Grunaður um leka: Gegndi yfirmannsstöðu hjá upplýsinga- og fíkniefnadeild á sama tíma Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 21. desember 2015 11:30 "Sá sem fær upplýsingarnar frá uppljóstrara er aldrei sá sami og sá sem sannreynir upplýsingarnar,“ segir Kim Kliver, yfirlögregluþjónn hjá dönsku lögreglunni. Af svörum hans má ráða að sú staðreynd að lögreglumaðurinn gegndi yfirmannshlutverki í báðum deildum sé gagnrýniverð. Vísir/GVA Lögreglumaður sem færður var til í starfi eftir þrálátan orðróm um að hann læki upplýsingum til aðila sem væru til rannsóknar hjá lögreglu, gegndi á sama tíma yfirmannsstöðu hjá upplýsingadeild og fíkniefnadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Að sami maður gegni slíkri stöðu er afar óeðlilegt að sögn yfirmanns í dönsku lögreglunni. Lögreglumaðurinn hafði því annars vegar allar upplýsingar um uppljóstrara, þ.e. þá sem sem veita lögreglu upplýsingar um afbrot eða menn tengdum afbrotum, stundum gegn greiðslu eða annars konar þóknun eins og mildun refsingar. Hins vegar stjórnaði hann á sama tíma aðgerðum lögreglu í fíkniefnamálum sem algengt er að byggi á ábendingum frá uppljóstrurum.Vísir hefur fjallað um færslu lögreglumannsins í starfi undanfarnar vikur. Aldís Hilmarsdóttir og Friðrik Smári Björgvinsson, yfirmenn lögreglumannsins þegar hann var færður til í starfi, hafa neitað að tjá sig um málið og vísa á Sigríði Björk Guðjónsdóttur lögreglustjóra á höfuðborgarsvæðinu. Hún segist ekki geta tjáð sig um málefni einstakra starfsmanna. Engin óháð rannsókn var sett í gang á störfum lögreglumannsins þegar ákveðið var að víkja honum frá störfum sínum um mitt ár og færa í aðra deild eftir því sem fréttastofa kemst næst. Svar Ríkissaksóknara við fyrirspurnum Vísis er á þá leið að embættið geti ekki tjáð sig um málið.Kim Kliver, yfirlögregluþjónn hjá dönsku lögreglunni.Skjáskot af vef tv2lorry.dkÓeðlilegt fyrirkomulag Vísir leitaði til Kim Kliver, yfirlögregluþjóns hjá dönsku lögreglunni, til að fá mat á því hvort eðlilegt gæti talist að sami maður gegndi yfirmannsstöðu í báðum deildum. Að sá aðili hefði því á sama tíma allar upplýsingar upplýsingagjafa, sem er brýnt að haldið sé leyndum innan lögreglu og fáir fá vitneskju um, og hins vegar sæi hann um rannsókn á málum sem tengdust málum sem byggð væru á upplýsingunum. Kim Kliver þekkir ekki til þessa tiltekna máls en segir að mikilvægt sé að halda þessu tvennu aðskildu, þ.e. samskiptum við uppljóstrara og söfnun upplýsinga og svo rannsóknum á málum sem byggja á upplýsingunum. Hann segir afar strangar verklagsreglur í Danmörku þegar komi að vinnu með uppljóstrurum. „Sá sem fær upplýsingarnar frá uppljóstrara er aldrei sá sami og sá sem sannreynir upplýsingarnar,“ segir Kliver. Af svörum hans má ráða að sú staðreynd að lögreglumaðurinn gegndi yfirmannshlutverki í báðum deildum sé gagnrýniverð.Sigríður Björk Guðjónsdóttir lögreglustjóri segist ekki geta tjáð sig um málefni einstakra starfsmanna.Vísir/ErnirÍ lykilstöðu þegar kom að fíkniefnamálum Í reglum um sérstakar aðgerðir lögreglu við rannsóknir er fjallað um uppljóstrara. Í 11. grein segir að tryggja skuli nafnleynd, uppljóstrara og trúnað gagnvart honum á öllum stigum rannsóknar og eftir að rannsókn lýkur. Öllum persónurekjanlegum upplýsingum skuli haldið leyndum í rannsóknargögnum. Þannig eiga rannsakendur mála ekki að vita hvaðan upplýsingar koma heldur aðeins að notast við þær. Lögreglumaðurinn var því í lykilaðstöðu til að hafa áhrif á rannsóknir umfangsmikilla fíkniefnamála. Eins og Vísir hefur fjallað um geta glæpamenn haft gríðarlega hagsmuni af upplýsingum úr röðum lögreglu. Í fíkniefnamálum sem hafa verið til umfjöllunar undanfarnar vikur og mánuði getur virði einstakra sendinga til landsins numið fleiri hundruð milljónum króna. Fréttastofa Vísis hafði samband við Friðrik Smára Björgvinsson og leitaðist eftir svörum um hvort fyrirkomulagið hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu hafi verið á þennan hátt að sami maður hafi verið í þessum hlutverkum hjá lögreglu og hve lengi sá háttur hafi verið hafður á. Friðrik neitaði að tjá sig um málið og vísaði í svör lögreglustjórans Sigríðar Bjarkar að ofan. Leki og spilling í lögreglu Tengdar fréttir Starfsmanni hjá lögreglu vikið frá störfum sínum vegna gruns um að leka upplýsingum Umræddur starfsmaður meðal annars í aðstöðu til þess að hafa áhrif á rannsóknir stórra fíkniefnamála. 14. desember 2015 10:45 Tjá sig ekki um ástæður þess að lögreglumaðurinn var færður til í starfi Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, svarar engum spurningum vegna lögreglumanns á höfuðborgarsvæðinu sem var færður til í starfi vegna gruns um leka á upplýsingum. 14. desember 2015 15:00 Lögreglumaðurinn sem var færður til í starfi gegndi stöðu yfirmanns hjá LRH Samkvæmt heimildum Vísis var málinu ekki vísað til ríkissaksóknara þegar ástæða þótti til að færa yfirmanninn til í starfi. 16. desember 2015 11:15 Mest lesið Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Erlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Innlent Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Innlent Mikilvægur fundur með Íran framundan Erlent Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Innlent Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Innlent Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Erlent Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Innlent Fleiri fréttir Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Blóðbað, þingmenn ganga á dyr og ógnin við Reykjavík Forsetahjónin á leið til Noregs Lýsa eftir Svövu Lydiu Kristrún ein í framboði til formanns Bæjarstjóri og bæjarfulltrúi saka hvor aðra um brot á siðareglum „Það eru ekki skattahækkanir“ Hvalfjarðargöng lokuð vegna bilaðs bíls Áfrýja og stofna félag um réttinn til að mótmæla Munu ekki hlaupa síðustu metrana í Geirsgötu fyrr en 2026 Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Borgarfulltrúi Pírata í veikindaleyfi Óvenjumargir sem sæta gæsluvarðhaldi í fangelsum landsins Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög „Sá merkasti sem ég hef nokkurn tímann kynnst“ Rauðir markaðir og yfirfull fangelsi Dæla tölvupóstum á ráðherra Segir stjórn sósíalista ræða „pólitískar hreinsanir“ fyrir flokksþing Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Björguðu dreng úr gjótu Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Friðrik Ólafsson er látinn Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sjá meira
Lögreglumaður sem færður var til í starfi eftir þrálátan orðróm um að hann læki upplýsingum til aðila sem væru til rannsóknar hjá lögreglu, gegndi á sama tíma yfirmannsstöðu hjá upplýsingadeild og fíkniefnadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Að sami maður gegni slíkri stöðu er afar óeðlilegt að sögn yfirmanns í dönsku lögreglunni. Lögreglumaðurinn hafði því annars vegar allar upplýsingar um uppljóstrara, þ.e. þá sem sem veita lögreglu upplýsingar um afbrot eða menn tengdum afbrotum, stundum gegn greiðslu eða annars konar þóknun eins og mildun refsingar. Hins vegar stjórnaði hann á sama tíma aðgerðum lögreglu í fíkniefnamálum sem algengt er að byggi á ábendingum frá uppljóstrurum.Vísir hefur fjallað um færslu lögreglumannsins í starfi undanfarnar vikur. Aldís Hilmarsdóttir og Friðrik Smári Björgvinsson, yfirmenn lögreglumannsins þegar hann var færður til í starfi, hafa neitað að tjá sig um málið og vísa á Sigríði Björk Guðjónsdóttur lögreglustjóra á höfuðborgarsvæðinu. Hún segist ekki geta tjáð sig um málefni einstakra starfsmanna. Engin óháð rannsókn var sett í gang á störfum lögreglumannsins þegar ákveðið var að víkja honum frá störfum sínum um mitt ár og færa í aðra deild eftir því sem fréttastofa kemst næst. Svar Ríkissaksóknara við fyrirspurnum Vísis er á þá leið að embættið geti ekki tjáð sig um málið.Kim Kliver, yfirlögregluþjónn hjá dönsku lögreglunni.Skjáskot af vef tv2lorry.dkÓeðlilegt fyrirkomulag Vísir leitaði til Kim Kliver, yfirlögregluþjóns hjá dönsku lögreglunni, til að fá mat á því hvort eðlilegt gæti talist að sami maður gegndi yfirmannsstöðu í báðum deildum. Að sá aðili hefði því á sama tíma allar upplýsingar upplýsingagjafa, sem er brýnt að haldið sé leyndum innan lögreglu og fáir fá vitneskju um, og hins vegar sæi hann um rannsókn á málum sem tengdust málum sem byggð væru á upplýsingunum. Kim Kliver þekkir ekki til þessa tiltekna máls en segir að mikilvægt sé að halda þessu tvennu aðskildu, þ.e. samskiptum við uppljóstrara og söfnun upplýsinga og svo rannsóknum á málum sem byggja á upplýsingunum. Hann segir afar strangar verklagsreglur í Danmörku þegar komi að vinnu með uppljóstrurum. „Sá sem fær upplýsingarnar frá uppljóstrara er aldrei sá sami og sá sem sannreynir upplýsingarnar,“ segir Kliver. Af svörum hans má ráða að sú staðreynd að lögreglumaðurinn gegndi yfirmannshlutverki í báðum deildum sé gagnrýniverð.Sigríður Björk Guðjónsdóttir lögreglustjóri segist ekki geta tjáð sig um málefni einstakra starfsmanna.Vísir/ErnirÍ lykilstöðu þegar kom að fíkniefnamálum Í reglum um sérstakar aðgerðir lögreglu við rannsóknir er fjallað um uppljóstrara. Í 11. grein segir að tryggja skuli nafnleynd, uppljóstrara og trúnað gagnvart honum á öllum stigum rannsóknar og eftir að rannsókn lýkur. Öllum persónurekjanlegum upplýsingum skuli haldið leyndum í rannsóknargögnum. Þannig eiga rannsakendur mála ekki að vita hvaðan upplýsingar koma heldur aðeins að notast við þær. Lögreglumaðurinn var því í lykilaðstöðu til að hafa áhrif á rannsóknir umfangsmikilla fíkniefnamála. Eins og Vísir hefur fjallað um geta glæpamenn haft gríðarlega hagsmuni af upplýsingum úr röðum lögreglu. Í fíkniefnamálum sem hafa verið til umfjöllunar undanfarnar vikur og mánuði getur virði einstakra sendinga til landsins numið fleiri hundruð milljónum króna. Fréttastofa Vísis hafði samband við Friðrik Smára Björgvinsson og leitaðist eftir svörum um hvort fyrirkomulagið hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu hafi verið á þennan hátt að sami maður hafi verið í þessum hlutverkum hjá lögreglu og hve lengi sá háttur hafi verið hafður á. Friðrik neitaði að tjá sig um málið og vísaði í svör lögreglustjórans Sigríðar Bjarkar að ofan.
Leki og spilling í lögreglu Tengdar fréttir Starfsmanni hjá lögreglu vikið frá störfum sínum vegna gruns um að leka upplýsingum Umræddur starfsmaður meðal annars í aðstöðu til þess að hafa áhrif á rannsóknir stórra fíkniefnamála. 14. desember 2015 10:45 Tjá sig ekki um ástæður þess að lögreglumaðurinn var færður til í starfi Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, svarar engum spurningum vegna lögreglumanns á höfuðborgarsvæðinu sem var færður til í starfi vegna gruns um leka á upplýsingum. 14. desember 2015 15:00 Lögreglumaðurinn sem var færður til í starfi gegndi stöðu yfirmanns hjá LRH Samkvæmt heimildum Vísis var málinu ekki vísað til ríkissaksóknara þegar ástæða þótti til að færa yfirmanninn til í starfi. 16. desember 2015 11:15 Mest lesið Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Erlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Innlent Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Innlent Mikilvægur fundur með Íran framundan Erlent Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Innlent Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Innlent Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Erlent Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Innlent Fleiri fréttir Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Blóðbað, þingmenn ganga á dyr og ógnin við Reykjavík Forsetahjónin á leið til Noregs Lýsa eftir Svövu Lydiu Kristrún ein í framboði til formanns Bæjarstjóri og bæjarfulltrúi saka hvor aðra um brot á siðareglum „Það eru ekki skattahækkanir“ Hvalfjarðargöng lokuð vegna bilaðs bíls Áfrýja og stofna félag um réttinn til að mótmæla Munu ekki hlaupa síðustu metrana í Geirsgötu fyrr en 2026 Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Borgarfulltrúi Pírata í veikindaleyfi Óvenjumargir sem sæta gæsluvarðhaldi í fangelsum landsins Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög „Sá merkasti sem ég hef nokkurn tímann kynnst“ Rauðir markaðir og yfirfull fangelsi Dæla tölvupóstum á ráðherra Segir stjórn sósíalista ræða „pólitískar hreinsanir“ fyrir flokksþing Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Björguðu dreng úr gjótu Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Friðrik Ólafsson er látinn Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sjá meira
Starfsmanni hjá lögreglu vikið frá störfum sínum vegna gruns um að leka upplýsingum Umræddur starfsmaður meðal annars í aðstöðu til þess að hafa áhrif á rannsóknir stórra fíkniefnamála. 14. desember 2015 10:45
Tjá sig ekki um ástæður þess að lögreglumaðurinn var færður til í starfi Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, svarar engum spurningum vegna lögreglumanns á höfuðborgarsvæðinu sem var færður til í starfi vegna gruns um leka á upplýsingum. 14. desember 2015 15:00
Lögreglumaðurinn sem var færður til í starfi gegndi stöðu yfirmanns hjá LRH Samkvæmt heimildum Vísis var málinu ekki vísað til ríkissaksóknara þegar ástæða þótti til að færa yfirmanninn til í starfi. 16. desember 2015 11:15