við að kynnast aðeins öðrum keppendum kvöldsins en Rondu Rousey. 11. nóvember 2015 12:30 Ronda Rousey komin á fast "Hún er konan mín og ég er maðurinn hennar,“ segir bardagakappinn Travis Browne. 12. október 2015 20:15 Ronda æfir á hótelherberginu sínu Í nýjasta þætti af Embedded, upphitunarþætti fyrir UFC 193, fáum við að kíkja inn á hótelherbergi hjá Rondu Rousey. 12. nóvember 2015 12:00 Mest lesið „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti Dramatík á Hlíðarenda Handbolti „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Handbolti Fleiri fréttir Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Hér er allt mögulegt“ Dramatík á Hlíðarenda Van Dijk fær 68 milljónir á viku Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Eygló Fanndal Evrópumeistari Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Rekinn út af eftir 36 sekúndur Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn „Ég er alltaf stressuð“ Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Vonast til að gera íslensku þjóðina stolta Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Olga ætlar ekki í slag við Willum Sjá meira
Það verður sannkallaður stórviðburður í nótt þegar UFC 193 fer fram. Þar mætir ofurstjarnan Ronda Rousey hinni reyndu Holly Holm. Ronda Rousey er óumdeilanlega stærsta stjarnan í UFC. Hún er tekjuhæsti íþróttamaðurinn í UFC og stórstjörnur á borð við Sylvester Stallone og Arnold Schwarzenegger keppast við að hrósa henni. Hún hefur einnig verið tíður gestur í vinsælum spjallþáttum á borð við The Ellen DeGeneres Show og The Tonight Show with Jimmy Fallon. Með þessari auknu athygli hefur hún einnig fengið sinn skerf af gagnrýni og er meira rýnt í einkalíf hennar en nokkru sinni fyrr. Fyrir skömmu viðurkenndi þungavigtarmaðurinn Travis Browne að hann og Rousey ættu í ástarsambandi. Það sem vekur helst athygli er að Browne hefur verið ásakaður um að ganga í skrokk á fyrrum eiginkonu sinni. Rousey hefur sjálf margoft gagnrýnt hnefaleikakappann Floyd Mayweather eftir að hann var dæmdur sekur um heimilisofbeldi. Í kjölfarið á þessum fréttum fékk Rousey sinn skerf af gagnrýni.Sjá einnig: Slæm vika fyrur Rondu Rousey Þá hefur mamma Rousey bæði gagnrýnt nýja kærastann og þjálfarann hennar, Edmond Tarverdyan, opinberlega. Mamma hennar hefur alltaf verið stór partur af liðinu og fagnað með henni í búrinu eftir bardaga. Í fyrsta sinn í UFC verður mamma hennar ekki með henni. Mamman gæti haft eitthvað til síns máls þegar kemur að þjálfara Rousey. Edmond Tarverdyan hefur þjálfað Rousey frá því hún tók sín fyrstu skref í MMA en mamman sagði hann vera ömurlega manneskju sem ætti skilið að verða fyrir bíl. Fyrr í mánuðinum lýsti Tarverdyan sig gjaldþrota þar sem hann sagðist hafa verið tekjulaus í nokkur ár og skuldar hinum ýmsu bönkum 700.000 dollara. Það er erfitt að trúa því að yfirþjálfari tekjuhæsta íþróttamanns UFC sé tekjulaus. Það væri ekki nema Tarverdyan hefði þjálfað Rousey ókeypis í öll þessi ár af einskærri góðmennsku. Því er erfitt að trúa og eflaust eitthvað gruggugt á seyði. Gæti allt þetta verið brotalamir í vörn meistarans? Holly Holm mun eflaust reyna allt hvað hún getur til að sigra meistarann en þó hún eigi besta dag lífs síns verður það erfitt. Það vinnur þó margt með henni þar sem hún er með tól sem gætu virkað vel gegn Rousey. Fyrir það fyrsta er Holm margfaldur heimsmeistari í boxi og er með gríðarlega reynslu. Holm mun væntanlega vera afar þolinmóð og nota fótavinnuna og spörkin til að halda Rousey frá sér. Holm æfir hjá Greg Jackson í Albuquerque en hann er einn virtasti þjálfarinn í bransanum. Jackson er þekktur fyrir að leggja upp vel útfærðar leikáætlanir fyrir bardaga og verður forvitnilegt að sjá hvernig hann leggur upp bardagann í kvöld. Fyrrum léttþungavigtarmeistarinn Jon Jones æfir með Holm en hann er einn sá besti í heimi þegar kemur að því að halda andstæðingnum frá sér með spörkum. Að sögn Holm hefur Jones verið afar hjálpsamur í undirbúningi hennar fyrir bardagann. Fyrri andstæðingar Rousey vaða oftast í hana strax sem hefur gefið Rousey tækifæri á að klára bardagana á aðeins nokkrum sekúndum. Holm ætlar ekki að gera sömu mistök. Hún mun vera þolinmóð og velja höggin sín vel. Þrátt fyrir neikvæða umfjöllum Rousey á undanförnu er ekkert sem bendir til þess að geta hennar innan búrsins sé síðri. Edith Bosche var síðasta konan til að vinna Rousey. Breytist það í kvöld? Aðalhluti bardagakvöldsins verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og hefst bein útsending kl 3.
MMA Tengdar fréttir Stelpurnar slá í gegn Áhorfendamet verður sett hjá UFC um helgina og það eru sterkar stelpur sem hafa selt 70 þúsund aðgöngumiða í Melbourne. Helsta aðdráttaraflið er þó hin ótrúlega Ronda Rousey sem hefur glímt tvisvar við Önnu Soffíu Víkingsdóttur, Í 12. nóvember 2015 06:00 Vont fyrir hnefaleikana að hafa Rondu á forsíðunni Hnefaleikakappinn Floyd Mayweather var alls ekki hrifinn af því að Ronda Rousey væri á forsíðu hnefaleikatímaritsins Ring. 12. nóvember 2015 22:30 Ronda er kvenkyns tortímandi Schwarzenegger og aðrar stórstjörnur mæra Rondu Rousey í nýju kynningarmyndbandi fyrir bardaga hennar um næstu helgi. 10. nóvember 2015 12:00 Holly fer í heita pottinn og Ronda talar um geimverur Í nýjasta upphitunarþættinum fyrir UFC 193 er komið víða við. 13. nóvember 2015 16:00 Ekki leiðinlegt að fara í taugarnar á Mayweather Ronda Rousey virðist hafa virkilega gaman af því þegar henni tekst að fara í taugarnar á Floyd Mayweather. 13. nóvember 2015 15:00 „Þjálfari Rondu er vondur maður“ Móðir UFC-bardagakonunnar Rondu Rousey urðar yfir þjálfarann hennar. 14. október 2015 09:45 Holm með leyniuppskrift að sigri gegn Rondu Í nýjasta þætti af Embedded, sem hitar upp fyrir UFC 193, þá fáum við að kynnast aðeins öðrum keppendum kvöldsins en Rondu Rousey. 11. nóvember 2015 12:30 Ronda Rousey komin á fast "Hún er konan mín og ég er maðurinn hennar,“ segir bardagakappinn Travis Browne. 12. október 2015 20:15 Ronda æfir á hótelherberginu sínu Í nýjasta þætti af Embedded, upphitunarþætti fyrir UFC 193, fáum við að kíkja inn á hótelherbergi hjá Rondu Rousey. 12. nóvember 2015 12:00 Mest lesið „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti Dramatík á Hlíðarenda Handbolti „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Handbolti Fleiri fréttir Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Hér er allt mögulegt“ Dramatík á Hlíðarenda Van Dijk fær 68 milljónir á viku Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Eygló Fanndal Evrópumeistari Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Rekinn út af eftir 36 sekúndur Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn „Ég er alltaf stressuð“ Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Vonast til að gera íslensku þjóðina stolta Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Olga ætlar ekki í slag við Willum Sjá meira
Stelpurnar slá í gegn Áhorfendamet verður sett hjá UFC um helgina og það eru sterkar stelpur sem hafa selt 70 þúsund aðgöngumiða í Melbourne. Helsta aðdráttaraflið er þó hin ótrúlega Ronda Rousey sem hefur glímt tvisvar við Önnu Soffíu Víkingsdóttur, Í 12. nóvember 2015 06:00
Vont fyrir hnefaleikana að hafa Rondu á forsíðunni Hnefaleikakappinn Floyd Mayweather var alls ekki hrifinn af því að Ronda Rousey væri á forsíðu hnefaleikatímaritsins Ring. 12. nóvember 2015 22:30
Ronda er kvenkyns tortímandi Schwarzenegger og aðrar stórstjörnur mæra Rondu Rousey í nýju kynningarmyndbandi fyrir bardaga hennar um næstu helgi. 10. nóvember 2015 12:00
Holly fer í heita pottinn og Ronda talar um geimverur Í nýjasta upphitunarþættinum fyrir UFC 193 er komið víða við. 13. nóvember 2015 16:00
Ekki leiðinlegt að fara í taugarnar á Mayweather Ronda Rousey virðist hafa virkilega gaman af því þegar henni tekst að fara í taugarnar á Floyd Mayweather. 13. nóvember 2015 15:00
„Þjálfari Rondu er vondur maður“ Móðir UFC-bardagakonunnar Rondu Rousey urðar yfir þjálfarann hennar. 14. október 2015 09:45
Holm með leyniuppskrift að sigri gegn Rondu Í nýjasta þætti af Embedded, sem hitar upp fyrir UFC 193, þá fáum við að kynnast aðeins öðrum keppendum kvöldsins en Rondu Rousey. 11. nóvember 2015 12:30
Ronda Rousey komin á fast "Hún er konan mín og ég er maðurinn hennar,“ segir bardagakappinn Travis Browne. 12. október 2015 20:15
Ronda æfir á hótelherberginu sínu Í nýjasta þætti af Embedded, upphitunarþætti fyrir UFC 193, fáum við að kíkja inn á hótelherbergi hjá Rondu Rousey. 12. nóvember 2015 12:00