Silja Dögg bara talað í sex og hálfa mínútu Sveinn Arnarsson skrifar 15. desember 2015 07:00 Alþingi Steingrímur J. Sigfússon hefur talað mest allra á yfirstandandi þingi. Hefur hann haldið 210 ræður og talað í þeim í 11,4 klukkustundir. Þingmenn stjórnarandstöðunnar raða sér í efstu sætin. Samkvæmt starfsáætlun þingsins átti því að ljúka síðastliðinn föstudag. Við það tækifæri tók Fréttablaðið saman ræðutíma þingmanna frá upphafi þings í byrjun september. Þingmenn stjórnarandstöðunnar eru í fjórum af fimm efstu sætunum auk Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra. „Ég hef nú verið á þessum lista áður og svo sem ekki nýtt fyrir mér,“ sagði Steingrímur Sigfússon þegar honum var greint frá því að hann hefði talað lengst allra á þinginu. „Ég hef lagt áherslu á að rækja skyldur mínar í þessum efnum og haft ræður mínar innihaldsríkar svo þær geti nýst sem aðhald. Það væri óskandi að stjórnarmeirihlutinn væri duglegri við að mæta og hlýða á ræðurnar.“ Hann vísaði á bug að um einhvers konar málþóf væri að ræða heldur þyrfti að ræða um helstu ágreiningsefni við stjórnvöld hverju sinni.Af þeim fimm sem minnst hafa talað er einn úr Sjálfstæðisflokki og fjórir þingmenn Framsóknarflokksins, þar af þrír þeirra úr sama kjördæminu. Silja Dögg Gunnarsdóttir hefur haldið fjórar ræður á yfirstandandi þingi og talað í sex og hálfa mínútu. „Ég hef bara einhvern veginn ekkert verið í þeim stóru málum sem hafa tekið mestan tíma á þessu þingi. Ég hef ekkert verið í fjárlagaumræðunni því ég er ekki í fjárlaganefnd. Það er þumalputtaregla að einhver úr nefndinni tali fyrir málum á þingi. Ef maður tekur saman tíma sem þingmenn tala þá er stjórnarandstaðan með miklu fleiri mínútur og ekkert bundið við þetta þing,“ segir Silja Dögg en segir fullt málfrelsi vera innan flokksins á þingi. „Þú mátt alveg fara upp og tala, það er ekkert bannað. Ef ég vildi tala um flugvelli eða eitthvað slíkt þá gæti ég gert það, en ég vil hins vegar bæta einhverju við það sem kollegar mínir hafa sagt áður. Ég er ekki að tala bara til að tala og safna þannig mínútum.“ Alþingi Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Fleiri fréttir Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Sjá meira
Alþingi Steingrímur J. Sigfússon hefur talað mest allra á yfirstandandi þingi. Hefur hann haldið 210 ræður og talað í þeim í 11,4 klukkustundir. Þingmenn stjórnarandstöðunnar raða sér í efstu sætin. Samkvæmt starfsáætlun þingsins átti því að ljúka síðastliðinn föstudag. Við það tækifæri tók Fréttablaðið saman ræðutíma þingmanna frá upphafi þings í byrjun september. Þingmenn stjórnarandstöðunnar eru í fjórum af fimm efstu sætunum auk Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra. „Ég hef nú verið á þessum lista áður og svo sem ekki nýtt fyrir mér,“ sagði Steingrímur Sigfússon þegar honum var greint frá því að hann hefði talað lengst allra á þinginu. „Ég hef lagt áherslu á að rækja skyldur mínar í þessum efnum og haft ræður mínar innihaldsríkar svo þær geti nýst sem aðhald. Það væri óskandi að stjórnarmeirihlutinn væri duglegri við að mæta og hlýða á ræðurnar.“ Hann vísaði á bug að um einhvers konar málþóf væri að ræða heldur þyrfti að ræða um helstu ágreiningsefni við stjórnvöld hverju sinni.Af þeim fimm sem minnst hafa talað er einn úr Sjálfstæðisflokki og fjórir þingmenn Framsóknarflokksins, þar af þrír þeirra úr sama kjördæminu. Silja Dögg Gunnarsdóttir hefur haldið fjórar ræður á yfirstandandi þingi og talað í sex og hálfa mínútu. „Ég hef bara einhvern veginn ekkert verið í þeim stóru málum sem hafa tekið mestan tíma á þessu þingi. Ég hef ekkert verið í fjárlagaumræðunni því ég er ekki í fjárlaganefnd. Það er þumalputtaregla að einhver úr nefndinni tali fyrir málum á þingi. Ef maður tekur saman tíma sem þingmenn tala þá er stjórnarandstaðan með miklu fleiri mínútur og ekkert bundið við þetta þing,“ segir Silja Dögg en segir fullt málfrelsi vera innan flokksins á þingi. „Þú mátt alveg fara upp og tala, það er ekkert bannað. Ef ég vildi tala um flugvelli eða eitthvað slíkt þá gæti ég gert það, en ég vil hins vegar bæta einhverju við það sem kollegar mínir hafa sagt áður. Ég er ekki að tala bara til að tala og safna þannig mínútum.“
Alþingi Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Fleiri fréttir Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Sjá meira