Öll þurfum við að borða Arnar Eggert Thoroddsen skrifar 26. nóvember 2015 07:00 Alla mína tíð á vinnumarkaði, hjá öllum þeim sem ég hef unnið fyrir hefur „aldrei verið til neinn peningur“. Þið kannist við þessar ræður. „Það er hart í ári“, „þú veist hvernig þetta er“, bla bla bla. Ég hef reyndar komist að því að það er til nóg af peningum, þeim er hins vegar ætlað að fara eitthvað annað en til mín. Endurorðum þetta: „Það er ekki til neinn peningur handa ÞÉR“. Því að þannig er það. Ég fór að hugsa um þessi mál vegna átaks sem SÍM, Samband íslenskra myndlistarmanna, hefur hrundið af stað undir yfirskriftinni „Við borgum myndlistarmönnum“. Þar er m.a. verið að knýja á um að opinberir aðilar borgi myndlistarmönnum fyrir verkframlag sitt er þeir sýna á vegum þeirra eða eins og Eirún Sigurðardóttir, myndlistarmaður og meðlimur í Gjörningaklúbbnum, orðaði það á Fésbókarvegg sínum: „Sýnum samstöðu með þeirri mjög svo hæversku hugmynd að myndlistarfólk fái greitt fyrir að vinna og sýna myndlistarverk í opinberum söfnum rétt eins og leikstjórar fá greitt fyrir að setja upp sýningu hjá Þjóðleikhúsinu eða hljóðfæraleikarar sem spila hjá Sinfó.“ Á skakk og skjön Einfalt mál. Eða hvað? Það er umhugsunarvert hvernig þessir hlutir eru stundum á skakk og skjön. Þegar hrært er í góðgerðartónleika gefa tónlistarmennirnir vinnu sína en ljósamaðurinn ekki. Leikstjóra dytti ekki í hug að gefa Þjóðleikhúsinu, sem fær rekstrarfé frá okkur, vinnu sína vegna þess að það væri „góð auglýsing“ fyrir hann en annað á víst að gegna um fólk sem var svo óheppið að velja sér annan vettvang fyrir sköpunarkraftinn. Vont er það í þeim geira sem ég starfa í, dægurtónlistinni, þar sem fólk verður nánast hvumsa ef listamaðurinn fer fram á laun fyrir vinnu sína. „Finnst þér ekki gaman að spila?“ Nú eða sýna verkin þín? Eða leika á fiðluna eða leikstýra ástríðufullum leikhópi? Auðvitað er það gaman en allir þessir aðilar þurfa að borða – líka myndlistarmaðurinn. Allir þurfa þeir fé til að koma sér á milli staða, kaupa efni, borga leiguna o.s.frv.. En að sumum séu gefin ráð á því en öðrum ekki, það gengur eðlilega ekki upp. Að þeir hlutir sem auðga þetta líf, halda uppi geðheilsunni og stuðla að margvíslegri mannrækt – þ.e. listaverk af öllum toga (og þar með talin myndlist) – séu álitnir ókeypis og að þeir sem leggi þá fram eigi að tosa þá niður úr skýjunum einhvern veginn er bagaleg tímaskekkja. Það sem er á skakk og skjön er hins vegar hægt að laga. Svo fremi að fólk opni augun og sjái að það er engum til gagns að keyra kerfið á þennan máta. Vonandi verður þetta góða og gegna framtak SÍM til að knýja á um raunverulegar breytingar hvað þetta varðar og það ekki seinna en nú. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Arnar Eggert Thoroddsen Mest lesið Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þjóðaröryggi að vera aðildarríki að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Fullvalda utan sambandsríkja Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Salómonsdómur, lög og ólög Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðir grunnskólar í hættu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Borgaralegur vígbúnaður Dr. Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskoranir og tækni í heilbrigðisþjónustu Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Ósunginn óður til doktorsnema Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Tannhjól í mulningsvél? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson skrifar Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Sjá meira
Alla mína tíð á vinnumarkaði, hjá öllum þeim sem ég hef unnið fyrir hefur „aldrei verið til neinn peningur“. Þið kannist við þessar ræður. „Það er hart í ári“, „þú veist hvernig þetta er“, bla bla bla. Ég hef reyndar komist að því að það er til nóg af peningum, þeim er hins vegar ætlað að fara eitthvað annað en til mín. Endurorðum þetta: „Það er ekki til neinn peningur handa ÞÉR“. Því að þannig er það. Ég fór að hugsa um þessi mál vegna átaks sem SÍM, Samband íslenskra myndlistarmanna, hefur hrundið af stað undir yfirskriftinni „Við borgum myndlistarmönnum“. Þar er m.a. verið að knýja á um að opinberir aðilar borgi myndlistarmönnum fyrir verkframlag sitt er þeir sýna á vegum þeirra eða eins og Eirún Sigurðardóttir, myndlistarmaður og meðlimur í Gjörningaklúbbnum, orðaði það á Fésbókarvegg sínum: „Sýnum samstöðu með þeirri mjög svo hæversku hugmynd að myndlistarfólk fái greitt fyrir að vinna og sýna myndlistarverk í opinberum söfnum rétt eins og leikstjórar fá greitt fyrir að setja upp sýningu hjá Þjóðleikhúsinu eða hljóðfæraleikarar sem spila hjá Sinfó.“ Á skakk og skjön Einfalt mál. Eða hvað? Það er umhugsunarvert hvernig þessir hlutir eru stundum á skakk og skjön. Þegar hrært er í góðgerðartónleika gefa tónlistarmennirnir vinnu sína en ljósamaðurinn ekki. Leikstjóra dytti ekki í hug að gefa Þjóðleikhúsinu, sem fær rekstrarfé frá okkur, vinnu sína vegna þess að það væri „góð auglýsing“ fyrir hann en annað á víst að gegna um fólk sem var svo óheppið að velja sér annan vettvang fyrir sköpunarkraftinn. Vont er það í þeim geira sem ég starfa í, dægurtónlistinni, þar sem fólk verður nánast hvumsa ef listamaðurinn fer fram á laun fyrir vinnu sína. „Finnst þér ekki gaman að spila?“ Nú eða sýna verkin þín? Eða leika á fiðluna eða leikstýra ástríðufullum leikhópi? Auðvitað er það gaman en allir þessir aðilar þurfa að borða – líka myndlistarmaðurinn. Allir þurfa þeir fé til að koma sér á milli staða, kaupa efni, borga leiguna o.s.frv.. En að sumum séu gefin ráð á því en öðrum ekki, það gengur eðlilega ekki upp. Að þeir hlutir sem auðga þetta líf, halda uppi geðheilsunni og stuðla að margvíslegri mannrækt – þ.e. listaverk af öllum toga (og þar með talin myndlist) – séu álitnir ókeypis og að þeir sem leggi þá fram eigi að tosa þá niður úr skýjunum einhvern veginn er bagaleg tímaskekkja. Það sem er á skakk og skjön er hins vegar hægt að laga. Svo fremi að fólk opni augun og sjái að það er engum til gagns að keyra kerfið á þennan máta. Vonandi verður þetta góða og gegna framtak SÍM til að knýja á um raunverulegar breytingar hvað þetta varðar og það ekki seinna en nú.
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun
Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun
Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun
Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun
Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun