Biskup forfallaðist vegna flensu: Jólahátíðin kemur til allra Heimir Már Pétursson skrifar 25. desember 2015 12:57 "Það er dálítið merkilegt að hugsa til þess að jólin koma í raun og veru til allra hvort sem þau eru kristinnar trúa eða ekki.“ Vísir/Vilhlem Þúsundir manna sækja hátíðarmessur í kirkjum landsins í dag. Biskup Íslands átti að predika í hátíðarmessu í Dómkirkjunni í morgun en forfallaðist vegna skæðrar flensu. Hún segir jólin koma til allra. Góð kirkjusókn var í gær aðfangadag en það er margra siður að fara í miðnæturmessur á þeim degi. En það er líka messað alls staðar um land í dag, bæði í morgun og eftir hádegi. Til að mynda verður hátíðarmessa í Hallgrímskikrju klukkan tvö. Til stóð að Agnes M. Sigurðardóttir biskub Íslands predikaði að venju í dómkirkjunni í Reykjavík klukkan ellefu í morgun. „En ég ligg bara hérna í bælinu í pest, er aðeins komin með röddina aftur,“ segir Agnes í samtali við fréttastofu. Það má því kannski segja að vegir guðs séu órannsakanlegir? „Já, það má segja það,“ segir Agnes.Miklar annir hjá prestum landsins Agnes segir jóladagana eðilega vera annasama hjá prestum Þjóðkirkjunnar enda sé kirkjusókn alla jafna mikil yfir hátíðardagana. „Já, og prestar landsins, þeir sem komast fyrir ófærð og óveðri ef það er, eru úti um allt að koma sér á milli staða og messa. Það er yfirleitt mikið að gera á jólum. Prestar í dreifbýlinu hafa fleiri en eina kirkju, allt upp í átta eða níu kirkjur þeir sem flestar hafa.“ Biskup segir jólin eðli málsins samkvæmt eina mikilvægustu hátíð kristinna manna og flest starfsemi sem hægt sé að leggja niður sé lögð niður í dag. „Það er dálítið merkilegt líka að hugsa til þess að jólin koma í raun og veru til allra hvort sem þau eru kristinnar trúa eða ekki.“Vopnahlé í Víetnam Og Agnesi er í þessu samhengi hugsað til eldhúss æsku sinnar heima á Ísafirði þar sem faðir hennar séra Sigurður Kristjánsson var sóknarprestur í langan tíma. „Ég man eftir því þegar ég var krakki og Víetnamstríðið í algleymingi, það er sterkt í barnsminningunni, að það væri vopnahlé á jóladag. Þetta situr í minni mínu því það var alltaf hlustað á hádegisfréttirnar yfir hádegismatnum. Þannig að hátíðin kemur til allra, alveg sama við hvernig aðstæður þeir búa.“ Jólafréttir Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Innlent Fleiri fréttir Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Sjá meira
Þúsundir manna sækja hátíðarmessur í kirkjum landsins í dag. Biskup Íslands átti að predika í hátíðarmessu í Dómkirkjunni í morgun en forfallaðist vegna skæðrar flensu. Hún segir jólin koma til allra. Góð kirkjusókn var í gær aðfangadag en það er margra siður að fara í miðnæturmessur á þeim degi. En það er líka messað alls staðar um land í dag, bæði í morgun og eftir hádegi. Til að mynda verður hátíðarmessa í Hallgrímskikrju klukkan tvö. Til stóð að Agnes M. Sigurðardóttir biskub Íslands predikaði að venju í dómkirkjunni í Reykjavík klukkan ellefu í morgun. „En ég ligg bara hérna í bælinu í pest, er aðeins komin með röddina aftur,“ segir Agnes í samtali við fréttastofu. Það má því kannski segja að vegir guðs séu órannsakanlegir? „Já, það má segja það,“ segir Agnes.Miklar annir hjá prestum landsins Agnes segir jóladagana eðilega vera annasama hjá prestum Þjóðkirkjunnar enda sé kirkjusókn alla jafna mikil yfir hátíðardagana. „Já, og prestar landsins, þeir sem komast fyrir ófærð og óveðri ef það er, eru úti um allt að koma sér á milli staða og messa. Það er yfirleitt mikið að gera á jólum. Prestar í dreifbýlinu hafa fleiri en eina kirkju, allt upp í átta eða níu kirkjur þeir sem flestar hafa.“ Biskup segir jólin eðli málsins samkvæmt eina mikilvægustu hátíð kristinna manna og flest starfsemi sem hægt sé að leggja niður sé lögð niður í dag. „Það er dálítið merkilegt líka að hugsa til þess að jólin koma í raun og veru til allra hvort sem þau eru kristinnar trúa eða ekki.“Vopnahlé í Víetnam Og Agnesi er í þessu samhengi hugsað til eldhúss æsku sinnar heima á Ísafirði þar sem faðir hennar séra Sigurður Kristjánsson var sóknarprestur í langan tíma. „Ég man eftir því þegar ég var krakki og Víetnamstríðið í algleymingi, það er sterkt í barnsminningunni, að það væri vopnahlé á jóladag. Þetta situr í minni mínu því það var alltaf hlustað á hádegisfréttirnar yfir hádegismatnum. Þannig að hátíðin kemur til allra, alveg sama við hvernig aðstæður þeir búa.“
Jólafréttir Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Innlent Fleiri fréttir Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Sjá meira