Mest að gera á sumrin í Litlu jólabúðinni Sæunn Gísladóttir skrifar 24. desember 2015 07:00 Anne Helen Lindsay eigandi búðarinnar segir marga Íslendinga sem? safna jóladóti koma árlega. Fréttablaðið/GVA „Salan er mest í júlí og ágúst,“ segir Anne Helen Lindsay, eigandi Litlu jólabúðarinnar. Hún hefur rekið verslunina við Laugaveg 8 í fimmtán ár. „Við eigum orðið svo mikið af ferðamönnum sem koma hingað og þeir eru alveg kolvitlausir í búðina. Íslendingarnir sem eru að koma núna sjást ekki hérna á sumrin. Ég myndi segja að það væri eiginlega jafn mikil sala núna og í júlí og ágúst. Það skiptist kannski meira milli Íslendinga og útlendinga núna, en í júlí og ágúst eru það bara útlendingar sem eru að versla,“ segir Anne Helen. Anne Helen segir Íslendinga og útlendinga kaupa mismunandi vörur. „Útlendingar kaupa aðallega það sem er íslenskt handverk, það sem hefur verið framleitt sérstaklega fyrir þessa verslun og hluti sem hægt er að hengja á jólatré, ýmist úr gleri eða ull. En Íslendingarnir eru að kaupa allt mögulegt, sérstaklega skemmtilega hluti til að hengja á jólatré og styttur og annað." „Það er áberandi að útlendingar vilja íslenskt, á meðan það er blandað hjá Íslendingum. Þeir vilja líka íslenskt, en kaupa svo meirihlutann af þeim vörum sem ég flyt inn. Margir eru að safna, og koma einu sinni á ári og safna til að mynda fallegum hlutum á jólatréð,“ segir Anne Helen. Hún kaupir mikið af sömu fyrirtækjum og segir mikið um það að fólk sé að kaupa nýjar útgáfur af vörunum aftur og aftur, sérstaklega hl uti til að hengja á tréð. Anne Helen segist finna fyrir greinilegum vexti í sölu eftir að erlendum ferðamönnum fjölgaði svona mikið. „Þeir halda mér gangandi allt árið. Ef ég hefði ekki útlendingana þá myndi verslunin ekki lifa af árið. Íslendingarnir koma ekki fyrr en í október, nóvember, og desember.“ Jólafréttir Mest lesið Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Svona skipta oddvitarnir stólunum Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Innlent Fleiri fréttir Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Sjá meira
„Salan er mest í júlí og ágúst,“ segir Anne Helen Lindsay, eigandi Litlu jólabúðarinnar. Hún hefur rekið verslunina við Laugaveg 8 í fimmtán ár. „Við eigum orðið svo mikið af ferðamönnum sem koma hingað og þeir eru alveg kolvitlausir í búðina. Íslendingarnir sem eru að koma núna sjást ekki hérna á sumrin. Ég myndi segja að það væri eiginlega jafn mikil sala núna og í júlí og ágúst. Það skiptist kannski meira milli Íslendinga og útlendinga núna, en í júlí og ágúst eru það bara útlendingar sem eru að versla,“ segir Anne Helen. Anne Helen segir Íslendinga og útlendinga kaupa mismunandi vörur. „Útlendingar kaupa aðallega það sem er íslenskt handverk, það sem hefur verið framleitt sérstaklega fyrir þessa verslun og hluti sem hægt er að hengja á jólatré, ýmist úr gleri eða ull. En Íslendingarnir eru að kaupa allt mögulegt, sérstaklega skemmtilega hluti til að hengja á jólatré og styttur og annað." „Það er áberandi að útlendingar vilja íslenskt, á meðan það er blandað hjá Íslendingum. Þeir vilja líka íslenskt, en kaupa svo meirihlutann af þeim vörum sem ég flyt inn. Margir eru að safna, og koma einu sinni á ári og safna til að mynda fallegum hlutum á jólatréð,“ segir Anne Helen. Hún kaupir mikið af sömu fyrirtækjum og segir mikið um það að fólk sé að kaupa nýjar útgáfur af vörunum aftur og aftur, sérstaklega hl uti til að hengja á tréð. Anne Helen segist finna fyrir greinilegum vexti í sölu eftir að erlendum ferðamönnum fjölgaði svona mikið. „Þeir halda mér gangandi allt árið. Ef ég hefði ekki útlendingana þá myndi verslunin ekki lifa af árið. Íslendingarnir koma ekki fyrr en í október, nóvember, og desember.“
Jólafréttir Mest lesið Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Svona skipta oddvitarnir stólunum Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Innlent Fleiri fréttir Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Sjá meira