Ákvæði útlendingalaga alltof þröng og ströng Kristjana Guðbrandsdóttir skrifar 12. desember 2015 07:00 Unnur Brá vonar að frumvarp um ný útlendingalög verði brátt tekin fyrir á þingi. Fréttablaðið/Vilhelm „Þú þarft að vera annaðhvort sérfræðingur eða flóttamaður frá Sýrlandi til að fá hæli hér,“ segir Unnur Brá Konráðsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Unnur Brá segir hælisleitendakerfið hafa verið búið til fyrir fólk í neyð. Þeir einstaklingar sem leiti að betra lífi og vilji vinna eigi að geta óskað eftir því að dvelja hér á öðrum grundvelli. „Ákvæði laganna okkar eru alltof þröng.“ Unnur Brá segir þverpólitíska þingmannanefnd skipaða af innanríkisráðherra hafa skilað af sér drögum að frumvarpi til nýrra laga um útlendingamál. Frumvarpið fjölgi þeim leiðum sem hægt er að fara til að sækja um leyfi til dvalar á Íslandi og mannúð verði í fyrirrúmi. „Þetta eru mikilvægar breytingar. Við erum að laga löggjöfina. Neyðarkerfið á að vera fyrir þá sem eru í sárri neyð,“ segir Unnur Brá og bætir við að ekki gangi að hafa stofnanir uppteknar við að afgreiða umsóknir frá fólki sem augljóslega fái neitun. Hún segir fólk hafa aðrar leiðir til að koma til Íslands, en þær séu of strangar. „Leiðirnar til að fá atvinnuleyfi eru til dæmis of þröngar. Það skýrist af ýmsu. Verkalýðshreyfingin hefur verið með mikla fyrirvara á að rýmka ákvæði fyrir fólk sem vill koma hingað til að vinna.“Ólína Þorvarðardóttir segir ekki góðan brag á fjárhagssambandi Útlendingastofnunar og Rauða Krossins.Ólína Þorvarðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, gerði málefni flóttamanna að umtalsefni á Alþingi í gær. Hún vill stofnun umboðsmanns flóttamanna. „Það er alveg greinilegt að Útlendingastofnun hefur ekki hagsmuni flóttamanna að leiðarljósi. Hún hefur bara það lögbundna hlutverk að úrskurða í þessum málum,“ segir Ólína og bendir á að Útlendingastofnun greiði Rauða krossinum til að gæta hagsmuna flóttamanna og hælisleitenda. „Og það er ekki nógu góður bragur á því. Það er ekki æskilegt að úrskurðaraðili hafi fjárhagssamband við góðgerðarsamtök. Ég efast þó ekki um þá starfsmenn sem gegna lögmannsstörfum fyrir Rauða krossinn en held það sé einfaldlega til bóta að standa betur að þessum málum. Ég held að ef við ætlum að gera þetta almennilega þá verðum við að hafa hér stofnun sem hefur það eina hlutverk að gæta hagsmuna hælisleitenda og flóttamanna. Það er núna verið að hugsa um móttökustöð, það væri hægt að taka þessa hugmynd með í það starf,“ segir Ólína. Flóttamenn Tengdar fréttir Aðstæður í Albaníu óboðlegar börnum Brottvísun tveggja albanskra fjölskyldna hefur vakið mikla reiði í samfélaginu síðastliðinn sólarhring. Sérstaklega vegna veikinda tveggja ungra drengja. Í annað sinn á hálfu ári er flugvél leigð undir hóp albanskra hælisleitenda til að senda þá úr landi. 11. desember 2015 14:00 Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Innlent Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Innlent Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Erlent Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Innlent Fleiri fréttir Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Sjá meira
„Þú þarft að vera annaðhvort sérfræðingur eða flóttamaður frá Sýrlandi til að fá hæli hér,“ segir Unnur Brá Konráðsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Unnur Brá segir hælisleitendakerfið hafa verið búið til fyrir fólk í neyð. Þeir einstaklingar sem leiti að betra lífi og vilji vinna eigi að geta óskað eftir því að dvelja hér á öðrum grundvelli. „Ákvæði laganna okkar eru alltof þröng.“ Unnur Brá segir þverpólitíska þingmannanefnd skipaða af innanríkisráðherra hafa skilað af sér drögum að frumvarpi til nýrra laga um útlendingamál. Frumvarpið fjölgi þeim leiðum sem hægt er að fara til að sækja um leyfi til dvalar á Íslandi og mannúð verði í fyrirrúmi. „Þetta eru mikilvægar breytingar. Við erum að laga löggjöfina. Neyðarkerfið á að vera fyrir þá sem eru í sárri neyð,“ segir Unnur Brá og bætir við að ekki gangi að hafa stofnanir uppteknar við að afgreiða umsóknir frá fólki sem augljóslega fái neitun. Hún segir fólk hafa aðrar leiðir til að koma til Íslands, en þær séu of strangar. „Leiðirnar til að fá atvinnuleyfi eru til dæmis of þröngar. Það skýrist af ýmsu. Verkalýðshreyfingin hefur verið með mikla fyrirvara á að rýmka ákvæði fyrir fólk sem vill koma hingað til að vinna.“Ólína Þorvarðardóttir segir ekki góðan brag á fjárhagssambandi Útlendingastofnunar og Rauða Krossins.Ólína Þorvarðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, gerði málefni flóttamanna að umtalsefni á Alþingi í gær. Hún vill stofnun umboðsmanns flóttamanna. „Það er alveg greinilegt að Útlendingastofnun hefur ekki hagsmuni flóttamanna að leiðarljósi. Hún hefur bara það lögbundna hlutverk að úrskurða í þessum málum,“ segir Ólína og bendir á að Útlendingastofnun greiði Rauða krossinum til að gæta hagsmuna flóttamanna og hælisleitenda. „Og það er ekki nógu góður bragur á því. Það er ekki æskilegt að úrskurðaraðili hafi fjárhagssamband við góðgerðarsamtök. Ég efast þó ekki um þá starfsmenn sem gegna lögmannsstörfum fyrir Rauða krossinn en held það sé einfaldlega til bóta að standa betur að þessum málum. Ég held að ef við ætlum að gera þetta almennilega þá verðum við að hafa hér stofnun sem hefur það eina hlutverk að gæta hagsmuna hælisleitenda og flóttamanna. Það er núna verið að hugsa um móttökustöð, það væri hægt að taka þessa hugmynd með í það starf,“ segir Ólína.
Flóttamenn Tengdar fréttir Aðstæður í Albaníu óboðlegar börnum Brottvísun tveggja albanskra fjölskyldna hefur vakið mikla reiði í samfélaginu síðastliðinn sólarhring. Sérstaklega vegna veikinda tveggja ungra drengja. Í annað sinn á hálfu ári er flugvél leigð undir hóp albanskra hælisleitenda til að senda þá úr landi. 11. desember 2015 14:00 Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Innlent Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Innlent Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Erlent Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Innlent Fleiri fréttir Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Sjá meira
Aðstæður í Albaníu óboðlegar börnum Brottvísun tveggja albanskra fjölskyldna hefur vakið mikla reiði í samfélaginu síðastliðinn sólarhring. Sérstaklega vegna veikinda tveggja ungra drengja. Í annað sinn á hálfu ári er flugvél leigð undir hóp albanskra hælisleitenda til að senda þá úr landi. 11. desember 2015 14:00