Auðlindaarðurinn og þjóðin Steingrímur J. Sigfússon skrifar 13. nóvember 2015 07:00 Fiskistofa hefur nú birt á vef sínum ágæta samantekt um heildarupphæð álagðra veiðigjalda þrjú sl. fiskveiðiár. Niðurstaðan er eftirfarandi: • fiskveiðiárið 2012/2013 voru álögð veiðigjöld alls 12,8 milljarðar króna. • fiskveiðiárið 2013/2014 voru álögð veiðigjöld alls 9,2 milljarðar króna. • fiskveiðiárið 2014/2015 voru álögð veiðigjöld alls 7,7 milljarðar króna. Með öðrum orðum, lækkunin tvö sl. fiskveiðiár frá árinu 2012/2013, er 8,7 milljarðar og í reynd nokkru meiri ef um tölur á verðlagi hvers árs er að ræða. Veiðigjöldin á síðasta fiskveiðiári eru sem sagt í heild ekki nema 7,7 milljarðar og munar þá ekki miklu að ríkisstjórninni hafi tekist að þurrka út að fullu hugsunina um sérstakt afkomutengt veiðigjald sem leggist ofan á almennt gjald sem taki mið af kostnaði við helstu þjónustustofnanir sjávarútvegsins. Er skýringanna á þessari lækkun að leita í hríðversnandi afkomu sjávarútvegsins? Nei sem betur fer ekki. Lengsta góðærisskeið í sögu íslensk sjávarútvegs stendur enn. Vissulega hefur gengið nokkuð verið að styrkjast á þessu ári og blikur eru á lofti vegna viðskiptabanns Rússa. En þessa fer fyrst að gæta nú og þá á næsta ári og breytir engu um afkomuna til baka litið sem hér er verið að fjalla um, þ.e. liðin fiskveiðiár. Á móti berast einnig jákvæðar fréttir svo sem af saltfiskmörkuðum sem eru að taka við sér, aflabrögð eru góð, þorsk og ýsukvóti aukinn o.s.frv. Flest bendir til að enn einu árinu sé að ljúka þar sem fjármunamyndunin, framlegðin, í íslenskum sjávarútvegi sé af stærðargráðunni 75-80 milljarðar króna. Eigendur stærri sjávarútvegsfyrirtækja hafa flestir greitt sér arð á árinu vegna góðrar afkomu 2014 sem samanlagt er að minnsta kosti tvöföld upphæð á við álögð veiðigjöld í heild á síðasta fiskveiðiári. Niðurstaðan er að þjóðin fær sáralitla hlutdeild beint í auðlindarentunni, viðbótararðinum af sjávarauðlindinni og það er í boði ríkisstjórnarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Steingrímur J. Sigfússon Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Augljós og sýnilegur ávinningur í styttingu biðlista Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Staðreyndir í útlendingamálum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur um ferðaþjónustuna Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson skrifar Skoðun Þetta kostar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þrífætta svínið og auðlindarentan Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Er nóg að bara brjóta land? Þorvaldur Rúnarsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta til framtíðar: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Að kjósa taktískt Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Að standa vörð um þjóðina Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri í boði Sjálfstæðisflokksins Snorri Ingimarsson skrifar Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Náttúran er stærsta kosningamálið Skúli Skúlason skrifar Skoðun Ásýnd spillingar Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Pólitík í pípunum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hugsi eftir íbúafund gærdagsins Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðin er í húfi Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Drodzy Polacy Jóhann Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Fáránleg fjármálastjórn Sigurður Oddsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki fyrir ferðaþjónustuna Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Sjávarútvegurinn - Unga fólkið er framtíðin Arnar Jónsson,Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hver verða lykilgildin í næsta stjórnarsáttmála? Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar Skoðun Kjósum frið Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Af hverju kýs ég frjálslyndi og frelsi? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Píratar, frumkvöðlar í íslenskum stjórnmálum Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Lilja lofar öllu fögru Björn B Björnsson skrifar Sjá meira
Fiskistofa hefur nú birt á vef sínum ágæta samantekt um heildarupphæð álagðra veiðigjalda þrjú sl. fiskveiðiár. Niðurstaðan er eftirfarandi: • fiskveiðiárið 2012/2013 voru álögð veiðigjöld alls 12,8 milljarðar króna. • fiskveiðiárið 2013/2014 voru álögð veiðigjöld alls 9,2 milljarðar króna. • fiskveiðiárið 2014/2015 voru álögð veiðigjöld alls 7,7 milljarðar króna. Með öðrum orðum, lækkunin tvö sl. fiskveiðiár frá árinu 2012/2013, er 8,7 milljarðar og í reynd nokkru meiri ef um tölur á verðlagi hvers árs er að ræða. Veiðigjöldin á síðasta fiskveiðiári eru sem sagt í heild ekki nema 7,7 milljarðar og munar þá ekki miklu að ríkisstjórninni hafi tekist að þurrka út að fullu hugsunina um sérstakt afkomutengt veiðigjald sem leggist ofan á almennt gjald sem taki mið af kostnaði við helstu þjónustustofnanir sjávarútvegsins. Er skýringanna á þessari lækkun að leita í hríðversnandi afkomu sjávarútvegsins? Nei sem betur fer ekki. Lengsta góðærisskeið í sögu íslensk sjávarútvegs stendur enn. Vissulega hefur gengið nokkuð verið að styrkjast á þessu ári og blikur eru á lofti vegna viðskiptabanns Rússa. En þessa fer fyrst að gæta nú og þá á næsta ári og breytir engu um afkomuna til baka litið sem hér er verið að fjalla um, þ.e. liðin fiskveiðiár. Á móti berast einnig jákvæðar fréttir svo sem af saltfiskmörkuðum sem eru að taka við sér, aflabrögð eru góð, þorsk og ýsukvóti aukinn o.s.frv. Flest bendir til að enn einu árinu sé að ljúka þar sem fjármunamyndunin, framlegðin, í íslenskum sjávarútvegi sé af stærðargráðunni 75-80 milljarðar króna. Eigendur stærri sjávarútvegsfyrirtækja hafa flestir greitt sér arð á árinu vegna góðrar afkomu 2014 sem samanlagt er að minnsta kosti tvöföld upphæð á við álögð veiðigjöld í heild á síðasta fiskveiðiári. Niðurstaðan er að þjóðin fær sáralitla hlutdeild beint í auðlindarentunni, viðbótararðinum af sjávarauðlindinni og það er í boði ríkisstjórnarinnar.
Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar
Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar