Framsóknarmaður fyrir austan telur fólk skrá sig í félag zúista til að fá pening í vasann Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 1. desember 2015 11:12 Stefán Bogi Sveinsson vísir/valli Stefán Bogi Sveinsson, fulltrúi Framsóknarflokksins í bæjarstjórn og bæjarráði Fljótsdalshéraðs, ritar grein á vefinn Austurfrétt um trú-og lífsskoðunarfélag zúista en á rétt rúmlega tveimur vikum hefur meðlimum í félaginu fjölgað um rúmlega þúsund. Í grein sinni veltir Stefán Bogi því fyrir sér hvað zúistar séu en hann fullyrðir að þeir sem hafi skráð sig í félagið hafi ekki hugmynd um það. Hann rekur síðan það sem hann hefur komist að um félagið með leit sinni á netinu og vísar meðal annars í heimasíðu zúista. Þar kemur meðal annars fram zuismi byggi á ritum frá Súmeríu „sem er talin elsta siðmenning heimsins og trú þeirra er einnig sú elsta sem vitneskja er um,“ eins og segir í kennisetningum trúfélagsins. Á heimasíðunni er einnig greint frá því meginmarkmiði zúista að lög sem veita trú-og lífsskoðunarfélögum forréttindi eða fjárstyrki umfram önnur félög verði felld úr gildi auk þess sem gagnagrunnur yfir aðil landsmanna að trúfélögum verði lagður af. Þegar þessu markmiðum hefur verið náð verður trúfélagið lagt niður.Sjá einnig: Zúistar orðnir fleiri en múslimar á ÍslandiÝmsar athyglisverðar hugmyndir hafa komið fram fyrir útfærslu á mögulegu píramídahofi sem zúistar sjá helst fyrir sér að reisa í Vatnsmýrinni verði söfnuðurinn nógu stór.„Ef þú ert tiltekinnar trúar skaltu skrá þig í viðkomandi trúfélag“ Ein helsta nýlundan sem félag zúista stendur fyrir er að félagið endurgreiðir meðlimum þess árlegan styrk sem það fær frá ríkinu í nafni þeirra sem skráðir eru zúistar. Stefán Bogi leggur út frá þessu í grein sinni þegar hann segir: „Ég ætla að ganga svo langt að gefa mér að enginn hafi skráð sig í félagið til að iðka zúisma og að tilgangur þeirra sem nú hafa gengið í félagið sé annað af tvennu. Að fá peninginn í vasann, eða að mótmæla núverandi löggjöf um trú- og lífsskoðunarfélög. Ég ætla ekki að fjölyrða um fyrri liðinn. Það að skrá sig í trúfélag, án þess að trúa kennisetningum þess, til þess eins að hagnast persónulega er ekki á tiltakanlega háu plani siðferðislega. Ef þú ert tiltekinnar trúar skaltu skrá þig í viðkomandi trúfélag. Ef þú ert trúlaus en hefur sterkar skoðanir á lífinu og tilverunni sem rúmast innan þess sem kallast lífsskoðunarfélag, skráðu þig þá í það félag. Ef þú ert trúlaus og hefur ekki lífskoðanir sem jafnast til trúarbragða, nú stattu þá utan trúfélaga. Það er hið heiðarlega.“Segir zúista í besta falli áhugafélag um að breyta löggjöf Stefán Bogi segist skilja það sjónarmið að mótmæla löggjöfinni um trú- og lífsskoðunarfélög og „sem slíkur gjörningur þá er framganga forsvarsmanna zúista með best heppnuðu mótmælum sem sést hafa lengi.“ Hann telur hins að félag zúista sé ekki trúfélag: „Sýslumanninum á Norðurlandi eystra er með reglugerð falið að sjá um skráningu og eftirlit með skráðum trú- og lífsskoðunarfélögum. Starfsemi þeirra verður að standast skilyrði sem fram koma í 3. gr. laga nr. 108/1999 um skráð trúfélög og lífsskoðunarfélög. Í 1. mgr. 6. gr. laganna kemur fram að ef félag uppfyllir ekki þessi skilyrði lengur geti sýslumaður ákveðið að afskrá trúfélag að undangengnu ákveðnu ferli. Félag zúista er ekki trúfélag. Það er heldur ekki lífsskoðunarfélag í skilningi laganna. Það er í besta falli áhugafélag um að breyta löggjöf. Það er réttur hvers og eins að hafa skoðun og berjast fyrir henni. Það geta forsvarsmenn og aðrir zúistar gert áfram sem þrýstihópur eða jafnvel stjórnmálaafl. En þau geta ekki ætlast til að halda skráningu sinni sem trúfélag. Með eigin orðum og yfirlýsingum hafa þau tekið skýrt fram að markmið þeirra er ekki ástundun trúarbragða. Þau ættu með réttu lagi að afskrá félagið sjálf.“ Grein Stefáns má lesa í heild sinni hér. Trúmál Zuism Tengdar fréttir Zúistar orðnir fleiri en múslimar á Íslandi Zúistar eru nú orðnir eitt af stærstu trúfélögum landsins og hefur þeim fjölgað um ríflega þúsund á tveimur vikum. Yfirlýst markmið zúista er að koma sóknargjaldakerfinu af og leggja félagið síðan niður 30. nóvember 2015 18:30 Mest lesið Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Sjá meira
Stefán Bogi Sveinsson, fulltrúi Framsóknarflokksins í bæjarstjórn og bæjarráði Fljótsdalshéraðs, ritar grein á vefinn Austurfrétt um trú-og lífsskoðunarfélag zúista en á rétt rúmlega tveimur vikum hefur meðlimum í félaginu fjölgað um rúmlega þúsund. Í grein sinni veltir Stefán Bogi því fyrir sér hvað zúistar séu en hann fullyrðir að þeir sem hafi skráð sig í félagið hafi ekki hugmynd um það. Hann rekur síðan það sem hann hefur komist að um félagið með leit sinni á netinu og vísar meðal annars í heimasíðu zúista. Þar kemur meðal annars fram zuismi byggi á ritum frá Súmeríu „sem er talin elsta siðmenning heimsins og trú þeirra er einnig sú elsta sem vitneskja er um,“ eins og segir í kennisetningum trúfélagsins. Á heimasíðunni er einnig greint frá því meginmarkmiði zúista að lög sem veita trú-og lífsskoðunarfélögum forréttindi eða fjárstyrki umfram önnur félög verði felld úr gildi auk þess sem gagnagrunnur yfir aðil landsmanna að trúfélögum verði lagður af. Þegar þessu markmiðum hefur verið náð verður trúfélagið lagt niður.Sjá einnig: Zúistar orðnir fleiri en múslimar á ÍslandiÝmsar athyglisverðar hugmyndir hafa komið fram fyrir útfærslu á mögulegu píramídahofi sem zúistar sjá helst fyrir sér að reisa í Vatnsmýrinni verði söfnuðurinn nógu stór.„Ef þú ert tiltekinnar trúar skaltu skrá þig í viðkomandi trúfélag“ Ein helsta nýlundan sem félag zúista stendur fyrir er að félagið endurgreiðir meðlimum þess árlegan styrk sem það fær frá ríkinu í nafni þeirra sem skráðir eru zúistar. Stefán Bogi leggur út frá þessu í grein sinni þegar hann segir: „Ég ætla að ganga svo langt að gefa mér að enginn hafi skráð sig í félagið til að iðka zúisma og að tilgangur þeirra sem nú hafa gengið í félagið sé annað af tvennu. Að fá peninginn í vasann, eða að mótmæla núverandi löggjöf um trú- og lífsskoðunarfélög. Ég ætla ekki að fjölyrða um fyrri liðinn. Það að skrá sig í trúfélag, án þess að trúa kennisetningum þess, til þess eins að hagnast persónulega er ekki á tiltakanlega háu plani siðferðislega. Ef þú ert tiltekinnar trúar skaltu skrá þig í viðkomandi trúfélag. Ef þú ert trúlaus en hefur sterkar skoðanir á lífinu og tilverunni sem rúmast innan þess sem kallast lífsskoðunarfélag, skráðu þig þá í það félag. Ef þú ert trúlaus og hefur ekki lífskoðanir sem jafnast til trúarbragða, nú stattu þá utan trúfélaga. Það er hið heiðarlega.“Segir zúista í besta falli áhugafélag um að breyta löggjöf Stefán Bogi segist skilja það sjónarmið að mótmæla löggjöfinni um trú- og lífsskoðunarfélög og „sem slíkur gjörningur þá er framganga forsvarsmanna zúista með best heppnuðu mótmælum sem sést hafa lengi.“ Hann telur hins að félag zúista sé ekki trúfélag: „Sýslumanninum á Norðurlandi eystra er með reglugerð falið að sjá um skráningu og eftirlit með skráðum trú- og lífsskoðunarfélögum. Starfsemi þeirra verður að standast skilyrði sem fram koma í 3. gr. laga nr. 108/1999 um skráð trúfélög og lífsskoðunarfélög. Í 1. mgr. 6. gr. laganna kemur fram að ef félag uppfyllir ekki þessi skilyrði lengur geti sýslumaður ákveðið að afskrá trúfélag að undangengnu ákveðnu ferli. Félag zúista er ekki trúfélag. Það er heldur ekki lífsskoðunarfélag í skilningi laganna. Það er í besta falli áhugafélag um að breyta löggjöf. Það er réttur hvers og eins að hafa skoðun og berjast fyrir henni. Það geta forsvarsmenn og aðrir zúistar gert áfram sem þrýstihópur eða jafnvel stjórnmálaafl. En þau geta ekki ætlast til að halda skráningu sinni sem trúfélag. Með eigin orðum og yfirlýsingum hafa þau tekið skýrt fram að markmið þeirra er ekki ástundun trúarbragða. Þau ættu með réttu lagi að afskrá félagið sjálf.“ Grein Stefáns má lesa í heild sinni hér.
Trúmál Zuism Tengdar fréttir Zúistar orðnir fleiri en múslimar á Íslandi Zúistar eru nú orðnir eitt af stærstu trúfélögum landsins og hefur þeim fjölgað um ríflega þúsund á tveimur vikum. Yfirlýst markmið zúista er að koma sóknargjaldakerfinu af og leggja félagið síðan niður 30. nóvember 2015 18:30 Mest lesið Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Sjá meira
Zúistar orðnir fleiri en múslimar á Íslandi Zúistar eru nú orðnir eitt af stærstu trúfélögum landsins og hefur þeim fjölgað um ríflega þúsund á tveimur vikum. Yfirlýst markmið zúista er að koma sóknargjaldakerfinu af og leggja félagið síðan niður 30. nóvember 2015 18:30