Þjóðþekktir Íslendingar í nýrri stiklu Michael Moore Bjarki Ármannsson skrifar 28. desember 2015 17:51 Ný stikla fyrir nýjustu heimildarmynd bandaríska kvikmyndagerðarmannsins Michael Moore er komin út, en þar spilar Ísland ansi stóra rullu. Moore var sem kunnugt er staddur hér á landi í sumar við tökur á myndinni. Myndin ber heitið Where to invade next, eða Hvert skal næst gera innrás. Í henni heimsækir Moore lönd á borð við Ísland, Noreg, Ítalíu og Frakkland til að kynna sér það sem betur fer í þeim löndum en í heimalandi hans. Kjarninn greindi frá því um helgina að Moore hefði reynt að heimsækja fangelsið Kvíabryggju á meðan dvöl hans hér á landi stóð en ekki haft erindi sem erfiði.Sjá einnig: Jón Gnarr og Michael Moore hittust Moore tók marga þjóðþekkta einstaklinga tali hér á landi og gætir nokkurra þeirra í nýju stiklunni. Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti, er þeirra fyrirferðarmest en Ólafi Þóri Haukssyni, sérstökum saksóknara, og Hafdísi Jónsdóttur, einnig þekktri sem Dísu í World Class, bregður einnig fyrir í stiklunni. Þá má sjá brot úr heimsókn Moore í franska grunnskóla, þar sem skólamaturinn þykir talsvert betri en víða í Bandaríkjunum, og Bastoy-fangelsiseyjuna í Noregi, þar sem eitt framsæknasta fangelsi heims er að finna. Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Michael Moore á landinu Bandaríski kvikmyndagerðamaðurinn Michael Moore er staddur á Íslandi og kom hann til landsins í dag. 8. maí 2015 18:11 Jón Gnarr og Michael Moore hittust Jón Gnarr hitti í dag bandaríska kvikmyndagerðamanninn Michael Moore sem er á landinu. 8. maí 2015 21:22 Mest lesið Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Lífið Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Lífið Vinur Patriks kom upp um hann Lífið Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Lífið Setja markið á 29. sætið Lífið Gurrý selur slotið Lífið Grammy-goðsögnin Roberta Flack látin Lífið Ekkert gefið eftir í elegansinum Tíska og hönnun Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Lífið Minnast Árna Grétars á maraþon-minningartónleikum Lífið Fleiri fréttir Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum varúlfahryllingi Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Sjá meira
Ný stikla fyrir nýjustu heimildarmynd bandaríska kvikmyndagerðarmannsins Michael Moore er komin út, en þar spilar Ísland ansi stóra rullu. Moore var sem kunnugt er staddur hér á landi í sumar við tökur á myndinni. Myndin ber heitið Where to invade next, eða Hvert skal næst gera innrás. Í henni heimsækir Moore lönd á borð við Ísland, Noreg, Ítalíu og Frakkland til að kynna sér það sem betur fer í þeim löndum en í heimalandi hans. Kjarninn greindi frá því um helgina að Moore hefði reynt að heimsækja fangelsið Kvíabryggju á meðan dvöl hans hér á landi stóð en ekki haft erindi sem erfiði.Sjá einnig: Jón Gnarr og Michael Moore hittust Moore tók marga þjóðþekkta einstaklinga tali hér á landi og gætir nokkurra þeirra í nýju stiklunni. Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti, er þeirra fyrirferðarmest en Ólafi Þóri Haukssyni, sérstökum saksóknara, og Hafdísi Jónsdóttur, einnig þekktri sem Dísu í World Class, bregður einnig fyrir í stiklunni. Þá má sjá brot úr heimsókn Moore í franska grunnskóla, þar sem skólamaturinn þykir talsvert betri en víða í Bandaríkjunum, og Bastoy-fangelsiseyjuna í Noregi, þar sem eitt framsæknasta fangelsi heims er að finna.
Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Michael Moore á landinu Bandaríski kvikmyndagerðamaðurinn Michael Moore er staddur á Íslandi og kom hann til landsins í dag. 8. maí 2015 18:11 Jón Gnarr og Michael Moore hittust Jón Gnarr hitti í dag bandaríska kvikmyndagerðamanninn Michael Moore sem er á landinu. 8. maí 2015 21:22 Mest lesið Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Lífið Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Lífið Vinur Patriks kom upp um hann Lífið Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Lífið Setja markið á 29. sætið Lífið Gurrý selur slotið Lífið Grammy-goðsögnin Roberta Flack látin Lífið Ekkert gefið eftir í elegansinum Tíska og hönnun Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Lífið Minnast Árna Grétars á maraþon-minningartónleikum Lífið Fleiri fréttir Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum varúlfahryllingi Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Sjá meira
Michael Moore á landinu Bandaríski kvikmyndagerðamaðurinn Michael Moore er staddur á Íslandi og kom hann til landsins í dag. 8. maí 2015 18:11
Jón Gnarr og Michael Moore hittust Jón Gnarr hitti í dag bandaríska kvikmyndagerðamanninn Michael Moore sem er á landinu. 8. maí 2015 21:22