Ásta Guðrún: „Að stjórna internetinu eins og að smala köttum“ Aðalsteinn Kjartansson skrifar 27. nóvember 2015 11:16 Ásta Guðrún gerði orð Eyglóar að umtalsefni á þingi í morgun. Vísir/Vilhelm Tvær grímur runnu á Ástu Guðrúnu Helgadóttur, þingkonu Pírata, þegar hún las orð Eyglóar Harðardóttur, félags- og húsnæðismálaráðherra, um að ræða þurfi takmörkun tjáningarfrelsisins. Þetta gerði hún að umtalsefni í umræðum um störf þingsins í morgun. Sjá einnig: Eygló vill koma böndum á netiðUmmælin sem Ásta Guðrún vísaði til lét Eygló falla á jafnréttisþingi sem haldið var í gær. Þar kallaði Eygló eftir aðgerðum gegn hatursorðræðu. Eygló velti því upp í gær hvort takmarka eigi tjáningarfrelsið.Vísir/Vilhelm Gæti verið nauðsynlegt að takmarka tjáningarfrelsið „Ef við leyfum niðurlægjandi og meiðandi tón að grassera í umræðunni fer hann að þykja sjálfsagður og vinnur þannig gegn markmiðum okkar um jöfn tækifæri allra til þátttöku í lýðræðislegri umræðu,“ sagði ráðherrann í ræðu sinni á þinginu. „Við þurfum einnig að ræða hvenær geti talist nauðsynlegt að takmarka tjáningarfrelsið og við þurfum að ræða hvernig við getum komið böndum á hatursorðræðu á netinu þar sem gerendur eiga auðvelt með að komast hjá lögum og reglum, til dæmis með því að vista klámsíður í löndum með takmarkaða löggjöf og oftar en ekki fela þeir sig í skjóli nafnleysis,“ sagði hún einnig. Uppræta hatrið með tjáningu Ásta Guðrún tók undir að taka þyrfti umræðu um hvort grípa ætti til einhverra aðgerða. „Já, ég held að það sé alveg rétt hjá hæstvirtum velferðarráðherra að við þurfum að ræða það hvort eða hvernig við ætlum að takmarka eina af grunnstoðum lýðræðisins sem er forsenda fyrir því að við getum átt í upplýstum samræðum,“ sagði hún. „Eins og við Píratar höfum oft bent á þá er það að stjórna internetinu eins og að smala köttum og það er ekkert sem er að fara að gerast; hvorki fræðilega séð né í raunveruleikanum. Internetið hagar sér bara þannig að það er ekki hægt að stjórna því eins og maður vill stjórna öllu öðru fólki,“ sagði hún. Ásta sagði að eina vopnið gegn tjáningu sem við viljum ekki að sé á yfirborðinu sé að ræða málin meira. „Uppræta hatursorðræðu með tjáningu,“ sagði hún. Alþingi Tengdar fréttir Eygló vill koma böndum á netið Orð Eyglóar Harðardóttur ráðherra vekja hörð viðbrögð en hún vill reisa tjáningarfrelsinu skorður. 26. nóvember 2015 11:46 Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Innlent Greint frá dánarorsök páfans Erlent Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Innlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Fleiri fréttir Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Sjá meira
Tvær grímur runnu á Ástu Guðrúnu Helgadóttur, þingkonu Pírata, þegar hún las orð Eyglóar Harðardóttur, félags- og húsnæðismálaráðherra, um að ræða þurfi takmörkun tjáningarfrelsisins. Þetta gerði hún að umtalsefni í umræðum um störf þingsins í morgun. Sjá einnig: Eygló vill koma böndum á netiðUmmælin sem Ásta Guðrún vísaði til lét Eygló falla á jafnréttisþingi sem haldið var í gær. Þar kallaði Eygló eftir aðgerðum gegn hatursorðræðu. Eygló velti því upp í gær hvort takmarka eigi tjáningarfrelsið.Vísir/Vilhelm Gæti verið nauðsynlegt að takmarka tjáningarfrelsið „Ef við leyfum niðurlægjandi og meiðandi tón að grassera í umræðunni fer hann að þykja sjálfsagður og vinnur þannig gegn markmiðum okkar um jöfn tækifæri allra til þátttöku í lýðræðislegri umræðu,“ sagði ráðherrann í ræðu sinni á þinginu. „Við þurfum einnig að ræða hvenær geti talist nauðsynlegt að takmarka tjáningarfrelsið og við þurfum að ræða hvernig við getum komið böndum á hatursorðræðu á netinu þar sem gerendur eiga auðvelt með að komast hjá lögum og reglum, til dæmis með því að vista klámsíður í löndum með takmarkaða löggjöf og oftar en ekki fela þeir sig í skjóli nafnleysis,“ sagði hún einnig. Uppræta hatrið með tjáningu Ásta Guðrún tók undir að taka þyrfti umræðu um hvort grípa ætti til einhverra aðgerða. „Já, ég held að það sé alveg rétt hjá hæstvirtum velferðarráðherra að við þurfum að ræða það hvort eða hvernig við ætlum að takmarka eina af grunnstoðum lýðræðisins sem er forsenda fyrir því að við getum átt í upplýstum samræðum,“ sagði hún. „Eins og við Píratar höfum oft bent á þá er það að stjórna internetinu eins og að smala köttum og það er ekkert sem er að fara að gerast; hvorki fræðilega séð né í raunveruleikanum. Internetið hagar sér bara þannig að það er ekki hægt að stjórna því eins og maður vill stjórna öllu öðru fólki,“ sagði hún. Ásta sagði að eina vopnið gegn tjáningu sem við viljum ekki að sé á yfirborðinu sé að ræða málin meira. „Uppræta hatursorðræðu með tjáningu,“ sagði hún.
Alþingi Tengdar fréttir Eygló vill koma böndum á netið Orð Eyglóar Harðardóttur ráðherra vekja hörð viðbrögð en hún vill reisa tjáningarfrelsinu skorður. 26. nóvember 2015 11:46 Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Innlent Greint frá dánarorsök páfans Erlent Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Innlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Fleiri fréttir Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Sjá meira
Eygló vill koma böndum á netið Orð Eyglóar Harðardóttur ráðherra vekja hörð viðbrögð en hún vill reisa tjáningarfrelsinu skorður. 26. nóvember 2015 11:46
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent