Tæki Landsvirkjun 4-6 ár að fá nýja orkukaupendur Kristján Má Unnarsson skrifar 30. nóvember 2015 21:30 Það tæki Landsvirkjun fjögur til sex ár að fá nýja kaupendur að allri raforkunni, ef álverinu í Straumsvík yrði lokað, að mati sérfræðings um orkumarkaðinn. Ákvæði er í samningum Landsvirkjunar um að staðbundið verkfall geti losað kaupanda undan skuldbindingum sínum, svo fremi að hann hafi beitt öllum eðlilegum ráðum til að koma í veg fyrir verkfallið. Gunnar Tryggvason, sérfræðingur KPMG um orkumál, ræddi stöðuna í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. Spurt var hvort stjórnendum Rio Tinto Alcan væri alvara með hótun sinni um að loka álverinu eða hvort þetta væri blöff í kjaraviðræðum. Gunnar sagði að ef menn slekktu á álveri þá væri það ekki gert af leikaraskap né sem pókerspil í samningaviðræðum, því kostnaður við að ræsa það aftur hlypi væntanlega á nokkur hundruð milljónum króna, í þessu tilviki. Í húfi er meðal annars fjórðungur af orkusölu Landsvirkjunar, framleiðslugeta eins og þriggja Sultartangavirkjana eða fimm Búðarhálsvirkjana. Straumsvíkurálverið gæti mögulega losnað undan kaupskyldunni. Almennir skilmálar heildsölusamninga Landsvirkjunar segja að ákvæði um óviðráðanleg öfl í 9. grein taki einnig til allsherjarverkfalla og staðbundinna verkfalla en það yrði væntanlega túlkunaratriði dómstóla hvort álverið hefði í þessu tilviki beitt öllum eðlilegum ráðum, sem voru tiltæk, til að koma í veg fyrir verkfall. Í viðtalinu, sem sjá má hér að ofan, lýsti Gunnar þeim möguleikum sem Landsvirkjun hefði til að selja öðrum raforkuna, sem nú nýtist í Straumsvík. Hafa verður í huga að Ísland er lokaður raforkumarkaður, sem þýðir að kaupendur yrðu fyrst að byggja upp starfsemi hérlendis áður en þeir gætu nýtt orkuna. Ef kaupendur yrðu litlir aðilar, eins og mörg gagnaver eða mörg kísilver, þá tæki sú uppbygging fjögur til sex ár. Það væri helst hálfbyggt Helguvíkurálver sem gæti komið fyrr, eftir kannski tvö ár. Norðurál væri hins vegar með samninga við HS Orku og Orkuveitu Reykjavíkur, þannig að það yrði heldur ekki auðvelt, að mati Gunnars. Sæstrengur myndi ekki bjarga málum við þessar aðstæður, það tæki 6-8 ár að þróa og klára hann. „Þannig að ef það verður slökkt á álverinu á morgun eða hinn þá verður orkan ekkert notuð allavega næstu fjögur árin, myndi ég halda," segir Gunnar Tryggvason. Kjaradeila í Straumsvík Verkfall 2016 Tengdar fréttir Lokun álversins hafi mikil áhrif á hafnfirskt samfélag Forseti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar hefur þungar áhyggjur af fyrirhugaðri lokun álversins í Straumsvík. 23. nóvember 2015 12:29 Búa sig undir að slökkva á Straumsvík Samþykkt hefur verið að stéttarfélög starfsmanna álversins í Straumsvík aðstoði Rio Tinto Alcan í tvær vikur við það að slökkva á álverinu, eftir að verkfall hefst annan desember. Ef ekki tekst að semja, hefst verkfall um 300 starfsmanna álversins eftir rúma viku. 23. nóvember 2015 07:00 Óvíst hvort Rio Tinto losnar undan kaupskyldu raforku Óvissa ríkir um hvort hugsanleg lokun álversins í Straumsvík vegna verkfallstjóns losi Rio Tinto Alcan undan ábyrgð á raforkusamningi gagnvart Landsvirkjun. 23. nóvember 2015 19:30 Mest lesið Trump-tollar tóku gildi í nótt Viðskipti erlent Stjórnendur ekki að hvetja starfsfólk til að nýta gervigreindina enda kynslóðamunur á notendum Atvinnulíf Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Viðskipti innlent Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Viðskipti innlent Páskaegg allt að fjórðungi dýrari en í fyrra Neytendur Kannast ekki við hafa tekið lán að nóttu til en þarf að borga Neytendur Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Viðskipti erlent Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Viðskipti erlent Bjartara yfir við opnun markaða Viðskipti erlent Opus Futura kerfið: Sjálfvirk pörun orðin að veruleika í atvinnuleit og ráðningum Atvinnulíf Fleiri fréttir Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Hækkanir í Kauphöllinni á ný Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Fátt rökrétt við lækkanirnar Vöruviðskiptin tíu milljörðum óhagstæðari en í mars í fyrra Áframhaldandi hrun í Kauphöllinni Metfjöldi farþega í mars OK með nýjan fjármálastjóra Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Olíuvinnsla á Drekasvæðinu geti staðið undir rekstri ríkisins í tuttugu ár Kínverskir ferðamenn aldrei fleiri: Beint flug hefjist von bráðar Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Sjá meira
Það tæki Landsvirkjun fjögur til sex ár að fá nýja kaupendur að allri raforkunni, ef álverinu í Straumsvík yrði lokað, að mati sérfræðings um orkumarkaðinn. Ákvæði er í samningum Landsvirkjunar um að staðbundið verkfall geti losað kaupanda undan skuldbindingum sínum, svo fremi að hann hafi beitt öllum eðlilegum ráðum til að koma í veg fyrir verkfallið. Gunnar Tryggvason, sérfræðingur KPMG um orkumál, ræddi stöðuna í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. Spurt var hvort stjórnendum Rio Tinto Alcan væri alvara með hótun sinni um að loka álverinu eða hvort þetta væri blöff í kjaraviðræðum. Gunnar sagði að ef menn slekktu á álveri þá væri það ekki gert af leikaraskap né sem pókerspil í samningaviðræðum, því kostnaður við að ræsa það aftur hlypi væntanlega á nokkur hundruð milljónum króna, í þessu tilviki. Í húfi er meðal annars fjórðungur af orkusölu Landsvirkjunar, framleiðslugeta eins og þriggja Sultartangavirkjana eða fimm Búðarhálsvirkjana. Straumsvíkurálverið gæti mögulega losnað undan kaupskyldunni. Almennir skilmálar heildsölusamninga Landsvirkjunar segja að ákvæði um óviðráðanleg öfl í 9. grein taki einnig til allsherjarverkfalla og staðbundinna verkfalla en það yrði væntanlega túlkunaratriði dómstóla hvort álverið hefði í þessu tilviki beitt öllum eðlilegum ráðum, sem voru tiltæk, til að koma í veg fyrir verkfall. Í viðtalinu, sem sjá má hér að ofan, lýsti Gunnar þeim möguleikum sem Landsvirkjun hefði til að selja öðrum raforkuna, sem nú nýtist í Straumsvík. Hafa verður í huga að Ísland er lokaður raforkumarkaður, sem þýðir að kaupendur yrðu fyrst að byggja upp starfsemi hérlendis áður en þeir gætu nýtt orkuna. Ef kaupendur yrðu litlir aðilar, eins og mörg gagnaver eða mörg kísilver, þá tæki sú uppbygging fjögur til sex ár. Það væri helst hálfbyggt Helguvíkurálver sem gæti komið fyrr, eftir kannski tvö ár. Norðurál væri hins vegar með samninga við HS Orku og Orkuveitu Reykjavíkur, þannig að það yrði heldur ekki auðvelt, að mati Gunnars. Sæstrengur myndi ekki bjarga málum við þessar aðstæður, það tæki 6-8 ár að þróa og klára hann. „Þannig að ef það verður slökkt á álverinu á morgun eða hinn þá verður orkan ekkert notuð allavega næstu fjögur árin, myndi ég halda," segir Gunnar Tryggvason.
Kjaradeila í Straumsvík Verkfall 2016 Tengdar fréttir Lokun álversins hafi mikil áhrif á hafnfirskt samfélag Forseti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar hefur þungar áhyggjur af fyrirhugaðri lokun álversins í Straumsvík. 23. nóvember 2015 12:29 Búa sig undir að slökkva á Straumsvík Samþykkt hefur verið að stéttarfélög starfsmanna álversins í Straumsvík aðstoði Rio Tinto Alcan í tvær vikur við það að slökkva á álverinu, eftir að verkfall hefst annan desember. Ef ekki tekst að semja, hefst verkfall um 300 starfsmanna álversins eftir rúma viku. 23. nóvember 2015 07:00 Óvíst hvort Rio Tinto losnar undan kaupskyldu raforku Óvissa ríkir um hvort hugsanleg lokun álversins í Straumsvík vegna verkfallstjóns losi Rio Tinto Alcan undan ábyrgð á raforkusamningi gagnvart Landsvirkjun. 23. nóvember 2015 19:30 Mest lesið Trump-tollar tóku gildi í nótt Viðskipti erlent Stjórnendur ekki að hvetja starfsfólk til að nýta gervigreindina enda kynslóðamunur á notendum Atvinnulíf Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Viðskipti innlent Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Viðskipti innlent Páskaegg allt að fjórðungi dýrari en í fyrra Neytendur Kannast ekki við hafa tekið lán að nóttu til en þarf að borga Neytendur Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Viðskipti erlent Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Viðskipti erlent Bjartara yfir við opnun markaða Viðskipti erlent Opus Futura kerfið: Sjálfvirk pörun orðin að veruleika í atvinnuleit og ráðningum Atvinnulíf Fleiri fréttir Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Hækkanir í Kauphöllinni á ný Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Fátt rökrétt við lækkanirnar Vöruviðskiptin tíu milljörðum óhagstæðari en í mars í fyrra Áframhaldandi hrun í Kauphöllinni Metfjöldi farþega í mars OK með nýjan fjármálastjóra Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Olíuvinnsla á Drekasvæðinu geti staðið undir rekstri ríkisins í tuttugu ár Kínverskir ferðamenn aldrei fleiri: Beint flug hefjist von bráðar Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Sjá meira
Lokun álversins hafi mikil áhrif á hafnfirskt samfélag Forseti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar hefur þungar áhyggjur af fyrirhugaðri lokun álversins í Straumsvík. 23. nóvember 2015 12:29
Búa sig undir að slökkva á Straumsvík Samþykkt hefur verið að stéttarfélög starfsmanna álversins í Straumsvík aðstoði Rio Tinto Alcan í tvær vikur við það að slökkva á álverinu, eftir að verkfall hefst annan desember. Ef ekki tekst að semja, hefst verkfall um 300 starfsmanna álversins eftir rúma viku. 23. nóvember 2015 07:00
Óvíst hvort Rio Tinto losnar undan kaupskyldu raforku Óvissa ríkir um hvort hugsanleg lokun álversins í Straumsvík vegna verkfallstjóns losi Rio Tinto Alcan undan ábyrgð á raforkusamningi gagnvart Landsvirkjun. 23. nóvember 2015 19:30
Stjórnendur ekki að hvetja starfsfólk til að nýta gervigreindina enda kynslóðamunur á notendum Atvinnulíf
Stjórnendur ekki að hvetja starfsfólk til að nýta gervigreindina enda kynslóðamunur á notendum Atvinnulíf