Öryrkjar og eldri borgarar líða margir skort Heimir Már Pétursson skrifar 10. desember 2015 19:30 Fulltrúar Landssambands eldri borgara og Öryrkjabandalagsins ítrekuðu kröfur sínar um að lífeyrisgreiðslur hækkuðu til samræmis við þróun á vinnumarkaði, á fundi fjárlaganefndar í dag. Þau segja heldur ekki eðlilegt að lífeyrir sé miðaður við lægstu laun sem fáir hafi í raun í atvinnulífinu. Þessar klukkustundirnar takast stjórn og stjórnarandstaða á um fjáraukalög þessa árs og fjárlög næsta árs. Eitt stærsta ágreiningsefnið eru lífeyrisgreiðslur til eldri borgara og öryrkja. En hlé var gert á fjárlagaumræðunni, sem væntanlega stendur fram á nótt, til að fulltrúar þeirra gætu mættu á fund fjárlaganefndar í dag til að fara yfir stöðuna. Samkvæmt fjárlagafrumvarpi hækka lífeyrisgreiðslur um 9,7 prósent eftir áramótin og telja stjórnvöld sig þannig mæta bæði hækkunum á vinnumarkaði á þessu ári og næsta. Að beiðni stjórnarandstöðunnar mættu fulltrúar eldri borgara og öryrkja á fund fjárlaganefndar til að rökstyðja að hækkanir til þeirra ættu að fylgja hækkunum kjarasamninga frá í maí.Æ erfiðara að ná endum saman „Það virðist vera æ erfiðara fyrri þá sem eru á lágmarksbótum að ná endum saman. Þar koma margir hlutir til. Það eru hækkanir á ýmsum hlutum. Það er á húsnæðiskostnaði, húsaleiga og slíkt,“ sagði Haukur Ingibergsson formaður Landssambands eldri borgara við fulltrúa fjárlaganefndar. Hann minnti á að stefna Landssambands eldri borgara væri skýr frá því á landsfundi samtakanna í vor. „Hún er að hækkun bóta verði þá afturvirk frá 1. maí eins og almennt var í kjarasamningum. Það er meginatriði,“ sagði Haukur. Hann og Ellen Calmon formaður Öryrkjabandalagsins bentu á að samkvæmt lögum ættu lífeyrisgreiðslur að fylgja launaþróun. Ellen segir marga öryrkja þurfa að neita sér um hollan mat og tómstundir og telur ekki rétt að miða bætur við lægstu laun þar sem einungis um eitt prósent vinnandi fólks sé á þeim launum og almennt viðurkennt að þau dugi ekki fyrir lágmarks framfærslu. „Nú sjáum við fram á að ríkissjóður mun skila afgangi. Við sjáum fram á góðæri sem er dásamlegt. En fólk býr við fátækt og við getum auðveldlega útrýmt fátækt í þessu litla landi okkar,“ sagði Ellen.Fjöldi fólks leyfir sér ekki neitt Þórunn Sveinbjörnsdóttir formaður Félags eldri borgara í Reykjavík eins og hinir fulltrúarnir á fundinum sagði margar raunasögur sem dæmi um stöðu þeirra eldri borgara sem þyrftu að lifa á grunnbótunum einum. „Það er þyngra en tárum tekur að fólk eigi ekki fyrir mat í lok mánaðarins. Fari aldrei í leikhús, aldrei í bíó; veit ekki hvað tónleikar eru,“ sagði Þórunn við fjárlaganefndarfólk sem hlustaði af athygli. Halldór Sævar Guðbjartsson varaformaður Öryrkjabandalagsins sagði svipaðar sögur og sagðist vona að stjórn og stjórnarandstaða næðu saman um nauðsynlegar breytingar á lífeyrismálunum. „Öryrkjum sem lifa skort eða mikinn skort fer fjölgandi. Sérstaklega í hópi þeirra sem líða mikinn skort. Ef ég man þetta rétt þá líða 23 prósent skort og mikinn skort,“ sagði Halldór Sævar Guðbjartsson. Önnur umræða fjárlaga stendur nú yfir á Alþingi og er búist við að hún standi langt fram á nótt. Alþingi Tengdar fréttir Sigríður ósátt við Vigdísi: „Ógeðfelld niðurstaða“ "Hefur sýnt stjórnendum sjúkrahússins hroka og dónaskap getur ekki viðurkennt mistök heldur á að greina rekstur Landspítalans,“ segir Sigríður Ingibjörg Ingadóttir um Vigdísi Hauksdóttur og milljónirnar 30. 2. desember 2015 20:31 Öryrkjar og aldraðir á fundi fjárlaganefndar: „Við getum auðveldlega útrýmt fátækt í þessu litla samfélagi“ Fulltrúar frá Landssambandi eldri borgara og Öryrkjabandalaginu komu á fund fjárlaganefndar í dag þar sem þeir fóru yfir það hvers vegna þeir telja að hækkanir elli- og örorkulífeyris eigi að vera afturvirkar frá 1. maí síðastliðnum. 10. desember 2015 16:23 „Eigum við að trúa því að aldraðir og öryrkjar eigi engan liðsmann í ríkisstjórninni?“ Þeir Helgi Hjörvar, þingmaður Samfylkingarinnar, og Steingrímur J. Sigfússon, þingmaður Vinstri grænna, þjörmuðu að Eygló Harðardóttur, félags-og húsnæðismálaráðherra, í óundirbúnum fyrirspurnum á Alþingi í dag. 10. desember 2015 11:47 Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu Innlent Segir Selenskí á leið til Washington Erlent Fleiri fréttir Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sjá meira
Fulltrúar Landssambands eldri borgara og Öryrkjabandalagsins ítrekuðu kröfur sínar um að lífeyrisgreiðslur hækkuðu til samræmis við þróun á vinnumarkaði, á fundi fjárlaganefndar í dag. Þau segja heldur ekki eðlilegt að lífeyrir sé miðaður við lægstu laun sem fáir hafi í raun í atvinnulífinu. Þessar klukkustundirnar takast stjórn og stjórnarandstaða á um fjáraukalög þessa árs og fjárlög næsta árs. Eitt stærsta ágreiningsefnið eru lífeyrisgreiðslur til eldri borgara og öryrkja. En hlé var gert á fjárlagaumræðunni, sem væntanlega stendur fram á nótt, til að fulltrúar þeirra gætu mættu á fund fjárlaganefndar í dag til að fara yfir stöðuna. Samkvæmt fjárlagafrumvarpi hækka lífeyrisgreiðslur um 9,7 prósent eftir áramótin og telja stjórnvöld sig þannig mæta bæði hækkunum á vinnumarkaði á þessu ári og næsta. Að beiðni stjórnarandstöðunnar mættu fulltrúar eldri borgara og öryrkja á fund fjárlaganefndar til að rökstyðja að hækkanir til þeirra ættu að fylgja hækkunum kjarasamninga frá í maí.Æ erfiðara að ná endum saman „Það virðist vera æ erfiðara fyrri þá sem eru á lágmarksbótum að ná endum saman. Þar koma margir hlutir til. Það eru hækkanir á ýmsum hlutum. Það er á húsnæðiskostnaði, húsaleiga og slíkt,“ sagði Haukur Ingibergsson formaður Landssambands eldri borgara við fulltrúa fjárlaganefndar. Hann minnti á að stefna Landssambands eldri borgara væri skýr frá því á landsfundi samtakanna í vor. „Hún er að hækkun bóta verði þá afturvirk frá 1. maí eins og almennt var í kjarasamningum. Það er meginatriði,“ sagði Haukur. Hann og Ellen Calmon formaður Öryrkjabandalagsins bentu á að samkvæmt lögum ættu lífeyrisgreiðslur að fylgja launaþróun. Ellen segir marga öryrkja þurfa að neita sér um hollan mat og tómstundir og telur ekki rétt að miða bætur við lægstu laun þar sem einungis um eitt prósent vinnandi fólks sé á þeim launum og almennt viðurkennt að þau dugi ekki fyrir lágmarks framfærslu. „Nú sjáum við fram á að ríkissjóður mun skila afgangi. Við sjáum fram á góðæri sem er dásamlegt. En fólk býr við fátækt og við getum auðveldlega útrýmt fátækt í þessu litla landi okkar,“ sagði Ellen.Fjöldi fólks leyfir sér ekki neitt Þórunn Sveinbjörnsdóttir formaður Félags eldri borgara í Reykjavík eins og hinir fulltrúarnir á fundinum sagði margar raunasögur sem dæmi um stöðu þeirra eldri borgara sem þyrftu að lifa á grunnbótunum einum. „Það er þyngra en tárum tekur að fólk eigi ekki fyrir mat í lok mánaðarins. Fari aldrei í leikhús, aldrei í bíó; veit ekki hvað tónleikar eru,“ sagði Þórunn við fjárlaganefndarfólk sem hlustaði af athygli. Halldór Sævar Guðbjartsson varaformaður Öryrkjabandalagsins sagði svipaðar sögur og sagðist vona að stjórn og stjórnarandstaða næðu saman um nauðsynlegar breytingar á lífeyrismálunum. „Öryrkjum sem lifa skort eða mikinn skort fer fjölgandi. Sérstaklega í hópi þeirra sem líða mikinn skort. Ef ég man þetta rétt þá líða 23 prósent skort og mikinn skort,“ sagði Halldór Sævar Guðbjartsson. Önnur umræða fjárlaga stendur nú yfir á Alþingi og er búist við að hún standi langt fram á nótt.
Alþingi Tengdar fréttir Sigríður ósátt við Vigdísi: „Ógeðfelld niðurstaða“ "Hefur sýnt stjórnendum sjúkrahússins hroka og dónaskap getur ekki viðurkennt mistök heldur á að greina rekstur Landspítalans,“ segir Sigríður Ingibjörg Ingadóttir um Vigdísi Hauksdóttur og milljónirnar 30. 2. desember 2015 20:31 Öryrkjar og aldraðir á fundi fjárlaganefndar: „Við getum auðveldlega útrýmt fátækt í þessu litla samfélagi“ Fulltrúar frá Landssambandi eldri borgara og Öryrkjabandalaginu komu á fund fjárlaganefndar í dag þar sem þeir fóru yfir það hvers vegna þeir telja að hækkanir elli- og örorkulífeyris eigi að vera afturvirkar frá 1. maí síðastliðnum. 10. desember 2015 16:23 „Eigum við að trúa því að aldraðir og öryrkjar eigi engan liðsmann í ríkisstjórninni?“ Þeir Helgi Hjörvar, þingmaður Samfylkingarinnar, og Steingrímur J. Sigfússon, þingmaður Vinstri grænna, þjörmuðu að Eygló Harðardóttur, félags-og húsnæðismálaráðherra, í óundirbúnum fyrirspurnum á Alþingi í dag. 10. desember 2015 11:47 Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu Innlent Segir Selenskí á leið til Washington Erlent Fleiri fréttir Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sjá meira
Sigríður ósátt við Vigdísi: „Ógeðfelld niðurstaða“ "Hefur sýnt stjórnendum sjúkrahússins hroka og dónaskap getur ekki viðurkennt mistök heldur á að greina rekstur Landspítalans,“ segir Sigríður Ingibjörg Ingadóttir um Vigdísi Hauksdóttur og milljónirnar 30. 2. desember 2015 20:31
Öryrkjar og aldraðir á fundi fjárlaganefndar: „Við getum auðveldlega útrýmt fátækt í þessu litla samfélagi“ Fulltrúar frá Landssambandi eldri borgara og Öryrkjabandalaginu komu á fund fjárlaganefndar í dag þar sem þeir fóru yfir það hvers vegna þeir telja að hækkanir elli- og örorkulífeyris eigi að vera afturvirkar frá 1. maí síðastliðnum. 10. desember 2015 16:23
„Eigum við að trúa því að aldraðir og öryrkjar eigi engan liðsmann í ríkisstjórninni?“ Þeir Helgi Hjörvar, þingmaður Samfylkingarinnar, og Steingrímur J. Sigfússon, þingmaður Vinstri grænna, þjörmuðu að Eygló Harðardóttur, félags-og húsnæðismálaráðherra, í óundirbúnum fyrirspurnum á Alþingi í dag. 10. desember 2015 11:47