Þinglok í fullkominni óvissu Heimir Már Pétursson skrifar 11. desember 2015 14:12 Enn sér ekki fyrir endann á annarri umræðu fjárlaga sem nú þegar hefur staðið yfir í um 30 klukkustundir. Stjórnarandstaðan þrýstir m.a. á um aukin framlög til lífeyrisþega og að útvarpsgjald verði ekki lækkað en frumvarp menntamála sem dregur lækkunina til baka hefur setið fast í ríkisstjórn í þrjár vikur. Samkvæmt starfsáætlun Alþingis átti þingstörfum fyrir jól að ljúka í dag en ómögulegt er að segja hvenær þingstöfum lýkur miðað við andrúmsloftið á Alþingi. Önnur umræða fjárlaga stóð langt fram á nótt annan daginn í röð og við upphaf þingfundar í morgun lagði Einar K. Guðfinsson forseti Alþingis til að þingfundur í dag geti staðið fram á kvöld eða nótt. Stjórnarandstaðan mótmælti þeirri tillögu. „11. desember er í dag. Starfsáætlun er lokið og það er töluvet eftir. Þótt allir samningar tækjust núna á næsta klukkutíma ættum við nokkra daga í land með að ljúka þinghaldi fyrir jól,“ sagði Svandís Svavarsdóttir þingflokksformaður Vinstri grænna. Helgi Hjörvar þingflokksformaður Samfylkingarinnar tók í svipaðan streng. „Ég bara minni á að það hefur engu skilað umræðunni að halda hér áfram á næturnar undanfarið. Ég ítreka þá yfirlýsingu að verði þingmönnum Samfylkimgarinnar boðið upp á það að flytja ræður sínar hér að næturlagi munu þeir endurflytja þær í dagsbirtu,“ sagði Helgi. Einar K. Guðfinnsson forseti Alþingis telur umræðuna nú þegar hafa tekið drjúgan tíma. „Þessi umræða hefur nú staði-ð í eitthvað yfir þrjátíu klukkutíma. Sem er með því lengsta sem gengur og gerist með aðra umræðu fjárlaga. Þá er það ætlun forseta að reyna að nýta þennan dag til þess að hægt sé að ljúka annarri umræðu fjárlaga. Það er markmið forseta með þessari beiðni hér,“ sagði Einar. Þingmenn stjórnarandstöðunnar þrýsta á ýmsar breytingar á fjárlagafrumvarpinu t.a.m. varðandi lífeyrisgreiðslur, framlög til Landspítalans og að útvarpsgjald verði ekki lækkað á næsta ári en til þess þarf frumvarp menntamálaráðherra þar að lútandi að koma fram á þinginu. Það var ekki afgreitt út úr ríkisstjórn í morgun þar sem það hefur verið fast í þrjár vikur. Ásmundur Einar Daðason þingflokksformaður Framsóknarflokksins studdi tillögu forseta um kvöld- og næturfund. „Ég er tilbúinn hvenær sem er til að setjast niður með þingflokksformönnum stjórnarandstöðunnar til að freista þess að hægt sé að semja um hvenær hægt sé að ljúka þeirri umræðu sem hér er á dagskrá,“ sagði Ásmundur Einar en bætti við að lítill samningsvilji væri meðal stjórnarandstöðunnar. Brynhildur Pétursdóttir þingflokksformaður Bjartrar framtíðar gagnrýndi slægleg vinnubrögð stjórnarflokkanna í fjárlagavinnunni. „Við erum hér með eldgamla flokka sem hafa örugglega gert þetta hundrað sinnum áður. Ég skil ekki að við séum ennþá í þessum pakka. Vissu menn ekki í júlí að það þarf meira fé í vegasamgöngur? Eða meira fé í flóttamannamálin,“ spurði Brynhildur. Aldursforseti þingsins Steingrímur J. Sigfússon undraðist ákvörðun forseta um kvöldfund, þar sem hefð hafi verið fyrir því á Alþingi að funda ekki tvö kvöld í röð en nú ætti að funda þriðja kvöldið í röð. „Það er rétt að rifja það þá upp að sú hefð var líka til staðar varðandi aðra umræðu fjárlaga að henni lauk nánast alltaf á sama sólarhringnum og hún hófst,“ sagði Einar. En eftir athugasemdir utan úr sal bætti hann við: „Nánast alltaf, það er rétt, nánast alltaf.“ Helgi Hjörvar greip þessi ummæli forseta á lofti. „Hér á Alþingi byggjum við á þeim hefðum sem forseti Alþingis markar. Líka þeim sem hann sem þingmaður markaði hér haustið 2012 með fimmtíu og einnrar klukkustundar umræðu um fjárlagafrumvarpið þá,“ sagði Helgi. Alþingi Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu Innlent Fleiri fréttir Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sjá meira
Enn sér ekki fyrir endann á annarri umræðu fjárlaga sem nú þegar hefur staðið yfir í um 30 klukkustundir. Stjórnarandstaðan þrýstir m.a. á um aukin framlög til lífeyrisþega og að útvarpsgjald verði ekki lækkað en frumvarp menntamála sem dregur lækkunina til baka hefur setið fast í ríkisstjórn í þrjár vikur. Samkvæmt starfsáætlun Alþingis átti þingstörfum fyrir jól að ljúka í dag en ómögulegt er að segja hvenær þingstöfum lýkur miðað við andrúmsloftið á Alþingi. Önnur umræða fjárlaga stóð langt fram á nótt annan daginn í röð og við upphaf þingfundar í morgun lagði Einar K. Guðfinsson forseti Alþingis til að þingfundur í dag geti staðið fram á kvöld eða nótt. Stjórnarandstaðan mótmælti þeirri tillögu. „11. desember er í dag. Starfsáætlun er lokið og það er töluvet eftir. Þótt allir samningar tækjust núna á næsta klukkutíma ættum við nokkra daga í land með að ljúka þinghaldi fyrir jól,“ sagði Svandís Svavarsdóttir þingflokksformaður Vinstri grænna. Helgi Hjörvar þingflokksformaður Samfylkingarinnar tók í svipaðan streng. „Ég bara minni á að það hefur engu skilað umræðunni að halda hér áfram á næturnar undanfarið. Ég ítreka þá yfirlýsingu að verði þingmönnum Samfylkimgarinnar boðið upp á það að flytja ræður sínar hér að næturlagi munu þeir endurflytja þær í dagsbirtu,“ sagði Helgi. Einar K. Guðfinnsson forseti Alþingis telur umræðuna nú þegar hafa tekið drjúgan tíma. „Þessi umræða hefur nú staði-ð í eitthvað yfir þrjátíu klukkutíma. Sem er með því lengsta sem gengur og gerist með aðra umræðu fjárlaga. Þá er það ætlun forseta að reyna að nýta þennan dag til þess að hægt sé að ljúka annarri umræðu fjárlaga. Það er markmið forseta með þessari beiðni hér,“ sagði Einar. Þingmenn stjórnarandstöðunnar þrýsta á ýmsar breytingar á fjárlagafrumvarpinu t.a.m. varðandi lífeyrisgreiðslur, framlög til Landspítalans og að útvarpsgjald verði ekki lækkað á næsta ári en til þess þarf frumvarp menntamálaráðherra þar að lútandi að koma fram á þinginu. Það var ekki afgreitt út úr ríkisstjórn í morgun þar sem það hefur verið fast í þrjár vikur. Ásmundur Einar Daðason þingflokksformaður Framsóknarflokksins studdi tillögu forseta um kvöld- og næturfund. „Ég er tilbúinn hvenær sem er til að setjast niður með þingflokksformönnum stjórnarandstöðunnar til að freista þess að hægt sé að semja um hvenær hægt sé að ljúka þeirri umræðu sem hér er á dagskrá,“ sagði Ásmundur Einar en bætti við að lítill samningsvilji væri meðal stjórnarandstöðunnar. Brynhildur Pétursdóttir þingflokksformaður Bjartrar framtíðar gagnrýndi slægleg vinnubrögð stjórnarflokkanna í fjárlagavinnunni. „Við erum hér með eldgamla flokka sem hafa örugglega gert þetta hundrað sinnum áður. Ég skil ekki að við séum ennþá í þessum pakka. Vissu menn ekki í júlí að það þarf meira fé í vegasamgöngur? Eða meira fé í flóttamannamálin,“ spurði Brynhildur. Aldursforseti þingsins Steingrímur J. Sigfússon undraðist ákvörðun forseta um kvöldfund, þar sem hefð hafi verið fyrir því á Alþingi að funda ekki tvö kvöld í röð en nú ætti að funda þriðja kvöldið í röð. „Það er rétt að rifja það þá upp að sú hefð var líka til staðar varðandi aðra umræðu fjárlaga að henni lauk nánast alltaf á sama sólarhringnum og hún hófst,“ sagði Einar. En eftir athugasemdir utan úr sal bætti hann við: „Nánast alltaf, það er rétt, nánast alltaf.“ Helgi Hjörvar greip þessi ummæli forseta á lofti. „Hér á Alþingi byggjum við á þeim hefðum sem forseti Alþingis markar. Líka þeim sem hann sem þingmaður markaði hér haustið 2012 með fimmtíu og einnrar klukkustundar umræðu um fjárlagafrumvarpið þá,“ sagði Helgi.
Alþingi Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu Innlent Fleiri fréttir Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sjá meira