Brandari Össurar um Brynjar sem hann lagði ekki í að segja á skötukvöldi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 13. desember 2015 22:57 Össur Skarphéðinsson með 22 punda urriða sem hann veiddi í Öxará um árið. Össur Skarphéðinsson, þingmaður Samfylkingarinnar, deilir sögu af þingmönnunum Sjálfstæðismanna, þeim Brynjari Níelssyni og Jóni Gunnarssyni, í skemmtilegri kvöldfærslu á Facebook. Össur segist hafa þegið boð um að vera ræðumaður á skötukvöldi til styrktar góðu málefni á Hellu sem þingmaðurinn Ásmundur Friðriksson stóð fyrir í gærkvöldi. „Maður segir ekki nei við því,“ segir Össur og ákveður í framhaldinu að deila með lesendum sínum „sögu“ af Brynjari sem sé glæný og því sem næst dagsönn. Fróðlegt verður að sjá hvernig Brynjar bregst við brandara kollega síns á þinginu.Vísir/Vilhelm Gefum Össuri orðið: Einsog menn muna lofaði hann á Fésbók að bestu manna ráðum að mæta í þingsal berrassaður - á bindinu einu klæða. Daginn sem þetta átti að gerast fékk Brynjar lánaðan sæg skrautlegra binda og kallaði síðan á Jón Gunnarsson, alþingismann, til að velja með sér flottasta bindi þingsögunnar. Þegar þingmaðurinn var kominn berrassaður á Adamsklæðin ein kom í ljós að hann hafði gert sér töluvert aðra mynd af sjálfum sér en birtist þeim félögum nú af nokkru vægðarleysi í speglinum. Brynjar sá hrukku hér, appelsínuhúð þar, fölgrá hár, þjóhnappa allsigna, eitthvað sem minnti á æðahnút, og loks bylgjuðust torkennilegar fellingar þar sem hann forðum minntist gljástrengds „six-pack.“ „Og hvaða gamla varta er þetta eiginlega?“ spurði hann loks í örvæntingu og benti í spegilinn neðan þindar. Þegar Jón Gunnarsson sagði að í barnaskólanum hefði þetta líffæri stundum verið kallað bibbinn var honum öllum lokið. „Nei, nú er ég hættur við,“ sagði Brynjar brostinni röddu. Þegar hann hafði aðeins jafnað sig bætti hann við angistarfullur: „Jón minn, nú þarf ég áfallahjálp, geturðu ekki bent mér á eitthvað sem ég get verið stoltur af?“ – Jón Gunnarsson var fljótur til svars: „Þú ert alla vega með mjög góða sjón.“ Skötukvöldið – og sagan sem aldrei var sögðÍ gær rauk ég næstum beint úr ræðuhöldum í þinginu austur á Hellu til að...Posted by Össur Skarphéðinsson on Sunday, December 13, 2015 Alþingi Mest lesið Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Lífið Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Lífið Vinur Patriks kom upp um hann Lífið Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Lífið Gellurnar fjölmenntu í afmæli Porra Lífið Setja markið á 29. sætið Lífið Gurrý selur slotið Lífið Grammy-goðsögnin Roberta Flack látin Lífið Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Lífið Ekkert gefið eftir í elegansinum Tíska og hönnun Fleiri fréttir Gellurnar fjölmenntu í afmæli Porra Vinur Patriks kom upp um hann Grammy-goðsögnin Roberta Flack látin Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Gurrý selur slotið Blöskrar tíminn sem þingmenn verja í tappatuð og gallabuxur Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Minnast Árna Grétars á maraþon-minningartónleikum Setja markið á 29. sætið Einar og Milla eiga von á barni Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lærði mikið af öllu hatrinu Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Sjá meira
Össur Skarphéðinsson, þingmaður Samfylkingarinnar, deilir sögu af þingmönnunum Sjálfstæðismanna, þeim Brynjari Níelssyni og Jóni Gunnarssyni, í skemmtilegri kvöldfærslu á Facebook. Össur segist hafa þegið boð um að vera ræðumaður á skötukvöldi til styrktar góðu málefni á Hellu sem þingmaðurinn Ásmundur Friðriksson stóð fyrir í gærkvöldi. „Maður segir ekki nei við því,“ segir Össur og ákveður í framhaldinu að deila með lesendum sínum „sögu“ af Brynjari sem sé glæný og því sem næst dagsönn. Fróðlegt verður að sjá hvernig Brynjar bregst við brandara kollega síns á þinginu.Vísir/Vilhelm Gefum Össuri orðið: Einsog menn muna lofaði hann á Fésbók að bestu manna ráðum að mæta í þingsal berrassaður - á bindinu einu klæða. Daginn sem þetta átti að gerast fékk Brynjar lánaðan sæg skrautlegra binda og kallaði síðan á Jón Gunnarsson, alþingismann, til að velja með sér flottasta bindi þingsögunnar. Þegar þingmaðurinn var kominn berrassaður á Adamsklæðin ein kom í ljós að hann hafði gert sér töluvert aðra mynd af sjálfum sér en birtist þeim félögum nú af nokkru vægðarleysi í speglinum. Brynjar sá hrukku hér, appelsínuhúð þar, fölgrá hár, þjóhnappa allsigna, eitthvað sem minnti á æðahnút, og loks bylgjuðust torkennilegar fellingar þar sem hann forðum minntist gljástrengds „six-pack.“ „Og hvaða gamla varta er þetta eiginlega?“ spurði hann loks í örvæntingu og benti í spegilinn neðan þindar. Þegar Jón Gunnarsson sagði að í barnaskólanum hefði þetta líffæri stundum verið kallað bibbinn var honum öllum lokið. „Nei, nú er ég hættur við,“ sagði Brynjar brostinni röddu. Þegar hann hafði aðeins jafnað sig bætti hann við angistarfullur: „Jón minn, nú þarf ég áfallahjálp, geturðu ekki bent mér á eitthvað sem ég get verið stoltur af?“ – Jón Gunnarsson var fljótur til svars: „Þú ert alla vega með mjög góða sjón.“ Skötukvöldið – og sagan sem aldrei var sögðÍ gær rauk ég næstum beint úr ræðuhöldum í þinginu austur á Hellu til að...Posted by Össur Skarphéðinsson on Sunday, December 13, 2015
Alþingi Mest lesið Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Lífið Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Lífið Vinur Patriks kom upp um hann Lífið Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Lífið Gellurnar fjölmenntu í afmæli Porra Lífið Setja markið á 29. sætið Lífið Gurrý selur slotið Lífið Grammy-goðsögnin Roberta Flack látin Lífið Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Lífið Ekkert gefið eftir í elegansinum Tíska og hönnun Fleiri fréttir Gellurnar fjölmenntu í afmæli Porra Vinur Patriks kom upp um hann Grammy-goðsögnin Roberta Flack látin Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Gurrý selur slotið Blöskrar tíminn sem þingmenn verja í tappatuð og gallabuxur Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Minnast Árna Grétars á maraþon-minningartónleikum Setja markið á 29. sætið Einar og Milla eiga von á barni Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lærði mikið af öllu hatrinu Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Sjá meira