Opnari samfélagsumræða vegna árásarinnar í Útey Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 29. nóvember 2015 20:43 Samfélagsumræðan er opnari í Noregi eftir hryðjuverkaárásirnar í Útey og fleiri nýta sér rétt sinn til að tjá sig. Þetta segir ein þeirra sem lifði árásirnar af en nú rúmum fjórum árum eftir þær er hún varaborgarstjóri í Osló. Khamshajiny Gunaratnam, eða Khamzy, er varaborgarstjóri Oslóar. Hún kom hingað til lands til að afhenda Reykvíkingum formlega Oslóartréð i í dag. Áður en hún gerði það kom hún við í minningarlundi um fórnarlömb hryðjuverkaárásarinnar í Útey við Norræna húsið. Sjálf var hún stödd í Útey 22. júlí 2011, þá 23 ára, þegar Breivik myrti þar fjölda ungmenna sem voru í sumarbúðum ungliðahreyfingar verkamannaflokksins í eyjunni. Hún segir minningarlundi eins og þann sem er við Norræna húsið skipta máli. „Þetta er mjög hjartnæmt, þetta er tákn um tengslin á milli Noregs og Íslands, á milli Oslóar og Reykjavíkur. Þetta var hryðjuverkaárás sem varð 77 manns að bana og trén hérna eru tákn fyrir hvert mannslíf,“ segir Khamzy. „Ég fór að starfa í stjórnmálum eftir þetta og það er mikilvægt fyrir okkur að sýna að það eru mannslíf í húfi að við fáum betra samfélag þar sem enginn fellur frá.“ Hún segir áhrif voðaverkanna sjást hvað best á samfélagsumræðunni í Noregi sem sé opnari nú en áður. „Ég held að fleiri nýti sér tjáningarfrelsið, fleiri taka þátt í samfélaginu og þetta er mikilvægt og gott merki og ég er ótrúlega stolt af norska samfélaginu.“ Khamzy segir marga af þeim sem voru í Útey taka þátt í stjórnmálum í dag. „Við viljum gera breytingar, við viljum skipta máli. Stjórnmálin eru mikilvægari en nokkru sinni fyrr.“ Þá segir hún reglulegar fréttir sem berast af Breivik úr fangelsinu hafa lítil áhrif á sig í dag. „Ég hef mikla trú á tjáningarfrelsinu, ég trúi ekki á ritskoðun. Breivik er í fangelsi, við erum úti og við höfum frelsið og það er mikilvægara fyrir mig.“ Hryðjuverk í Útey Noregur Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Fleiri fréttir Formenn flokkanna í Sprengisandi „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Reyndi að brjótast inn með exi Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Kanónurnar sem eru að hverfa Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Flokkurinn verði að líta inn á við Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Flokkur fólksins í gríðarlegri sókn í Norðvesturkjördæmi Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Samfylkingin langstærst í kjördæmi Kristrúnar Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Gríðarlega mikið fylgi sem dettur niður dautt Ljóst að þetta yrði brekka fyrir Framsókn Sjálfstæðisflokkur og Samfylking ná bæði fjórum inn í Kraganum „Ég veit ekki hvort ég er að koma eða fara“ Merkir hægribylgju en ekki vonbrigði Glaður maður en býst við batnandi tölum Samfylkingin og Flokkur fólksins bæta miklu við sig Sagði sínu fólki að tala ekki illa um aðra flokka Trúir því að fólk sé að detta VG megin í kjörklefanum Vegabréfið fór með atkvæðinu í kjörkassann „Ég trúi því að þjóðin sé að opna augun“ Viðbúið að talning tefjist í einhverjum kjördæmum Þriggja bíla árekstur og mikil umferðarteppa Kjördagur að kveldi kominn en nóttin rétt að byrja Sjá meira
Samfélagsumræðan er opnari í Noregi eftir hryðjuverkaárásirnar í Útey og fleiri nýta sér rétt sinn til að tjá sig. Þetta segir ein þeirra sem lifði árásirnar af en nú rúmum fjórum árum eftir þær er hún varaborgarstjóri í Osló. Khamshajiny Gunaratnam, eða Khamzy, er varaborgarstjóri Oslóar. Hún kom hingað til lands til að afhenda Reykvíkingum formlega Oslóartréð i í dag. Áður en hún gerði það kom hún við í minningarlundi um fórnarlömb hryðjuverkaárásarinnar í Útey við Norræna húsið. Sjálf var hún stödd í Útey 22. júlí 2011, þá 23 ára, þegar Breivik myrti þar fjölda ungmenna sem voru í sumarbúðum ungliðahreyfingar verkamannaflokksins í eyjunni. Hún segir minningarlundi eins og þann sem er við Norræna húsið skipta máli. „Þetta er mjög hjartnæmt, þetta er tákn um tengslin á milli Noregs og Íslands, á milli Oslóar og Reykjavíkur. Þetta var hryðjuverkaárás sem varð 77 manns að bana og trén hérna eru tákn fyrir hvert mannslíf,“ segir Khamzy. „Ég fór að starfa í stjórnmálum eftir þetta og það er mikilvægt fyrir okkur að sýna að það eru mannslíf í húfi að við fáum betra samfélag þar sem enginn fellur frá.“ Hún segir áhrif voðaverkanna sjást hvað best á samfélagsumræðunni í Noregi sem sé opnari nú en áður. „Ég held að fleiri nýti sér tjáningarfrelsið, fleiri taka þátt í samfélaginu og þetta er mikilvægt og gott merki og ég er ótrúlega stolt af norska samfélaginu.“ Khamzy segir marga af þeim sem voru í Útey taka þátt í stjórnmálum í dag. „Við viljum gera breytingar, við viljum skipta máli. Stjórnmálin eru mikilvægari en nokkru sinni fyrr.“ Þá segir hún reglulegar fréttir sem berast af Breivik úr fangelsinu hafa lítil áhrif á sig í dag. „Ég hef mikla trú á tjáningarfrelsinu, ég trúi ekki á ritskoðun. Breivik er í fangelsi, við erum úti og við höfum frelsið og það er mikilvægara fyrir mig.“
Hryðjuverk í Útey Noregur Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Fleiri fréttir Formenn flokkanna í Sprengisandi „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Reyndi að brjótast inn með exi Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Kanónurnar sem eru að hverfa Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Flokkurinn verði að líta inn á við Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Flokkur fólksins í gríðarlegri sókn í Norðvesturkjördæmi Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Samfylkingin langstærst í kjördæmi Kristrúnar Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Gríðarlega mikið fylgi sem dettur niður dautt Ljóst að þetta yrði brekka fyrir Framsókn Sjálfstæðisflokkur og Samfylking ná bæði fjórum inn í Kraganum „Ég veit ekki hvort ég er að koma eða fara“ Merkir hægribylgju en ekki vonbrigði Glaður maður en býst við batnandi tölum Samfylkingin og Flokkur fólksins bæta miklu við sig Sagði sínu fólki að tala ekki illa um aðra flokka Trúir því að fólk sé að detta VG megin í kjörklefanum Vegabréfið fór með atkvæðinu í kjörkassann „Ég trúi því að þjóðin sé að opna augun“ Viðbúið að talning tefjist í einhverjum kjördæmum Þriggja bíla árekstur og mikil umferðarteppa Kjördagur að kveldi kominn en nóttin rétt að byrja Sjá meira