Pútín opnar á nánara samstarf með Bandaríkjunum gegn ISIS Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 26. nóvember 2015 20:57 Putin og Hollande voru bara nokkuð sprækir á fundi sínum fyrr í kvöld. Vísir/Getty Vladimir Pútín Rússlandsforseti segir að Rússar séu reiðubúnir til þess að starfa nánar með Bandaríkjunum og bandamönnum í baráttunni gegn Isis. Pútín og Francois Hollande Frakklandsforseti funduðu í Moskvu fyrr í kvöld. Forsetarnir sammældust um að samhæfa loftárásir sínar í Sýrlandi svo að komist yrði hjá því að loftárásir beindust að hópum gegn ISIS en því hefur verið haldið fram að loftárásir Rússa í Sýrlandi beinist ekki eingöngu að ISIS.Forsetarnir sammældust um að heryfirvöld og leyniþjónustur ríkjanna myndi samhæfa aðgerðir sínar í Sýrlandi og skiptast á mikilvægum upplýsingum. Í yfirlýsingu sem Hollande gaf frá sér eftir fundinn lagði hann áherslu á að Bashar al-Assad forseti Sýrlands yrði að víkja en um þetta voru Pútín og Hollande ekki sammála. Rússlandforseti hefur alla tíð haldið því fram að Assad sé mikilvægur hluti af framtíð Sýrlands. Sagði hann að íbúar Sýrlands þyrftu að eiga lokaorðið varðandi framtíð Assad og að sýrlenski herinn væri mikilvægur bandamaður í baráttunni gegn ISIS. Þrátt fyrir að lýsa yfir auknum samstarfsvilja við Bandaríkin gagnrýndi Pútín Bandaríkjamenn fyrir að hafa ekki komið í veg fyrir að Tyrkir skutu niður rússneska herþotu á þriðjudaginn enda væru Tyrkir bandamenn Bandaríkjanna. Hryðjuverk í París Tengdar fréttir Leiðtogar vilja herða loftárásir og landamæraeftirlit David Cameron og Francois Hollande funduðu í morgun í París og segja að herða þurfi baráttuna gegn ISIS á öllum vígstöðvum. 23. nóvember 2015 10:15 Hollande kallar eftir hernaðaraðstoð frá ESB Vísar í áður ónotaða grein í stofnsáttmála ESB. Frakkar halda áfram loftárásum á Rakka. John Kerry segir stutt í að samið verði um vopnahlé í Sýrlandi. 18. nóvember 2015 07:00 Rússar herða loftárásir Rússar hafa undanfarna daga hert loftárásir sínar á það sem þeir kalla hryðjuverkatengd skotmörk í Sýrlandi. 21. nóvember 2015 11:33 Líklegt að Rússar og Vesturlönd taki höndum saman gegn ISIS Sérfræðingur í málefnum Rússlands og öryggismálum í Evrópu telur líklegt að Rússar og Vesturlönd taki höndum saman gegn Íslamska ríkinu, þrátt fyrir ágreining vegna aðgerða Rússlands í Úkraínu, og deilna um framtíðarskipulag í Sýrlandi. 18. nóvember 2015 20:00 Vilja að öryggisráðið samþykki stríðsyfirlýsingu Frakkar hafa í bígerð að leggja fram ályktun í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna um stríðsyfirlýsingu gegn hryðjuverkasamtökunum Isis. Dagblaðið breska The Independent greinir frá þessu. Árásirnar í París og sprenging rússnesku farþegaþotunnar yfir Sínaí skaga á dögunum hefur sameinað ríki Öryggisráðsins í andstöðunni við Isis og því er talið líklegt að ályktunin verði samþykkt. 20. nóvember 2015 07:52 Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Sjá meira
Vladimir Pútín Rússlandsforseti segir að Rússar séu reiðubúnir til þess að starfa nánar með Bandaríkjunum og bandamönnum í baráttunni gegn Isis. Pútín og Francois Hollande Frakklandsforseti funduðu í Moskvu fyrr í kvöld. Forsetarnir sammældust um að samhæfa loftárásir sínar í Sýrlandi svo að komist yrði hjá því að loftárásir beindust að hópum gegn ISIS en því hefur verið haldið fram að loftárásir Rússa í Sýrlandi beinist ekki eingöngu að ISIS.Forsetarnir sammældust um að heryfirvöld og leyniþjónustur ríkjanna myndi samhæfa aðgerðir sínar í Sýrlandi og skiptast á mikilvægum upplýsingum. Í yfirlýsingu sem Hollande gaf frá sér eftir fundinn lagði hann áherslu á að Bashar al-Assad forseti Sýrlands yrði að víkja en um þetta voru Pútín og Hollande ekki sammála. Rússlandforseti hefur alla tíð haldið því fram að Assad sé mikilvægur hluti af framtíð Sýrlands. Sagði hann að íbúar Sýrlands þyrftu að eiga lokaorðið varðandi framtíð Assad og að sýrlenski herinn væri mikilvægur bandamaður í baráttunni gegn ISIS. Þrátt fyrir að lýsa yfir auknum samstarfsvilja við Bandaríkin gagnrýndi Pútín Bandaríkjamenn fyrir að hafa ekki komið í veg fyrir að Tyrkir skutu niður rússneska herþotu á þriðjudaginn enda væru Tyrkir bandamenn Bandaríkjanna.
Hryðjuverk í París Tengdar fréttir Leiðtogar vilja herða loftárásir og landamæraeftirlit David Cameron og Francois Hollande funduðu í morgun í París og segja að herða þurfi baráttuna gegn ISIS á öllum vígstöðvum. 23. nóvember 2015 10:15 Hollande kallar eftir hernaðaraðstoð frá ESB Vísar í áður ónotaða grein í stofnsáttmála ESB. Frakkar halda áfram loftárásum á Rakka. John Kerry segir stutt í að samið verði um vopnahlé í Sýrlandi. 18. nóvember 2015 07:00 Rússar herða loftárásir Rússar hafa undanfarna daga hert loftárásir sínar á það sem þeir kalla hryðjuverkatengd skotmörk í Sýrlandi. 21. nóvember 2015 11:33 Líklegt að Rússar og Vesturlönd taki höndum saman gegn ISIS Sérfræðingur í málefnum Rússlands og öryggismálum í Evrópu telur líklegt að Rússar og Vesturlönd taki höndum saman gegn Íslamska ríkinu, þrátt fyrir ágreining vegna aðgerða Rússlands í Úkraínu, og deilna um framtíðarskipulag í Sýrlandi. 18. nóvember 2015 20:00 Vilja að öryggisráðið samþykki stríðsyfirlýsingu Frakkar hafa í bígerð að leggja fram ályktun í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna um stríðsyfirlýsingu gegn hryðjuverkasamtökunum Isis. Dagblaðið breska The Independent greinir frá þessu. Árásirnar í París og sprenging rússnesku farþegaþotunnar yfir Sínaí skaga á dögunum hefur sameinað ríki Öryggisráðsins í andstöðunni við Isis og því er talið líklegt að ályktunin verði samþykkt. 20. nóvember 2015 07:52 Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Sjá meira
Leiðtogar vilja herða loftárásir og landamæraeftirlit David Cameron og Francois Hollande funduðu í morgun í París og segja að herða þurfi baráttuna gegn ISIS á öllum vígstöðvum. 23. nóvember 2015 10:15
Hollande kallar eftir hernaðaraðstoð frá ESB Vísar í áður ónotaða grein í stofnsáttmála ESB. Frakkar halda áfram loftárásum á Rakka. John Kerry segir stutt í að samið verði um vopnahlé í Sýrlandi. 18. nóvember 2015 07:00
Rússar herða loftárásir Rússar hafa undanfarna daga hert loftárásir sínar á það sem þeir kalla hryðjuverkatengd skotmörk í Sýrlandi. 21. nóvember 2015 11:33
Líklegt að Rússar og Vesturlönd taki höndum saman gegn ISIS Sérfræðingur í málefnum Rússlands og öryggismálum í Evrópu telur líklegt að Rússar og Vesturlönd taki höndum saman gegn Íslamska ríkinu, þrátt fyrir ágreining vegna aðgerða Rússlands í Úkraínu, og deilna um framtíðarskipulag í Sýrlandi. 18. nóvember 2015 20:00
Vilja að öryggisráðið samþykki stríðsyfirlýsingu Frakkar hafa í bígerð að leggja fram ályktun í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna um stríðsyfirlýsingu gegn hryðjuverkasamtökunum Isis. Dagblaðið breska The Independent greinir frá þessu. Árásirnar í París og sprenging rússnesku farþegaþotunnar yfir Sínaí skaga á dögunum hefur sameinað ríki Öryggisráðsins í andstöðunni við Isis og því er talið líklegt að ályktunin verði samþykkt. 20. nóvember 2015 07:52