Vonar að albönsku fjölskyldurnar komi aftur fyrir áramót Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 14. desember 2015 19:00 Albönsku fjölskyldurnar tvær sem sendar voru úr landi síðasta fimmtudag hafa sótt um íslenskan ríkisborgararétt, í stað þess að sækja um hæli. Vinur fjölskyldnanna vonar að málið verði afgreitt hratt og að þær komi aftur hingað til lands fyrir áramótin. Hermann Ragnarsson hefur í dag unnið hörðum höndum að því að útvega öll nauðsynleg gögn til að sækja um ríkisborgararétt fyrir albönsku fjölskyldurnar, en annar fjölskyldufaðirinn starfaði fyrir hann á Íslandi. Í báðum fjölskyldum eru veik börn, Kevi er með slímseigjusjúkdóm og Arjan fæddist með hjartagalla. „Í þessu töluðu orðum núna er verið að senda inn á formann allsherjarnefndar og Útlendingastofnum umsóknum um ríkisborgararétt,“ sagði Hermann þegar við náðum tali af honum rétt fyrir klukkan sex í kvöld. Unnur Brá Konráðsdóttir, formaður allsherjarnefndar, sagði fyrr í dag við Vísi að ef umsókn um ríkisborgararétt fyrir fjölskyldurnar berist nefndinni muni hún yfirfara þær. Venjulega fari nefndin aðeins yfir umsóknir á vormánuði og í desember hvers árs. Sá tími sé í raun liðinn en ef um sérstakar aðstæður er að ræða má nefndin lögum samkvæmt taka slíkar umsóknir fyrir hvenær sem er. „Næstu skref eru að allsherjarnefnd fari yfir málið sem tekur vonandi réttar ákvarðanir í þessu. Það er ekki hægt að hjálpa þessum börnum öðruvísi, ég er búinn að kanna það vel,“ segir Hermann. Hermann hefur mikla trú á að fólkið fái ríkisborgararétt á Íslandi. „Vonandi fyrir þinglok, áður en þingið fer í jólafrí,“ segir hann. Á þessu ári hafa 108 Albanir sótt um hæli hér á landi en enginn þeirra hefur fengið hæli. Eurostat gaf í síðustu viku út tölur um flóttafólk og hælisleitendur fyrir þriðja ársfjórðung 2015 en þar kemur fram að albanir séu fjórði stærsti hópur hælisleitenda í Evrópu. Langflestum þeirra var synjað, eða rúmlega sautján þúsund, en engu að síður fengu umsóknir 205 Albana afgreiðslu. 45 fengu stöðu flóttamanns, 75 fengu vernd af öðrum ástæðum og 85 albanir fengu hæli af mannúðarástæðum. Það er því ekki algilt að öllum umsóknum Albana um hæli sé synjað þó Albanía sé samkvæmt flóttamannalögum ekki skilgreint sem hættulegt land. Flóttamenn Tengdar fréttir „Lögin heimila fólki ekki að koma hingað og leita að betra lífi“ Minnst 23 voru fluttir til Albaníu og Makedóníu í nótt. 10. desember 2015 11:17 „Þetta er búinn að vera rosalegur dagur“ Allsherjarnefnd getur átt von á umsókn um ríkisborgararétt fyrir albönsku fjölskyldurnar í kvöld eða snemma á morgun. 14. desember 2015 16:50 Segir erfitt að sakast við Rauða krossinn í máli Kevi og fjölskyldu Upplýsingafulltrúi Rauða krossins telur ummæli Kastrijot Pepoj um lögmann stofnunarinnar mistúlkuð. 14. desember 2015 13:45 „Ég er birtingarmynd málsins“ Ólöf Nordal, innanríkisráðherra, segist ekki hafa komið að málefnum fjölskyldnanna frá Albaníu. 10. desember 2015 18:15 „Megum einfaldlega ekki senda fólk út í aðstæður sem eru lífshættulegar fyrir það“ Kristín María Gunnarsdóttir, staðgengill forstjóra Útlendingastofnunar, segir ekkert benda til þess að meðferðir við þeim sjúkdómum sem tveir albanskir drengir glíma við séu ekki til staðar í heimalandi þeirra, en þeim var báðum vísað frá Íslandi í vikunni. 11. desember 2015 14:21 Allsherjarnefnd ætlar að skoða mál albönsku fjölskyldnanna Annar fjölskyldufaðirinn segir að lögmaður þeirra hafi ráðlagt þeim að draga sína kæru til baka. 13. desember 2015 19:13 Búið að krota „Fasistar“ á Útlendingastofnun Ákvörðun stofnunarinnar um að senda 27 einstaklinga sem sótt höfðu um dvalarleyfi, frá landi í nótt og í morgun hefur mætt mikilli gagnrýni og umtalsverði reiði. 10. desember 2015 23:22 Segir albönsku fjölskylduna ekki hafa getað annað en unað niðurstöðunni „Svo átti hann ekkert að fá læknisþjónustu áfram nema að borga fyrir það á fullu verði,“ segir vinnuveitandi og vinur albanska fjölskylduföðursins sem sendur var úr landi í nótt með fjölskyldu sinni og langveikum syni. 10. desember 2015 14:31 Ráðherra hefur óskað eftir upplýsingum frá Útlendingastofnun vegna langveiku drengjanna Málefni tveggja albanskra fjölskyldna sem vísað var frá landinu í liðinni viku voru til umræðu á Alþingi í morgun. 14. desember 2015 11:39 Mikil reiði og örvænting vegna albönsku fjölskyldunnar Ólöf Nordal og ríkisstjórnin öll fordæmd vegna brottrekstrar barnafólks af landinu. 10. desember 2015 09:26 Allsherjarnefnd mun taka fyrir umsókn frá albönsku fjölskyldunni ef hún berst „Ef það eru sérstakar aðstæður þá hefur það gerst að umsóknir hafa verið teknar inn.“ 14. desember 2015 13:15 Komið verði á fót embætti umboðsmanns flóttamanna Ólína Þorvarðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, gerði málefni flóttamanna að umtalsefni undir liðnum störf þingsins á Alþingi í morgun. 11. desember 2015 11:40 Albönsku fjölskyldurnar ákváðu að una niðurstöðu Útlendingastofnunar Drógu kærur sínar til kærunefndar útlendingamála til baka og báðu um flutning til baka til Albaníu. 10. desember 2015 12:58 Traust þurfi að ríkja milli almennings og þeirra sem fara með málefni hælisleitenda Ólöf Nordal gerði mál albönsku fjölskyldnanna tveggja að umtalsefni í ræðu sinni á jólavöku í Hafnarfjarðarkirkju í kvöld. 13. desember 2015 22:15 Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Fleiri fréttir Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Sjá meira
Albönsku fjölskyldurnar tvær sem sendar voru úr landi síðasta fimmtudag hafa sótt um íslenskan ríkisborgararétt, í stað þess að sækja um hæli. Vinur fjölskyldnanna vonar að málið verði afgreitt hratt og að þær komi aftur hingað til lands fyrir áramótin. Hermann Ragnarsson hefur í dag unnið hörðum höndum að því að útvega öll nauðsynleg gögn til að sækja um ríkisborgararétt fyrir albönsku fjölskyldurnar, en annar fjölskyldufaðirinn starfaði fyrir hann á Íslandi. Í báðum fjölskyldum eru veik börn, Kevi er með slímseigjusjúkdóm og Arjan fæddist með hjartagalla. „Í þessu töluðu orðum núna er verið að senda inn á formann allsherjarnefndar og Útlendingastofnum umsóknum um ríkisborgararétt,“ sagði Hermann þegar við náðum tali af honum rétt fyrir klukkan sex í kvöld. Unnur Brá Konráðsdóttir, formaður allsherjarnefndar, sagði fyrr í dag við Vísi að ef umsókn um ríkisborgararétt fyrir fjölskyldurnar berist nefndinni muni hún yfirfara þær. Venjulega fari nefndin aðeins yfir umsóknir á vormánuði og í desember hvers árs. Sá tími sé í raun liðinn en ef um sérstakar aðstæður er að ræða má nefndin lögum samkvæmt taka slíkar umsóknir fyrir hvenær sem er. „Næstu skref eru að allsherjarnefnd fari yfir málið sem tekur vonandi réttar ákvarðanir í þessu. Það er ekki hægt að hjálpa þessum börnum öðruvísi, ég er búinn að kanna það vel,“ segir Hermann. Hermann hefur mikla trú á að fólkið fái ríkisborgararétt á Íslandi. „Vonandi fyrir þinglok, áður en þingið fer í jólafrí,“ segir hann. Á þessu ári hafa 108 Albanir sótt um hæli hér á landi en enginn þeirra hefur fengið hæli. Eurostat gaf í síðustu viku út tölur um flóttafólk og hælisleitendur fyrir þriðja ársfjórðung 2015 en þar kemur fram að albanir séu fjórði stærsti hópur hælisleitenda í Evrópu. Langflestum þeirra var synjað, eða rúmlega sautján þúsund, en engu að síður fengu umsóknir 205 Albana afgreiðslu. 45 fengu stöðu flóttamanns, 75 fengu vernd af öðrum ástæðum og 85 albanir fengu hæli af mannúðarástæðum. Það er því ekki algilt að öllum umsóknum Albana um hæli sé synjað þó Albanía sé samkvæmt flóttamannalögum ekki skilgreint sem hættulegt land.
Flóttamenn Tengdar fréttir „Lögin heimila fólki ekki að koma hingað og leita að betra lífi“ Minnst 23 voru fluttir til Albaníu og Makedóníu í nótt. 10. desember 2015 11:17 „Þetta er búinn að vera rosalegur dagur“ Allsherjarnefnd getur átt von á umsókn um ríkisborgararétt fyrir albönsku fjölskyldurnar í kvöld eða snemma á morgun. 14. desember 2015 16:50 Segir erfitt að sakast við Rauða krossinn í máli Kevi og fjölskyldu Upplýsingafulltrúi Rauða krossins telur ummæli Kastrijot Pepoj um lögmann stofnunarinnar mistúlkuð. 14. desember 2015 13:45 „Ég er birtingarmynd málsins“ Ólöf Nordal, innanríkisráðherra, segist ekki hafa komið að málefnum fjölskyldnanna frá Albaníu. 10. desember 2015 18:15 „Megum einfaldlega ekki senda fólk út í aðstæður sem eru lífshættulegar fyrir það“ Kristín María Gunnarsdóttir, staðgengill forstjóra Útlendingastofnunar, segir ekkert benda til þess að meðferðir við þeim sjúkdómum sem tveir albanskir drengir glíma við séu ekki til staðar í heimalandi þeirra, en þeim var báðum vísað frá Íslandi í vikunni. 11. desember 2015 14:21 Allsherjarnefnd ætlar að skoða mál albönsku fjölskyldnanna Annar fjölskyldufaðirinn segir að lögmaður þeirra hafi ráðlagt þeim að draga sína kæru til baka. 13. desember 2015 19:13 Búið að krota „Fasistar“ á Útlendingastofnun Ákvörðun stofnunarinnar um að senda 27 einstaklinga sem sótt höfðu um dvalarleyfi, frá landi í nótt og í morgun hefur mætt mikilli gagnrýni og umtalsverði reiði. 10. desember 2015 23:22 Segir albönsku fjölskylduna ekki hafa getað annað en unað niðurstöðunni „Svo átti hann ekkert að fá læknisþjónustu áfram nema að borga fyrir það á fullu verði,“ segir vinnuveitandi og vinur albanska fjölskylduföðursins sem sendur var úr landi í nótt með fjölskyldu sinni og langveikum syni. 10. desember 2015 14:31 Ráðherra hefur óskað eftir upplýsingum frá Útlendingastofnun vegna langveiku drengjanna Málefni tveggja albanskra fjölskyldna sem vísað var frá landinu í liðinni viku voru til umræðu á Alþingi í morgun. 14. desember 2015 11:39 Mikil reiði og örvænting vegna albönsku fjölskyldunnar Ólöf Nordal og ríkisstjórnin öll fordæmd vegna brottrekstrar barnafólks af landinu. 10. desember 2015 09:26 Allsherjarnefnd mun taka fyrir umsókn frá albönsku fjölskyldunni ef hún berst „Ef það eru sérstakar aðstæður þá hefur það gerst að umsóknir hafa verið teknar inn.“ 14. desember 2015 13:15 Komið verði á fót embætti umboðsmanns flóttamanna Ólína Þorvarðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, gerði málefni flóttamanna að umtalsefni undir liðnum störf þingsins á Alþingi í morgun. 11. desember 2015 11:40 Albönsku fjölskyldurnar ákváðu að una niðurstöðu Útlendingastofnunar Drógu kærur sínar til kærunefndar útlendingamála til baka og báðu um flutning til baka til Albaníu. 10. desember 2015 12:58 Traust þurfi að ríkja milli almennings og þeirra sem fara með málefni hælisleitenda Ólöf Nordal gerði mál albönsku fjölskyldnanna tveggja að umtalsefni í ræðu sinni á jólavöku í Hafnarfjarðarkirkju í kvöld. 13. desember 2015 22:15 Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Fleiri fréttir Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Sjá meira
„Lögin heimila fólki ekki að koma hingað og leita að betra lífi“ Minnst 23 voru fluttir til Albaníu og Makedóníu í nótt. 10. desember 2015 11:17
„Þetta er búinn að vera rosalegur dagur“ Allsherjarnefnd getur átt von á umsókn um ríkisborgararétt fyrir albönsku fjölskyldurnar í kvöld eða snemma á morgun. 14. desember 2015 16:50
Segir erfitt að sakast við Rauða krossinn í máli Kevi og fjölskyldu Upplýsingafulltrúi Rauða krossins telur ummæli Kastrijot Pepoj um lögmann stofnunarinnar mistúlkuð. 14. desember 2015 13:45
„Ég er birtingarmynd málsins“ Ólöf Nordal, innanríkisráðherra, segist ekki hafa komið að málefnum fjölskyldnanna frá Albaníu. 10. desember 2015 18:15
„Megum einfaldlega ekki senda fólk út í aðstæður sem eru lífshættulegar fyrir það“ Kristín María Gunnarsdóttir, staðgengill forstjóra Útlendingastofnunar, segir ekkert benda til þess að meðferðir við þeim sjúkdómum sem tveir albanskir drengir glíma við séu ekki til staðar í heimalandi þeirra, en þeim var báðum vísað frá Íslandi í vikunni. 11. desember 2015 14:21
Allsherjarnefnd ætlar að skoða mál albönsku fjölskyldnanna Annar fjölskyldufaðirinn segir að lögmaður þeirra hafi ráðlagt þeim að draga sína kæru til baka. 13. desember 2015 19:13
Búið að krota „Fasistar“ á Útlendingastofnun Ákvörðun stofnunarinnar um að senda 27 einstaklinga sem sótt höfðu um dvalarleyfi, frá landi í nótt og í morgun hefur mætt mikilli gagnrýni og umtalsverði reiði. 10. desember 2015 23:22
Segir albönsku fjölskylduna ekki hafa getað annað en unað niðurstöðunni „Svo átti hann ekkert að fá læknisþjónustu áfram nema að borga fyrir það á fullu verði,“ segir vinnuveitandi og vinur albanska fjölskylduföðursins sem sendur var úr landi í nótt með fjölskyldu sinni og langveikum syni. 10. desember 2015 14:31
Ráðherra hefur óskað eftir upplýsingum frá Útlendingastofnun vegna langveiku drengjanna Málefni tveggja albanskra fjölskyldna sem vísað var frá landinu í liðinni viku voru til umræðu á Alþingi í morgun. 14. desember 2015 11:39
Mikil reiði og örvænting vegna albönsku fjölskyldunnar Ólöf Nordal og ríkisstjórnin öll fordæmd vegna brottrekstrar barnafólks af landinu. 10. desember 2015 09:26
Allsherjarnefnd mun taka fyrir umsókn frá albönsku fjölskyldunni ef hún berst „Ef það eru sérstakar aðstæður þá hefur það gerst að umsóknir hafa verið teknar inn.“ 14. desember 2015 13:15
Komið verði á fót embætti umboðsmanns flóttamanna Ólína Þorvarðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, gerði málefni flóttamanna að umtalsefni undir liðnum störf þingsins á Alþingi í morgun. 11. desember 2015 11:40
Albönsku fjölskyldurnar ákváðu að una niðurstöðu Útlendingastofnunar Drógu kærur sínar til kærunefndar útlendingamála til baka og báðu um flutning til baka til Albaníu. 10. desember 2015 12:58
Traust þurfi að ríkja milli almennings og þeirra sem fara með málefni hælisleitenda Ólöf Nordal gerði mál albönsku fjölskyldnanna tveggja að umtalsefni í ræðu sinni á jólavöku í Hafnarfjarðarkirkju í kvöld. 13. desember 2015 22:15