Ætlar að styðja afturvirkar hækkanir til aldraðra og öryrkja: „Við erum gjörsamlega búin að tapa þessari umræðu“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 11. desember 2015 09:31 Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, ætlar næst að greiða atkvæði með því að öryrkjar og aldraðir fái afturvirkar hækkanir á bótum en í vikunni greiddi hann atkvæði gegn breytingatillögu minnihlutans á Alþingi við fjáraukalög sem hefðu hækkað bæturnar afturvirkt. Tillaga minnihlutans um sama efni við fjárlagafrumvarp næsta árs liggur fyrir þinginu. Á Facebook-síðu sinni í gær greindi Ásmundur frá því að hann hefði gert mistök með því að greiða atkvæði gegn tillögunni í vikunni, og hann ræddi málið í Bítinu á Bylgjunni í morgun. „Þessi krafa er bara svo rík að við erum gjörsamlega búin að tapa þessari umræðu og ég segi bara að ég var ekki á tánum. Ég var ekki með allar upplýsingarnar fyrir framan mig til að geta staðið upp og gert grein fyrir atkvæði mínu og það hafa örugglega verið fleiri því svo um kvöldið fengum allir þingmenn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks ýmsar upplýsingar um stöðuna,“ segir Ásmundur sem segist hafa sent svarpóst á alla þingmenn þar sem hann sagði að það væri of seint að senda slökkviliðið á vettvang þegar húsið væri brunnið. Ásmundur segist hafa verið mikill baráttumaður fyrir aldraða og öryrkja en nú sé hann málaður upp sem vondi kallinn. „Mér líður illa með þetta, ég bara viðurkenni það.“ Hann segir að það eigi að leita leiða til að taka eitthvað af þeirri hækkun bóta sem koma á til framkvæmda þann 1. janúar og færa til 1. júní. „Þá kæmi einhver hækkun svipuð hækkun og var í samningunum þá og svo kæmi restin af þessum 9,7 prósentum til framkvæmda núna. Ég gæti trúað því að þetta gæti kostað svona 2,5 til 3 milljarða en svo kæmi einhverjar 800 milljónir til baka í formi skatta.“ Hlusta má á viðtalið við Ásmund í spilaranum hér að ofan.Að gera betur.Það hefur tekist á í höfðinu á mér af hverju ég var ekki betur undirbúin í umræðuna um bætur...Posted by Ásmundur Friðriksson on Thursday, 10 December 2015 Alþingi Tengdar fréttir Öryrkjar og aldraðir á fundi fjárlaganefndar: „Við getum auðveldlega útrýmt fátækt í þessu litla samfélagi“ Fulltrúar frá Landssambandi eldri borgara og Öryrkjabandalaginu komu á fund fjárlaganefndar í dag þar sem þeir fóru yfir það hvers vegna þeir telja að hækkanir elli- og örorkulífeyris eigi að vera afturvirkar frá 1. maí síðastliðnum. 10. desember 2015 16:23 „Eigum við að trúa því að aldraðir og öryrkjar eigi engan liðsmann í ríkisstjórninni?“ Þeir Helgi Hjörvar, þingmaður Samfylkingarinnar, og Steingrímur J. Sigfússon, þingmaður Vinstri grænna, þjörmuðu að Eygló Harðardóttur, félags-og húsnæðismálaráðherra, í óundirbúnum fyrirspurnum á Alþingi í dag. 10. desember 2015 11:47 Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Fleiri fréttir Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Sjá meira
Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, ætlar næst að greiða atkvæði með því að öryrkjar og aldraðir fái afturvirkar hækkanir á bótum en í vikunni greiddi hann atkvæði gegn breytingatillögu minnihlutans á Alþingi við fjáraukalög sem hefðu hækkað bæturnar afturvirkt. Tillaga minnihlutans um sama efni við fjárlagafrumvarp næsta árs liggur fyrir þinginu. Á Facebook-síðu sinni í gær greindi Ásmundur frá því að hann hefði gert mistök með því að greiða atkvæði gegn tillögunni í vikunni, og hann ræddi málið í Bítinu á Bylgjunni í morgun. „Þessi krafa er bara svo rík að við erum gjörsamlega búin að tapa þessari umræðu og ég segi bara að ég var ekki á tánum. Ég var ekki með allar upplýsingarnar fyrir framan mig til að geta staðið upp og gert grein fyrir atkvæði mínu og það hafa örugglega verið fleiri því svo um kvöldið fengum allir þingmenn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks ýmsar upplýsingar um stöðuna,“ segir Ásmundur sem segist hafa sent svarpóst á alla þingmenn þar sem hann sagði að það væri of seint að senda slökkviliðið á vettvang þegar húsið væri brunnið. Ásmundur segist hafa verið mikill baráttumaður fyrir aldraða og öryrkja en nú sé hann málaður upp sem vondi kallinn. „Mér líður illa með þetta, ég bara viðurkenni það.“ Hann segir að það eigi að leita leiða til að taka eitthvað af þeirri hækkun bóta sem koma á til framkvæmda þann 1. janúar og færa til 1. júní. „Þá kæmi einhver hækkun svipuð hækkun og var í samningunum þá og svo kæmi restin af þessum 9,7 prósentum til framkvæmda núna. Ég gæti trúað því að þetta gæti kostað svona 2,5 til 3 milljarða en svo kæmi einhverjar 800 milljónir til baka í formi skatta.“ Hlusta má á viðtalið við Ásmund í spilaranum hér að ofan.Að gera betur.Það hefur tekist á í höfðinu á mér af hverju ég var ekki betur undirbúin í umræðuna um bætur...Posted by Ásmundur Friðriksson on Thursday, 10 December 2015
Alþingi Tengdar fréttir Öryrkjar og aldraðir á fundi fjárlaganefndar: „Við getum auðveldlega útrýmt fátækt í þessu litla samfélagi“ Fulltrúar frá Landssambandi eldri borgara og Öryrkjabandalaginu komu á fund fjárlaganefndar í dag þar sem þeir fóru yfir það hvers vegna þeir telja að hækkanir elli- og örorkulífeyris eigi að vera afturvirkar frá 1. maí síðastliðnum. 10. desember 2015 16:23 „Eigum við að trúa því að aldraðir og öryrkjar eigi engan liðsmann í ríkisstjórninni?“ Þeir Helgi Hjörvar, þingmaður Samfylkingarinnar, og Steingrímur J. Sigfússon, þingmaður Vinstri grænna, þjörmuðu að Eygló Harðardóttur, félags-og húsnæðismálaráðherra, í óundirbúnum fyrirspurnum á Alþingi í dag. 10. desember 2015 11:47 Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Fleiri fréttir Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Sjá meira
Öryrkjar og aldraðir á fundi fjárlaganefndar: „Við getum auðveldlega útrýmt fátækt í þessu litla samfélagi“ Fulltrúar frá Landssambandi eldri borgara og Öryrkjabandalaginu komu á fund fjárlaganefndar í dag þar sem þeir fóru yfir það hvers vegna þeir telja að hækkanir elli- og örorkulífeyris eigi að vera afturvirkar frá 1. maí síðastliðnum. 10. desember 2015 16:23
„Eigum við að trúa því að aldraðir og öryrkjar eigi engan liðsmann í ríkisstjórninni?“ Þeir Helgi Hjörvar, þingmaður Samfylkingarinnar, og Steingrímur J. Sigfússon, þingmaður Vinstri grænna, þjörmuðu að Eygló Harðardóttur, félags-og húsnæðismálaráðherra, í óundirbúnum fyrirspurnum á Alþingi í dag. 10. desember 2015 11:47