Ekki miklar líkur á 23 stiga frosti í Reykjavík á jóladag Birgir Olgeirsson skrifar 21. desember 2015 14:24 "Þessi villa í sjálfvirkum spám Veðurstofunnar er einstaklega hvimleið,“ segir Birta Líf. Vísir/Veðurlíf Ekki eru miklar líkur á 23 stiga frosti í Reykjavík á jóladag líkt og fyrstu spár gáfu til kynna. Birta Líf Kristinsdóttir veðurfræðingur fjallar um þetta á bloggsíðu sinni Veðurlíf í dag þar sem hún segir stefna í talsvert frost á jóladag en segir þó litlar líkur á 23 stiga frosti. „Þessi villa í sjálfvirkum spám Veðurstofunnar er einstaklega hvimleið og eru veðurfræðingar sífellt að reyna að leiðrétta þetta. Ástæðan fyrir þessum spám um fimbulkulda á Reykjanesi er villa í líkaninu sem hefur reynst erfitt að leiðrétta. Líkanið gerir ráð fyrir meiri útgeislun en eðlilegt getur talist, en það ruglast þegar spáð er hægum vindi og snjó á jörðu, líkt og á jóladag. Þetta á eingöngu við um spár sem eru lengra en ca. 3 daga fram í tímann,“ segir Birta. Hún biður þó fólk um að efast ekki um að það verði kalt á landinu. Líkur eru á að frostið verði um 25 stig á hálendinu og Mývatni, jafnvel 20 stig í uppsveitum Sunnanlands og í Borgarfirði og innsveitir norðantil gætu séð yfir 20 stiga frost.Á jóladag stefnir í talsvert frost á öllu landinu, en þó er MJÖG ótrúverðugt að það verði 23 stiga frost í Reykjavík. Þ...Posted by Veðurlíf on Monday, December 21, 2015Veðurhorfur næstu daga samkvæmt textaspá Veðurstofu Íslands: Á miðvikudag (Þorláksmessa): Norðan 8-15 m/s, en vestlægari syðst. Víða dálítil snjókoma eða él. Frost 0 til 5 stig, en frostlaust við S-ströndina. Á fimmtudag (aðfangadagur jóla): Norðaustlæg átt 8-13 m/s og él, en að mestu þurrt á V-landi. Kólnar talsvert. Á föstudag (jóladagur): Norðlæg eða breytileg átt og bjart með köflum, en él við NA-ströndina og einnig syðst á landinu. Talsvert eða mikið frost. Á laugardag (annar í jólum): Suðaustlæg átt og stöku él, en þurrt og bjart fyrir norðan. Frost 0 til 12 stig, kaldast N-lands. Á sunnudag: Útlit fyrir austlæga átt og úrkomu um allt land. Hlýnar í veðri. Veður Tengdar fréttir Spá yfir 20 stiga frosti í Reykjavík á jóladag Kuldakast skellur á landinu á aðfangadag og afar kalt verður um allt land um jólin. 20. desember 2015 22:35 Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Mestu flokkaflakkararnir Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Fleiri fréttir Mestu flokkaflakkararnir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sjá meira
Ekki eru miklar líkur á 23 stiga frosti í Reykjavík á jóladag líkt og fyrstu spár gáfu til kynna. Birta Líf Kristinsdóttir veðurfræðingur fjallar um þetta á bloggsíðu sinni Veðurlíf í dag þar sem hún segir stefna í talsvert frost á jóladag en segir þó litlar líkur á 23 stiga frosti. „Þessi villa í sjálfvirkum spám Veðurstofunnar er einstaklega hvimleið og eru veðurfræðingar sífellt að reyna að leiðrétta þetta. Ástæðan fyrir þessum spám um fimbulkulda á Reykjanesi er villa í líkaninu sem hefur reynst erfitt að leiðrétta. Líkanið gerir ráð fyrir meiri útgeislun en eðlilegt getur talist, en það ruglast þegar spáð er hægum vindi og snjó á jörðu, líkt og á jóladag. Þetta á eingöngu við um spár sem eru lengra en ca. 3 daga fram í tímann,“ segir Birta. Hún biður þó fólk um að efast ekki um að það verði kalt á landinu. Líkur eru á að frostið verði um 25 stig á hálendinu og Mývatni, jafnvel 20 stig í uppsveitum Sunnanlands og í Borgarfirði og innsveitir norðantil gætu séð yfir 20 stiga frost.Á jóladag stefnir í talsvert frost á öllu landinu, en þó er MJÖG ótrúverðugt að það verði 23 stiga frost í Reykjavík. Þ...Posted by Veðurlíf on Monday, December 21, 2015Veðurhorfur næstu daga samkvæmt textaspá Veðurstofu Íslands: Á miðvikudag (Þorláksmessa): Norðan 8-15 m/s, en vestlægari syðst. Víða dálítil snjókoma eða él. Frost 0 til 5 stig, en frostlaust við S-ströndina. Á fimmtudag (aðfangadagur jóla): Norðaustlæg átt 8-13 m/s og él, en að mestu þurrt á V-landi. Kólnar talsvert. Á föstudag (jóladagur): Norðlæg eða breytileg átt og bjart með köflum, en él við NA-ströndina og einnig syðst á landinu. Talsvert eða mikið frost. Á laugardag (annar í jólum): Suðaustlæg átt og stöku él, en þurrt og bjart fyrir norðan. Frost 0 til 12 stig, kaldast N-lands. Á sunnudag: Útlit fyrir austlæga átt og úrkomu um allt land. Hlýnar í veðri.
Veður Tengdar fréttir Spá yfir 20 stiga frosti í Reykjavík á jóladag Kuldakast skellur á landinu á aðfangadag og afar kalt verður um allt land um jólin. 20. desember 2015 22:35 Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Mestu flokkaflakkararnir Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Fleiri fréttir Mestu flokkaflakkararnir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sjá meira
Spá yfir 20 stiga frosti í Reykjavík á jóladag Kuldakast skellur á landinu á aðfangadag og afar kalt verður um allt land um jólin. 20. desember 2015 22:35