„Ef þetta er ekki versta ákvörðun sem íslenska ríkið hefur tekið þá veit ég ekki hvað“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 7. desember 2015 16:35 Hreiðar Már Sigurðsson í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. vísir/stefán Stjórnendur Kaupþings töldu að staða bankans væri góð í september 2008, þrátt fyrir að staðan á mörkuðum væri slæm. Fyrir dómi í dag líkti Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri bankans, stöðunni á mörkuðum við veðrið sem gengur yfir Ísland í dag og sagði að þar hefði geisað „fárviðri.“ Hreiðar svaraði spurningum saksóknara og verjenda í dag við aðalmeðferð CLN-málsins í dag en hann er ákærður fyrir umboðssvik vegna lánveitinga til eignarhaldsfélaga skömmu fyrir bankahrun. Lánin, sem hljóðuðu upp á 510 milljónir evra, voru notuð til að kaupa lánshæfistengd skuldabréf, sem voru tengd skuldatryggingarálagi Kaupþings. Áttu kaupin að lækka skuldatryggingarálag bankans sem hafði hækkað mikið en lánin voru veitt á tímabilinu ágúst til október 2008. Bar ekki ábyrgð á því að lánin færu fyrir lánanefnd Hreiðar neitaði því staðfastlega fyrir dómi að hafa gefið fyrirmæli eða skipanir varðandi þær lánveitingar sem fjallað er um í ákæru. Þá hefði hann ekki borið ábyrgð á því að lánin færu fyrir lánanefnd stjórnar Kaupþings samstæðunnar sem hefði þurft að samþykkja lánin. Sagði Hreiðar að útlánastjórar bankans, sem voru fjölmargir, hefðu verið ábyrgir fyrir því að þau lán sem þess þyrftu færu fyrir lánanefnd. „Ég held að þið getið verið alveg öruggir með það að ef ég hefði komið að þessum lánveitingum þá hefðu menn munað það í fyrstu yfirheyrslunum hjá sérstökum saksóknarinn. Þeir hefðu sagt „Heyrðu, forstjórinn sagði mér að gera þetta.“ Þið eruð að reyna að halda því fram að ég hafi komið þarna að en það er enginn sem bendir þarna á mig,“ sagði Hreiðar. Ákvörðunin um að kaupa Glitni „skelfileg“ Eins og flestum er kunnugt um féll Kaupþing þann 9. október 2008 þegar Fjármálaeftirlitið tók yfir rekstur bankans. Hreiðar Már sagði að ástæðan fyrir því að bankinn féll hafi verið yfirtaka ríkisins á Glitni þann 29. september sama ár en við það hafi lausafjárstaða Kaupþings versnað til muna. „Íslensk stjórnvöld taka þá skelfilegu ákvörðun að kaupa Glitni án þess að svara því með nokkrum vitrænum hætti hvernig Glitnir ætti að geta staðið við sínar skuldbindingar. [...] Við erum dregnir með niður í það. [...] Ef þetta er ekki versta ákvörðun sem íslenska ríkið hefur tekið þá veit ég ekki hvað.“ CLN-málið Tengdar fréttir Hreiðar Már og saksóknari tókust harkalega á í héraðsdómi "Ég tók ábyrgð mína sem forstjóri Kaupþings mjög alvarlega og ég helgaði líf mitt velgengni Kaupþings,” sagði Hreiðar Már Sigurðsson. 7. desember 2015 11:49 Hreiðar Már: „Hann er að ljúga þessu upp á mig“ Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, þvertók fyrir það fyrir dómi í morgun að hafa gefið fyrirmæli um 130 milljóna evra peningamarkaðslán. 7. desember 2015 14:20 Mest lesið Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Viðskipti innlent Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Viðskipti innlent Einn vinsælasti tengiltvinnbíll Íslendinga snýr aftur Samstarf Vörur gerðar af meisturum fyrir meistara Samstarf Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Viðskipti innlent Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Viðskipti innlent BYKO opnar nýja og glæsilega timburverslun Samstarf Fleiri fréttir Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Sækja á sjötta milljarð króna Laun eftir kjarasamningi „gervistéttarfélags“ sögð tugum þúsunda lægri Spá 1,8 prósent hagvexti í ár og 2,7 prósent verðbólgu á næsta ári Sjá meira
Stjórnendur Kaupþings töldu að staða bankans væri góð í september 2008, þrátt fyrir að staðan á mörkuðum væri slæm. Fyrir dómi í dag líkti Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri bankans, stöðunni á mörkuðum við veðrið sem gengur yfir Ísland í dag og sagði að þar hefði geisað „fárviðri.“ Hreiðar svaraði spurningum saksóknara og verjenda í dag við aðalmeðferð CLN-málsins í dag en hann er ákærður fyrir umboðssvik vegna lánveitinga til eignarhaldsfélaga skömmu fyrir bankahrun. Lánin, sem hljóðuðu upp á 510 milljónir evra, voru notuð til að kaupa lánshæfistengd skuldabréf, sem voru tengd skuldatryggingarálagi Kaupþings. Áttu kaupin að lækka skuldatryggingarálag bankans sem hafði hækkað mikið en lánin voru veitt á tímabilinu ágúst til október 2008. Bar ekki ábyrgð á því að lánin færu fyrir lánanefnd Hreiðar neitaði því staðfastlega fyrir dómi að hafa gefið fyrirmæli eða skipanir varðandi þær lánveitingar sem fjallað er um í ákæru. Þá hefði hann ekki borið ábyrgð á því að lánin færu fyrir lánanefnd stjórnar Kaupþings samstæðunnar sem hefði þurft að samþykkja lánin. Sagði Hreiðar að útlánastjórar bankans, sem voru fjölmargir, hefðu verið ábyrgir fyrir því að þau lán sem þess þyrftu færu fyrir lánanefnd. „Ég held að þið getið verið alveg öruggir með það að ef ég hefði komið að þessum lánveitingum þá hefðu menn munað það í fyrstu yfirheyrslunum hjá sérstökum saksóknarinn. Þeir hefðu sagt „Heyrðu, forstjórinn sagði mér að gera þetta.“ Þið eruð að reyna að halda því fram að ég hafi komið þarna að en það er enginn sem bendir þarna á mig,“ sagði Hreiðar. Ákvörðunin um að kaupa Glitni „skelfileg“ Eins og flestum er kunnugt um féll Kaupþing þann 9. október 2008 þegar Fjármálaeftirlitið tók yfir rekstur bankans. Hreiðar Már sagði að ástæðan fyrir því að bankinn féll hafi verið yfirtaka ríkisins á Glitni þann 29. september sama ár en við það hafi lausafjárstaða Kaupþings versnað til muna. „Íslensk stjórnvöld taka þá skelfilegu ákvörðun að kaupa Glitni án þess að svara því með nokkrum vitrænum hætti hvernig Glitnir ætti að geta staðið við sínar skuldbindingar. [...] Við erum dregnir með niður í það. [...] Ef þetta er ekki versta ákvörðun sem íslenska ríkið hefur tekið þá veit ég ekki hvað.“
CLN-málið Tengdar fréttir Hreiðar Már og saksóknari tókust harkalega á í héraðsdómi "Ég tók ábyrgð mína sem forstjóri Kaupþings mjög alvarlega og ég helgaði líf mitt velgengni Kaupþings,” sagði Hreiðar Már Sigurðsson. 7. desember 2015 11:49 Hreiðar Már: „Hann er að ljúga þessu upp á mig“ Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, þvertók fyrir það fyrir dómi í morgun að hafa gefið fyrirmæli um 130 milljóna evra peningamarkaðslán. 7. desember 2015 14:20 Mest lesið Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Viðskipti innlent Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Viðskipti innlent Einn vinsælasti tengiltvinnbíll Íslendinga snýr aftur Samstarf Vörur gerðar af meisturum fyrir meistara Samstarf Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Viðskipti innlent Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Viðskipti innlent BYKO opnar nýja og glæsilega timburverslun Samstarf Fleiri fréttir Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Sækja á sjötta milljarð króna Laun eftir kjarasamningi „gervistéttarfélags“ sögð tugum þúsunda lægri Spá 1,8 prósent hagvexti í ár og 2,7 prósent verðbólgu á næsta ári Sjá meira
Hreiðar Már og saksóknari tókust harkalega á í héraðsdómi "Ég tók ábyrgð mína sem forstjóri Kaupþings mjög alvarlega og ég helgaði líf mitt velgengni Kaupþings,” sagði Hreiðar Már Sigurðsson. 7. desember 2015 11:49
Hreiðar Már: „Hann er að ljúga þessu upp á mig“ Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, þvertók fyrir það fyrir dómi í morgun að hafa gefið fyrirmæli um 130 milljóna evra peningamarkaðslán. 7. desember 2015 14:20