Fjöldi zúista hefur þrefaldast síðasta sólarhring Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 1. desember 2015 13:28 Ýmsar athyglisverðar hugmyndir hafa komið fram fyrir útfærslu á mögulegu píramídahofi sem zúistar sjá helst fyrir sér að reisa í Vatnsmýrinni verði söfnuðurinn nógu stór. Spurningin er hvort 3000 manns sé nægur fjöldi? Samkvæmt upplýsingum frá Þjóðskrá Íslands eru nú 2955 manns skráðir í trúfélag Zúista hér á landi en þeir voru 1124 síðdegis í gær. Fjöldi meðlima hefur því þrefaldast síðasta sólarhringinn eða svo. Ísak Andri Ólafsson, forstöðumaður og æðstiprestur zúista, hafði ekki heyrt nýjustu tölur þegar Vísir tók hann tali. Hann segir þennan mikla fjölda vonum framar og segir viðtökurnar við trúfélaginu stórkostlegar. Ein helsta nýlundan sem félagið stendur fyrir er að félagið endurgreiðir meðlimum þess árlegan styrk sem það fær frá ríkinu í nafni þeirra sem skráðir eru zúistar, að frádregnum umsýslukostnaði, en rétt er að benda á að skipting sóknargjalda miðast eingöngu við þá sem eru með skráð lögheimili á Íslandi.Grunaðir fjársvikamenn skráðir fyrir trúfélaginu Af þeim 2955 sem skráðir eru í félag zúista eru 2893 með lögheimili hér á landi en endanleg tala þeirra sem eru í trúfélaginu liggur ekki fyrir þar sem hægt er að breyta skráningu í trú-og lífsskoðunarfélög til miðnættis í kvöld. Eins og áður segir er Ísak Andri forstöðumaður zúista en með honum í stjórn eru fimm aðrir. Enginn þeirra er þó skráður fyrir trúfélaginu í fyrirtækjaskrá Ríkisskattstjóra að því er kemur fram á vef RÚV heldur bræðurnir Ágúst Arnar og Einar Ágústssynir. Um þá var fjallað í Kastljósi fyrr í vetur þar sem þeir eru grunaðir um efnahagsbrot en bræðurnir hafa staðið fyrir ýmsum verkefnum sem þeir hafa fjármagnað í gegnum vefsíðuna Kickstarter.Ísak Andri Ólafsson, forstöðumaður zúista á Íslandi.Vinna að stofnun nýs rekstrarfélags Í ljósi þessa liggur beinast við að spyrja Ísak hvort að núverandi stjórn zúista geti tryggt það að meðlimir félagsins fái sóknargjöldin endurgreidd þegar aðrir eru í forsvari fyrir rekstrarfélag zúista en núverandi stjórnarmenn. „Já, þetta er mjög eðlileg spurning. Málið er hins vegar það að endurskoðandinn okkar og lögmaðurinn okkar eru að leggja lokahönd á samning um nýtt rekstrarfélag zúista. Gamla rekstrarfélagið er enn virkt núna en þessir fyrrum stjórnendur trúfélagsins eru ekki í stjórn og ég veit ekki einu sinni hvort þeir eru skráðir í trúfélagið,“ segir Ísak.Hafa ekki áhyggjur af því að geta ekki staðið við endurgreiðsluna Hann segir peningana sem félagið fær frá ríkinu koma inn einhvern tímann á næsta ári. Það sé því nægur tími til stefnu til að ganga frá málunum og hann hefur engar áhyggjur af því að ekki verði hægt að standa við stóru orðin og endurgreiða félagsmönnum sóknargjöldin. „Það verður búið til nýtt rekstrarfélag utan um zúista og eftir því sem lögmaðurinn segir okkur þá er það einfalt mál. Við hefðum auðvitað aldrei farið út í þetta ef við hefðum ekki fengið fullvissu fyrir því að þetta myndi allt ganga upp,“ segir Ísak. Greiðslan fyrir hvern félaga frá ríkinu er 10.800 krónur. Ísak segist eiga erfitt með að segja til um hversu mikið hver zúisti mun fá endurgreitt frá félaginu þar sem ekki liggur fyrir hver umsýslukostnaðurinn verður né hvernig greiðslan verður sköttuð.Á hraðri leið að verða eitt stærsta trúfélag landsins „Við vonumst eftir því að það verði í kringum 10 þúsund kallinn en við getum þó ekki verið 100 prósent á því hversu mikið fólk mun fá til baka. Það er að minnsta kosti alveg á hreinu að við í stjórninni erum hvorki með aðgang að fjármunum félagsins né þiggjum laun,“ segir Ísak. Sé fjöldi zúista nú skoðaður í samanburði við önnur trúfélög má sjá að félagið er á góðri leið með að verða eitt stærsta trúfélag landsins. Tölurnar á vef Hagstofunnar eru reyndar frá 1. apríl síðastliðnum en samkvæmt þeim eru zúistar nú meðal annars orðnir fleiri en meðlimir Ásatrúarfélagsins sem hefur verið sjötta stærsta trúfélag landsins. Trúmál Zuism Tengdar fréttir Framsóknarmaður fyrir austan telur fólk skrá sig í félag zúista til að fá pening í vasann Stefán Bogi Sveinsson, fulltrúi Framsóknarflokksins í bæjarstjórn og bæjarráði Fljótsdalshéraðs, segir félag zúista ekki trúfélag heldur í besta falli áhugafélag um breytta löggjöf. 1. desember 2015 11:12 Zúistar orðnir fleiri en múslimar á Íslandi Zúistar eru nú orðnir eitt af stærstu trúfélögum landsins og hefur þeim fjölgað um ríflega þúsund á tveimur vikum. Yfirlýst markmið zúista er að koma sóknargjaldakerfinu af og leggja félagið síðan niður 30. nóvember 2015 18:30 Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Fréttin öll Innlent Fleiri fréttir Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Framlengir fjöldaflóttavernd enn frekar Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Að starfa með Sjálfstæðisflokknum eins og að sænga hjá ísbirni Grunaður morðingi áfram bak við lás og slá Allir flokkar innan frávika í könnunum nema Flokkur fólksins Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Sjá meira
Samkvæmt upplýsingum frá Þjóðskrá Íslands eru nú 2955 manns skráðir í trúfélag Zúista hér á landi en þeir voru 1124 síðdegis í gær. Fjöldi meðlima hefur því þrefaldast síðasta sólarhringinn eða svo. Ísak Andri Ólafsson, forstöðumaður og æðstiprestur zúista, hafði ekki heyrt nýjustu tölur þegar Vísir tók hann tali. Hann segir þennan mikla fjölda vonum framar og segir viðtökurnar við trúfélaginu stórkostlegar. Ein helsta nýlundan sem félagið stendur fyrir er að félagið endurgreiðir meðlimum þess árlegan styrk sem það fær frá ríkinu í nafni þeirra sem skráðir eru zúistar, að frádregnum umsýslukostnaði, en rétt er að benda á að skipting sóknargjalda miðast eingöngu við þá sem eru með skráð lögheimili á Íslandi.Grunaðir fjársvikamenn skráðir fyrir trúfélaginu Af þeim 2955 sem skráðir eru í félag zúista eru 2893 með lögheimili hér á landi en endanleg tala þeirra sem eru í trúfélaginu liggur ekki fyrir þar sem hægt er að breyta skráningu í trú-og lífsskoðunarfélög til miðnættis í kvöld. Eins og áður segir er Ísak Andri forstöðumaður zúista en með honum í stjórn eru fimm aðrir. Enginn þeirra er þó skráður fyrir trúfélaginu í fyrirtækjaskrá Ríkisskattstjóra að því er kemur fram á vef RÚV heldur bræðurnir Ágúst Arnar og Einar Ágústssynir. Um þá var fjallað í Kastljósi fyrr í vetur þar sem þeir eru grunaðir um efnahagsbrot en bræðurnir hafa staðið fyrir ýmsum verkefnum sem þeir hafa fjármagnað í gegnum vefsíðuna Kickstarter.Ísak Andri Ólafsson, forstöðumaður zúista á Íslandi.Vinna að stofnun nýs rekstrarfélags Í ljósi þessa liggur beinast við að spyrja Ísak hvort að núverandi stjórn zúista geti tryggt það að meðlimir félagsins fái sóknargjöldin endurgreidd þegar aðrir eru í forsvari fyrir rekstrarfélag zúista en núverandi stjórnarmenn. „Já, þetta er mjög eðlileg spurning. Málið er hins vegar það að endurskoðandinn okkar og lögmaðurinn okkar eru að leggja lokahönd á samning um nýtt rekstrarfélag zúista. Gamla rekstrarfélagið er enn virkt núna en þessir fyrrum stjórnendur trúfélagsins eru ekki í stjórn og ég veit ekki einu sinni hvort þeir eru skráðir í trúfélagið,“ segir Ísak.Hafa ekki áhyggjur af því að geta ekki staðið við endurgreiðsluna Hann segir peningana sem félagið fær frá ríkinu koma inn einhvern tímann á næsta ári. Það sé því nægur tími til stefnu til að ganga frá málunum og hann hefur engar áhyggjur af því að ekki verði hægt að standa við stóru orðin og endurgreiða félagsmönnum sóknargjöldin. „Það verður búið til nýtt rekstrarfélag utan um zúista og eftir því sem lögmaðurinn segir okkur þá er það einfalt mál. Við hefðum auðvitað aldrei farið út í þetta ef við hefðum ekki fengið fullvissu fyrir því að þetta myndi allt ganga upp,“ segir Ísak. Greiðslan fyrir hvern félaga frá ríkinu er 10.800 krónur. Ísak segist eiga erfitt með að segja til um hversu mikið hver zúisti mun fá endurgreitt frá félaginu þar sem ekki liggur fyrir hver umsýslukostnaðurinn verður né hvernig greiðslan verður sköttuð.Á hraðri leið að verða eitt stærsta trúfélag landsins „Við vonumst eftir því að það verði í kringum 10 þúsund kallinn en við getum þó ekki verið 100 prósent á því hversu mikið fólk mun fá til baka. Það er að minnsta kosti alveg á hreinu að við í stjórninni erum hvorki með aðgang að fjármunum félagsins né þiggjum laun,“ segir Ísak. Sé fjöldi zúista nú skoðaður í samanburði við önnur trúfélög má sjá að félagið er á góðri leið með að verða eitt stærsta trúfélag landsins. Tölurnar á vef Hagstofunnar eru reyndar frá 1. apríl síðastliðnum en samkvæmt þeim eru zúistar nú meðal annars orðnir fleiri en meðlimir Ásatrúarfélagsins sem hefur verið sjötta stærsta trúfélag landsins.
Trúmál Zuism Tengdar fréttir Framsóknarmaður fyrir austan telur fólk skrá sig í félag zúista til að fá pening í vasann Stefán Bogi Sveinsson, fulltrúi Framsóknarflokksins í bæjarstjórn og bæjarráði Fljótsdalshéraðs, segir félag zúista ekki trúfélag heldur í besta falli áhugafélag um breytta löggjöf. 1. desember 2015 11:12 Zúistar orðnir fleiri en múslimar á Íslandi Zúistar eru nú orðnir eitt af stærstu trúfélögum landsins og hefur þeim fjölgað um ríflega þúsund á tveimur vikum. Yfirlýst markmið zúista er að koma sóknargjaldakerfinu af og leggja félagið síðan niður 30. nóvember 2015 18:30 Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Fréttin öll Innlent Fleiri fréttir Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Framlengir fjöldaflóttavernd enn frekar Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Að starfa með Sjálfstæðisflokknum eins og að sænga hjá ísbirni Grunaður morðingi áfram bak við lás og slá Allir flokkar innan frávika í könnunum nema Flokkur fólksins Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Sjá meira
Framsóknarmaður fyrir austan telur fólk skrá sig í félag zúista til að fá pening í vasann Stefán Bogi Sveinsson, fulltrúi Framsóknarflokksins í bæjarstjórn og bæjarráði Fljótsdalshéraðs, segir félag zúista ekki trúfélag heldur í besta falli áhugafélag um breytta löggjöf. 1. desember 2015 11:12
Zúistar orðnir fleiri en múslimar á Íslandi Zúistar eru nú orðnir eitt af stærstu trúfélögum landsins og hefur þeim fjölgað um ríflega þúsund á tveimur vikum. Yfirlýst markmið zúista er að koma sóknargjaldakerfinu af og leggja félagið síðan niður 30. nóvember 2015 18:30