Vilhjálmur krefst afsökunar á „rænulausum ásökunum“ Birgir Olgeirsson skrifar 11. nóvember 2015 14:22 Vilhjálmur H. Vilhjálmsson. Vísir/GVA Vilhjálmur H. Vilhjálmsson gerir þá kröfu að Jóhanna Sigurjónsdóttir skýri nú þegar hvað hún á við þegar hún segist ætla að kæra Vilhjálm fyrir leka á trúnaðarupplýsingum í Fréttablaðið og biðji hann afsökunar á þessum ásökunum. Jóhanna er lögmaður tveggja kvenna sem kært hafa tvo karla fyrir nauðgun. Í hádegisfréttum RÚV sagðist hún ætla að kæra Vilhjálm fyrir leka á trúnaðarupplýsingum sem varða rannsókn lögreglu á kæru kvennanna en Vilhjálmur er verjandi annars sakborninganna í málinu. Vilhjálmur segist í samtali við Vísi ekkert botna í þessum ásökum Jóhönnu: „Ég geri þá kröfu að Jóhanna Sigurjónsdóttir skýri það nú þegar við hvað hún á, og biðji mig afsökunar á þessum rænulausu ásökunum.“Segist ekki hafa verið sá eini sem hafði gögn undir höndum Í Fréttablaðinu í dag er vísað í skýrslu sem önnur konan gaf hjá lögreglu og sagði Jóhanna í hádegisfréttum RÚV að Vilhjálmur hefði einn haft öll gögn í málinu undir höndum og bætti að hann hefði brugðist starfsskyldum sínum. Vilhjálmur segir rangt að hann hafi einn haft öll gögn undir höndum. Einnig hafi lögregla haft gögnin undir höndum og verjandi meðákærða. „Og að öllum líkindum réttargæslumaður brotaþola og brotaþoli sjálfur,“ segir Vilhjálmur. Hann segir algjörlega galið að halda því fram að hann hafi lekið þessari skýrslu í Fréttablaðið: „Enda sér það hver maður að fréttaflutningur Fréttablaðsins af þessu máli hefur ekki verið umbjóðanda mínum hagfelldur heldur hennar.“Nauðugur einn sá kostur að halda uppi vörnum í fjölmiðlum Hann segist hafa verið frá fyrstu stundu afar mótfallinn því að tekist væri á um þetta mál í fjölmiðlum á meðan rannsókn stendur yfir. „En einfaldlega vegna rangrar umfjöllunar Fréttablaðsins, sem hingað til hefur virst vera byggð á einhverju sem er haft eftir brotaþola, eða réttargæslumanni brotaþola, hvort heldur sem það er komið beint frá þeim eða þriðja manni, þá hefur mér verið nauðugur einn sá kostur að halda uppi vörnum í fjölmiðlum. Þetta mál á heima hjá lögreglu og síðan hjá ákæruvaldi en samkvæmt gögnum málsins trúi ég ekki öðru en ákæruvaldið muni fella málið niður. “ Hlíðamálið Tengdar fréttir Skýrsla kæranda lýsir notkun tóla Í skýrslu brotaþola hjá lögreglu í kynferðisbrotamáli kemur fram að annar meintra gerenda hafi bundið hendur hennar með keðju. Þá hafi hún verið slegin með svipu. Tvær kærur verið lagðar fram. Málið í forgangi hjá lögreglu. 11. nóvember 2015 07:00 Ætlar að kæra Vilhjálm fyrir leka Verjandi tveggja kvenna sem kært hafa nauðgun óttast að ítarleg umfjöllun skemmi fyrir rannsókn málsins 11. nóvember 2015 13:14 Mest lesið Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Innlent Fleiri fréttir Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Sjá meira
Vilhjálmur H. Vilhjálmsson gerir þá kröfu að Jóhanna Sigurjónsdóttir skýri nú þegar hvað hún á við þegar hún segist ætla að kæra Vilhjálm fyrir leka á trúnaðarupplýsingum í Fréttablaðið og biðji hann afsökunar á þessum ásökunum. Jóhanna er lögmaður tveggja kvenna sem kært hafa tvo karla fyrir nauðgun. Í hádegisfréttum RÚV sagðist hún ætla að kæra Vilhjálm fyrir leka á trúnaðarupplýsingum sem varða rannsókn lögreglu á kæru kvennanna en Vilhjálmur er verjandi annars sakborninganna í málinu. Vilhjálmur segist í samtali við Vísi ekkert botna í þessum ásökum Jóhönnu: „Ég geri þá kröfu að Jóhanna Sigurjónsdóttir skýri það nú þegar við hvað hún á, og biðji mig afsökunar á þessum rænulausu ásökunum.“Segist ekki hafa verið sá eini sem hafði gögn undir höndum Í Fréttablaðinu í dag er vísað í skýrslu sem önnur konan gaf hjá lögreglu og sagði Jóhanna í hádegisfréttum RÚV að Vilhjálmur hefði einn haft öll gögn í málinu undir höndum og bætti að hann hefði brugðist starfsskyldum sínum. Vilhjálmur segir rangt að hann hafi einn haft öll gögn undir höndum. Einnig hafi lögregla haft gögnin undir höndum og verjandi meðákærða. „Og að öllum líkindum réttargæslumaður brotaþola og brotaþoli sjálfur,“ segir Vilhjálmur. Hann segir algjörlega galið að halda því fram að hann hafi lekið þessari skýrslu í Fréttablaðið: „Enda sér það hver maður að fréttaflutningur Fréttablaðsins af þessu máli hefur ekki verið umbjóðanda mínum hagfelldur heldur hennar.“Nauðugur einn sá kostur að halda uppi vörnum í fjölmiðlum Hann segist hafa verið frá fyrstu stundu afar mótfallinn því að tekist væri á um þetta mál í fjölmiðlum á meðan rannsókn stendur yfir. „En einfaldlega vegna rangrar umfjöllunar Fréttablaðsins, sem hingað til hefur virst vera byggð á einhverju sem er haft eftir brotaþola, eða réttargæslumanni brotaþola, hvort heldur sem það er komið beint frá þeim eða þriðja manni, þá hefur mér verið nauðugur einn sá kostur að halda uppi vörnum í fjölmiðlum. Þetta mál á heima hjá lögreglu og síðan hjá ákæruvaldi en samkvæmt gögnum málsins trúi ég ekki öðru en ákæruvaldið muni fella málið niður. “
Hlíðamálið Tengdar fréttir Skýrsla kæranda lýsir notkun tóla Í skýrslu brotaþola hjá lögreglu í kynferðisbrotamáli kemur fram að annar meintra gerenda hafi bundið hendur hennar með keðju. Þá hafi hún verið slegin með svipu. Tvær kærur verið lagðar fram. Málið í forgangi hjá lögreglu. 11. nóvember 2015 07:00 Ætlar að kæra Vilhjálm fyrir leka Verjandi tveggja kvenna sem kært hafa nauðgun óttast að ítarleg umfjöllun skemmi fyrir rannsókn málsins 11. nóvember 2015 13:14 Mest lesið Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Innlent Fleiri fréttir Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Sjá meira
Skýrsla kæranda lýsir notkun tóla Í skýrslu brotaþola hjá lögreglu í kynferðisbrotamáli kemur fram að annar meintra gerenda hafi bundið hendur hennar með keðju. Þá hafi hún verið slegin með svipu. Tvær kærur verið lagðar fram. Málið í forgangi hjá lögreglu. 11. nóvember 2015 07:00
Ætlar að kæra Vilhjálm fyrir leka Verjandi tveggja kvenna sem kært hafa nauðgun óttast að ítarleg umfjöllun skemmi fyrir rannsókn málsins 11. nóvember 2015 13:14