McLaren á tvær sekúndur inni 17. desember 2015 22:30 Ökumenn McLaren liðsins eru bjartsýnir á framhaldið. Vísir/Getty Ökumenn McLaren liðsins, Fernando Alonso og Jenson Button telja tveggja sekúndna framfarir afar mögulegar í vetur. Þeir telja mögulegt að þeir muni berjast um verðlaunasæti á næsta ári. McLaren liðið náði aðeins í 27 stig á nýliðnu tímabili. Algengt var að sjá McLaren bílana neðsta á lista yfir hröðustu brautartíma. Að meðaltali voru McLaren bílarnir 2,4 sekúndum hring á eftir Mercedes bílunum en 1,8 sekúndum á eftir þeim sem næstir koma á eftir Mercedes í hvert skipti. Framfarir um tvær sekúndur í vetur myndu því setja McLaren bílana inn í hóp þeirra sem eru bestir af restinni, þeir sem eru næstir á eftir Mercedes. Framfarir annarra liða munu þó þýða að McLaren þarf sennilega að finna ögn meira en tvær sekúndur. „Það eru nokkrir hlutir sem munu skila miklum framförum sem við höfum þegar lagað, þetta eru hlutir sem þú getur ekki einfaldlega sett á bílinn á miðju tímabili. Ég er mjög jákvæður á framhaldið,“ sagði Button í samtali við Top Gear. „Ég held við munum ekki koma á óvart vegna þess að fólk býst við því að við séum samkeppnishæfir, við munum ekki vinna keppnir en við munum berjast um verðlaunasæti,“ bætti Button við. Alonso telur að McLaren geti fundið enn meiri tíma ef allt smellur saman. Talið er að hann hafi góða ástæðu til þess. Vísbendingar eru á lofti og orðrómar á kreiki um gríðarlegar framfarir Honda, sem skaffar McLaren vélar. „Ég tel að við eigum eftir að sjá miklar framfarir og jafnvel meira en tvær sekúndur,“ sagði Alonso. „Öll liðin munu ná framförum í vetur sem nema um hálfri til einni sekúndu. Það er eðlileg þróun fyrir lið yfir veturinn. Við þurfum að gera miklu meira en það og vélin er þar stærsti þátturinn,“ sagði Alonso. Formúla Tengdar fréttir Honda setur markið á Ferrari Honda ætlar að mæta með talsvert mikið uppfærða vél til Belgíu um helgina. Honda vonast til að hún jafnist nú á við Ferrari vélina. 17. ágúst 2015 22:11 Brösótt endurkoma Honda Yfirmaður kappakstursmála hjá vélaframleiðandanum Honda segir að endurkoman í Formúlu 1 hafi ekki gengið sem skyldi. 5. ágúst 2015 23:30 Arai: Honda vélin er öflugari en Reanult vélin Yasuhisa Arai, yfirmaður kappakstursmála hjá Honda segir að Formúlu 1 vél japanska framleiðandans sé aflmeiri en Reanult vélin. Hann segir muninn 25 hestöfl. 1. september 2015 21:30 Kevin Magnussen yfirgefur McLaren Varaökumaður McLaren liðsins fer frá liðinu til að reyna að tryggja sér keppnissæti á næsta ári annars staðar en hjá McLaren. 19. október 2015 22:15 Ríkisstjórn Indónesíu vill kaupa sæti hjá Manor Ríkisstjórn Indónesíu hefur í bréfi til Manor F1 liðsins boðið fjárhagslegan styrk. Ríkisstjórnin vill fá Rio Haryanto bak við stýrið og merkingar á bílana. 13. desember 2015 12:00 Mest lesið Kyssti fréttamanninn í miðju viðtali Sport Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Enski boltinn Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Íslenski boltinn Enskir fjölmiðlar segja Chelsea hafa brotið reglur UEFA Enski boltinn Everton gerði grönnunum greiða með því að taka stig af Arsenal Enski boltinn „Sé þá ekki vinna í ár“ Íslenski boltinn Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Vinur Pútíns við það að slá eitt stærsta metið í bandarískum íþróttum Sport Segja að Valur hafi boðið meira en tvær milljónir í Úlfu Dís Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Ballið búið hjá Hamilton og Vergara Red Bull búið að gefast upp á Lawson Hamilton dæmdur úr leik í Kína Piastri vann Kínakappaksturinn Hamilton vann sprettkeppnina en Piastri á ráspól Fyrsti ráspóll Hamiltons í rauðu Eddie Jordan látinn Formúlan gæti farið til Bangkok Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Sjá meira
Ökumenn McLaren liðsins, Fernando Alonso og Jenson Button telja tveggja sekúndna framfarir afar mögulegar í vetur. Þeir telja mögulegt að þeir muni berjast um verðlaunasæti á næsta ári. McLaren liðið náði aðeins í 27 stig á nýliðnu tímabili. Algengt var að sjá McLaren bílana neðsta á lista yfir hröðustu brautartíma. Að meðaltali voru McLaren bílarnir 2,4 sekúndum hring á eftir Mercedes bílunum en 1,8 sekúndum á eftir þeim sem næstir koma á eftir Mercedes í hvert skipti. Framfarir um tvær sekúndur í vetur myndu því setja McLaren bílana inn í hóp þeirra sem eru bestir af restinni, þeir sem eru næstir á eftir Mercedes. Framfarir annarra liða munu þó þýða að McLaren þarf sennilega að finna ögn meira en tvær sekúndur. „Það eru nokkrir hlutir sem munu skila miklum framförum sem við höfum þegar lagað, þetta eru hlutir sem þú getur ekki einfaldlega sett á bílinn á miðju tímabili. Ég er mjög jákvæður á framhaldið,“ sagði Button í samtali við Top Gear. „Ég held við munum ekki koma á óvart vegna þess að fólk býst við því að við séum samkeppnishæfir, við munum ekki vinna keppnir en við munum berjast um verðlaunasæti,“ bætti Button við. Alonso telur að McLaren geti fundið enn meiri tíma ef allt smellur saman. Talið er að hann hafi góða ástæðu til þess. Vísbendingar eru á lofti og orðrómar á kreiki um gríðarlegar framfarir Honda, sem skaffar McLaren vélar. „Ég tel að við eigum eftir að sjá miklar framfarir og jafnvel meira en tvær sekúndur,“ sagði Alonso. „Öll liðin munu ná framförum í vetur sem nema um hálfri til einni sekúndu. Það er eðlileg þróun fyrir lið yfir veturinn. Við þurfum að gera miklu meira en það og vélin er þar stærsti þátturinn,“ sagði Alonso.
Formúla Tengdar fréttir Honda setur markið á Ferrari Honda ætlar að mæta með talsvert mikið uppfærða vél til Belgíu um helgina. Honda vonast til að hún jafnist nú á við Ferrari vélina. 17. ágúst 2015 22:11 Brösótt endurkoma Honda Yfirmaður kappakstursmála hjá vélaframleiðandanum Honda segir að endurkoman í Formúlu 1 hafi ekki gengið sem skyldi. 5. ágúst 2015 23:30 Arai: Honda vélin er öflugari en Reanult vélin Yasuhisa Arai, yfirmaður kappakstursmála hjá Honda segir að Formúlu 1 vél japanska framleiðandans sé aflmeiri en Reanult vélin. Hann segir muninn 25 hestöfl. 1. september 2015 21:30 Kevin Magnussen yfirgefur McLaren Varaökumaður McLaren liðsins fer frá liðinu til að reyna að tryggja sér keppnissæti á næsta ári annars staðar en hjá McLaren. 19. október 2015 22:15 Ríkisstjórn Indónesíu vill kaupa sæti hjá Manor Ríkisstjórn Indónesíu hefur í bréfi til Manor F1 liðsins boðið fjárhagslegan styrk. Ríkisstjórnin vill fá Rio Haryanto bak við stýrið og merkingar á bílana. 13. desember 2015 12:00 Mest lesið Kyssti fréttamanninn í miðju viðtali Sport Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Enski boltinn Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Íslenski boltinn Enskir fjölmiðlar segja Chelsea hafa brotið reglur UEFA Enski boltinn Everton gerði grönnunum greiða með því að taka stig af Arsenal Enski boltinn „Sé þá ekki vinna í ár“ Íslenski boltinn Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Vinur Pútíns við það að slá eitt stærsta metið í bandarískum íþróttum Sport Segja að Valur hafi boðið meira en tvær milljónir í Úlfu Dís Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Ballið búið hjá Hamilton og Vergara Red Bull búið að gefast upp á Lawson Hamilton dæmdur úr leik í Kína Piastri vann Kínakappaksturinn Hamilton vann sprettkeppnina en Piastri á ráspól Fyrsti ráspóll Hamiltons í rauðu Eddie Jordan látinn Formúlan gæti farið til Bangkok Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Sjá meira
Honda setur markið á Ferrari Honda ætlar að mæta með talsvert mikið uppfærða vél til Belgíu um helgina. Honda vonast til að hún jafnist nú á við Ferrari vélina. 17. ágúst 2015 22:11
Brösótt endurkoma Honda Yfirmaður kappakstursmála hjá vélaframleiðandanum Honda segir að endurkoman í Formúlu 1 hafi ekki gengið sem skyldi. 5. ágúst 2015 23:30
Arai: Honda vélin er öflugari en Reanult vélin Yasuhisa Arai, yfirmaður kappakstursmála hjá Honda segir að Formúlu 1 vél japanska framleiðandans sé aflmeiri en Reanult vélin. Hann segir muninn 25 hestöfl. 1. september 2015 21:30
Kevin Magnussen yfirgefur McLaren Varaökumaður McLaren liðsins fer frá liðinu til að reyna að tryggja sér keppnissæti á næsta ári annars staðar en hjá McLaren. 19. október 2015 22:15
Ríkisstjórn Indónesíu vill kaupa sæti hjá Manor Ríkisstjórn Indónesíu hefur í bréfi til Manor F1 liðsins boðið fjárhagslegan styrk. Ríkisstjórnin vill fá Rio Haryanto bak við stýrið og merkingar á bílana. 13. desember 2015 12:00