Umræðu um fjárlög loks lokið Sveinn Arnarsson skrifar 17. desember 2015 07:00 Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra í pontu á þingfundi í gærkvöldi. Einar K. Guðfinnsson þingforseti stýrir fundinum, en umræður um fjárlög hafa aldrei staðið lengur á fyrri þingum. vísir/anton brink Árni Páll Árnason formaður Samfylkingarinnar Lengstu umræðu um fjárlög frá því rafræn skráning þingræðna hófst lauk á fjórða tímanum í gær. Eftir átta daga samfellda þingfundi um aðra umræðu fjárlaga, sem oft á tíðum varði fram á nótt, höfðu 1.758 ræður verið haldnar í rúmar 87 klukkustundir, langflestar þeirra haldnar af stjórnarandstöðu. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins kom það flatt upp á suma stjórnarandstöðuþingmenn þegar formaður Samfylkingarinnar, Árni Páll Árnason, boðaði í hádegisfréttum útvarps í gær, að umræðum lyki þann daginn. Ekkert samkomulag virðist hafa verið gert milli stjórnar og stjórnarandstöðu. Meirihluti á þingi hafði gagnrýnt stjórnarandstöðuna harðlega fyrir grímulaust málþóf og forsætisráðherra sagði í þingræðu að hér væri stjórnarandstaðan að slá einn eitt Íslandsmetið í málþófi. Katrín Júlíusdóttir benti hins vegar á að þessi barátta væri ekki háð til einskis. Þetta væri leið minnihlutans til þess að berjast fyrir auknum framlögum til Ríkisútvarpsins og Landspítalans sem og að öryrkjar og aldraðir fengju einnig leiðréttingu á kjörum sínum frá 1. maí síðastliðnum eins og aðrir hópar þessa lands.Helgi Hrafn Gunnarsson formaður Píratavísir/vilhelmAtkvæðagreiðsla hófst að lokinni annarri umræðu. Um þrjú hundruð breytingartillögur lágu fyrir þinginu og því tók það nokkra klukkutíma að klára það verk. Vigdís Hauksdóttir, formaður fjárlaganefndar, var ánægð með að þessum umræðum væri loksins lokið. „Ég er afar hamingjusöm og ánægjulegt að umræðan hafi verið stöðvuð. Mér fannst orðið svolítið mikið af endurtekningum í umræðum og langt síðan það gerðist að eitthvað nýtt hafi komið fram í umræðunni. Umræðan hafði fyrir löngu verið tæmd,“ segir Vigdís Hauksdóttir. Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, segir umræðurnar hafa verið mjög góðar og innihaldsríkar. „Fyrir mér var þetta ekki löng umræða. Við vitum að þessi umræða er sú lengsta frá upphafi en það má kannski segja að umræður hafi þá í gegnum tíðina ekki verið nógu langar. Hér var meirihluti fjárlaganefndar með um þrjú hundruð breytingartillögur og við gátum ekki farið í gegnum þær allar á þessum tíma svo dæmi sé tekið,“ segir Helgi. Vigdís segist vona að þingið geti klárað frumvarpið fyrir jól þó hún setji það ekki fyrir sig að mæta milli jóla og nýárs til þingfundar. Fjárlaganefndarfundur hefur verið boðaður í dag. „Ég hef boðað fjárlaganefnd á fund og legg kapp á að þetta komi sem fyrst aftur til þings til að ljúka fjárlögum. Auðvitað vona ég að við getum klárað þetta fljótt og auðveldlega.“ Alþingi Tengdar fréttir Fjörutíu prósent þingumræðunnar hefur verið um fjárlögin Búið er að ræða um þau í um 90 klukkustundir. 16. desember 2015 14:34 Stjórnarandstaðan situr hjá við atkvæðagreiðsluna Leiðtogar stjórnarandstöðunnar ætla að sitja hjá við atkvæðagreiðslu í flestum málum. 16. desember 2015 18:29 Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu Innlent Fleiri fréttir Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sjá meira
Árni Páll Árnason formaður Samfylkingarinnar Lengstu umræðu um fjárlög frá því rafræn skráning þingræðna hófst lauk á fjórða tímanum í gær. Eftir átta daga samfellda þingfundi um aðra umræðu fjárlaga, sem oft á tíðum varði fram á nótt, höfðu 1.758 ræður verið haldnar í rúmar 87 klukkustundir, langflestar þeirra haldnar af stjórnarandstöðu. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins kom það flatt upp á suma stjórnarandstöðuþingmenn þegar formaður Samfylkingarinnar, Árni Páll Árnason, boðaði í hádegisfréttum útvarps í gær, að umræðum lyki þann daginn. Ekkert samkomulag virðist hafa verið gert milli stjórnar og stjórnarandstöðu. Meirihluti á þingi hafði gagnrýnt stjórnarandstöðuna harðlega fyrir grímulaust málþóf og forsætisráðherra sagði í þingræðu að hér væri stjórnarandstaðan að slá einn eitt Íslandsmetið í málþófi. Katrín Júlíusdóttir benti hins vegar á að þessi barátta væri ekki háð til einskis. Þetta væri leið minnihlutans til þess að berjast fyrir auknum framlögum til Ríkisútvarpsins og Landspítalans sem og að öryrkjar og aldraðir fengju einnig leiðréttingu á kjörum sínum frá 1. maí síðastliðnum eins og aðrir hópar þessa lands.Helgi Hrafn Gunnarsson formaður Píratavísir/vilhelmAtkvæðagreiðsla hófst að lokinni annarri umræðu. Um þrjú hundruð breytingartillögur lágu fyrir þinginu og því tók það nokkra klukkutíma að klára það verk. Vigdís Hauksdóttir, formaður fjárlaganefndar, var ánægð með að þessum umræðum væri loksins lokið. „Ég er afar hamingjusöm og ánægjulegt að umræðan hafi verið stöðvuð. Mér fannst orðið svolítið mikið af endurtekningum í umræðum og langt síðan það gerðist að eitthvað nýtt hafi komið fram í umræðunni. Umræðan hafði fyrir löngu verið tæmd,“ segir Vigdís Hauksdóttir. Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, segir umræðurnar hafa verið mjög góðar og innihaldsríkar. „Fyrir mér var þetta ekki löng umræða. Við vitum að þessi umræða er sú lengsta frá upphafi en það má kannski segja að umræður hafi þá í gegnum tíðina ekki verið nógu langar. Hér var meirihluti fjárlaganefndar með um þrjú hundruð breytingartillögur og við gátum ekki farið í gegnum þær allar á þessum tíma svo dæmi sé tekið,“ segir Helgi. Vigdís segist vona að þingið geti klárað frumvarpið fyrir jól þó hún setji það ekki fyrir sig að mæta milli jóla og nýárs til þingfundar. Fjárlaganefndarfundur hefur verið boðaður í dag. „Ég hef boðað fjárlaganefnd á fund og legg kapp á að þetta komi sem fyrst aftur til þings til að ljúka fjárlögum. Auðvitað vona ég að við getum klárað þetta fljótt og auðveldlega.“
Alþingi Tengdar fréttir Fjörutíu prósent þingumræðunnar hefur verið um fjárlögin Búið er að ræða um þau í um 90 klukkustundir. 16. desember 2015 14:34 Stjórnarandstaðan situr hjá við atkvæðagreiðsluna Leiðtogar stjórnarandstöðunnar ætla að sitja hjá við atkvæðagreiðslu í flestum málum. 16. desember 2015 18:29 Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu Innlent Fleiri fréttir Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sjá meira
Fjörutíu prósent þingumræðunnar hefur verið um fjárlögin Búið er að ræða um þau í um 90 klukkustundir. 16. desember 2015 14:34
Stjórnarandstaðan situr hjá við atkvæðagreiðsluna Leiðtogar stjórnarandstöðunnar ætla að sitja hjá við atkvæðagreiðslu í flestum málum. 16. desember 2015 18:29