Ris a la Mande
Grauturinn:
2 1/4 dl grautargrjón
1 L nýmjólk
1 -2 vanillustangir
smá salt
50 g hvítt súkkulaði
2 1/4 dl grautargrjón
1 L nýmjólk
1 -2 vanillustangir
smá salt
50 g hvítt súkkulaði
Aðferð:
- Penslið pott með smá smjöri en það kemur í veg fyrir að grjónin og mjólkin brenni við.
- Hellið mjólkinni í pottinn og leyfið suðunni að koma upp, bætið þá grjónunum út í pottinn og hrærið vel í.
- Kljúfið vanillustöngina í tvennt, skafið fræin innan úr og setjið í pottinn.
- Sjóðið grautinn við vægan hita í 35 - 40 mínútur. Hrærið af og til í pottinum, það er mjög auðvelt að brenna grautinn við og þess vegna þarf að fylgjast vel með.
- Þegar grauturinn er tilbúinn bætið þið smátt söxuðu hvítu súkkulaði saman við og hrærið, súkkulaðið bráðnar í grautnum og gefur honum einstaklega fallega áferð. En auðvitað megið þið sleppa súkkulaðinu ef þið viljið. (en hver vill sleppa súkkulaði?);)
- Kælið grautinn mjög vel áður en þið útbúið Ris a la Mande. Best er að gera grautinn deginum áður og þá kólnar hann í rólegheitum yfir nótt.
Ris a la Mande
1 skammtur grautur (uppskriftin hér að ofan)
200 ml rjómi
2 msk flórsykur
100 g möndlur, hakkaðar og ristaðar
kirsuberjasósa
fersk kirsuber
Aðferð:
- Þeytið rjóma og bætið flórsykrinum saman við.
- Blandið rjómablöndunni saman við grautinn með sleikju.
- Hakkið möndlur, ristið þær og kælið. Þegar þær eru kaldar þá bætið þið þeim við grautinn, mér finnst ágætt að setja 70% í grautinn en geyma 30% af möndlunum til skrauts.
- Hellið nú grautnum í fallega skál eða skálar. Ég keypti tilbúna kirsuberjasósu sem mér þykir einstaklega góð og hellti yfir grautinn. Sáldraði möndlum yfir og skreytti með nokkrum ferskum kirsuberjum.
- Kælið grautinn áður en þið berið hann fram.
Njótið vel.