Það styttist óðum í bardaga Gunnars Nelson og Demian Maian í MGM Grand Garden Arena í Las Vegas.
Bardagi Gunnars og Maia er einn af aðalbardögum kvöldsins sem er það stærsta í sögu UFC.
Til að koma sér í gírinn fyrir stóru stundina er tilvalið að horfa á upphitunarmyndband fyrir bardagann sem Stefán Snær Geirmundsson útbjó fyrir Vísi. Myndbandið má sjá hér að ofan.
Bardagi Gunnars og Maia hefst líklega í kringum 3:30 í nótt en hann verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.
Þá mun okkar maður á staðnum, Henry Birgir Gunnarsson, lýsa því sem fyrir augu ber í beinni textalýsingu á Vísi.
Þetta kemur fólki í gírinn fyrir stóru stundina | Myndband
Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Mest lesið






Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport
Enski boltinn

Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands
Enski boltinn


