Hafa bjargað um tvö þúsund manns Viktoría Hermannsdóttir skrifar 3. janúar 2015 12:00 Hér má sjá flóttamenn um borð í varðskipinu Tý eftir björgunaraðgerðir í desember. Mynd/Landhelgisgæslan Áhöfn varðskipsins Týs hefur síðan í desember komið að björgun um 2.000 flóttamanna úr fimm stórum flutningaskipum. Í fyrrinótt björguðu skipverjar rúmlega 400 manns úr stjórnlausu skipi sem var á fullri ferð í átt að Ítalíu. Haugasjór og svartamyrkur var á vettvangi þegar skipverjar á Tý reyndu fyrst að komast um borð, að sögn Halldórs Nellett, skipherra á Tý. „Það tókst ekki, við báðum fólkið um að stöðva skipið, þar sem það var engin áhöfn um borð, en það gat það ekki þar sem stjórntækið var ónýtt,“ segir Halldór. Erfiðlega gekk að komast um borð vegna þess hversu vont veður var á svæðinu. Varðskipsmenn kölluðu eftir aðstoð ítölsku strandgæslunnar til þess að reyna að stöðva skipið. Skömmu síðar stöðvaðist það vegna olíuleysis. Stuttu seinna komu sex menn frá ítölsku strandgæslunni einnig um borð með þyrlum. Ekki tókst að koma skipinu aftur í gang og því var það tekið í tog til lands. Fyrst var hlúð að fólkinu um borð sem var orðið aðframkomið. „Það var búið að vera án matar og drykkjar í einhverja daga þannig að við byrjuðum á því að fara með vatnsbirgðir yfir, dreifa þeim og huga að fólkinu,“ segir Halldór. Rúmlega 400 manns voru um borð, þar á meðal um 60 börn og þrjár barnshafandi konur. Ekki var hægt að ferja fólkið yfir í Tý vegna veðursins. Þetta er sjötta árið sem Landhelgisgæslan tekur þátt í verkefnum Frontex – landamærastofnunar Evrópusambandsins. Týr sigldi úr höfn á Íslandi þann 20. nóvember og hóf störf á svæðinu 1. desember. Átján manns eru í áhöfn Týs. Auðunn F. Kristinsson, verkefnastjóri á aðgerðasviði Landhelgisgæslunnar, segir um að ræða nýja tegund af flóttatilraunum á þessu svæði sem fyrst hafi orðið vart við í byrjun desember. „Fram að þessu hafa þetta mest verið fiskibátar, svo núna í lok nóvember, byrjun desember, byrjar þetta flutningaskipaflæði,“ segir Auðunn, en hann hefur einnig tekið þátt í björgunaraðgerðum Týs við Suður-Ítalíu. Á flutningaskipunum eru mun fleiri flóttamenn og segir Auðunn algengt að það séu um 3-400 um borð en það hafi náð allt upp í 1.000 manns í einu skipinu. Fólkið hírist í flutningaskipunum við erfiðar aðstæður, oft án vatns og matar. „Í þessum skipum sem við höfum farið í þá er fólk bara niðri í lest á flatsæng, engin klósettaðstaða og enginn matur,“ segir hann en ferðalagið getur tekið um viku. Að sögn Auðuns er lítið vitað um þessa nýju aðferð en talið að fólk borgi fyrir farið með skipinu. Í þeim tilfellum sem áhöfn Týs hefur komið að eru flestir flóttamennirnir frá Sýrlandi. Hann segir það ekki vitað hvernig áhöfnin fari frá borði en það séu ákveðnar grunsemdir uppi um það. „Það eru einhverjir sem sjá sér hag í þessu. Þeir setja síðan stefnu á Ítalíu og yfirgefa skipin.“ Skipin sjálf séu mjög illa farin og því yfirleitt einskis virði. „Það eru engin verðmæti í þessum skipum í sjálfu sér, þetta virðast vera skip sem er búið að setja í brotajárn eða hætt að nota,“ segir hann. Auðunn segir það erfiða reynslu að koma að þessum björgunaraðgerðum en líka gefandi. „Við reynum að búa vel að fólkinu okkar og undirbúa það vel fyrir þetta. Við erum með ákveðna áætlun í gangi varðandi áfallahjálp og slíkt en þetta gefur fólki líka mikið.“ Flóttamenn Mest lesið Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Innlent Verður aflífaður eftir allt saman Innlent Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Erlent Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Innlent Óttast að mörg hundruð séu látin Erlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Erlent Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Innlent 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Erlent Sögð hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Fleiri fréttir Sögð hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sigaði löggunni á blaðbera Gengur þreyttur en stoltur frá borði „Þetta er yfirþyrmandi tilfinning“ Blöskranleg greiðsla, nýr rektor og partí fyrir kvöldsvæfa Ekki hægt að segja félagslega kjörnum formanni upp Úrslit kjörs til rektors Háskóla Íslands kynnt Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Upphæðin kom Þórarni í opna skjöldu Sjá meira
Áhöfn varðskipsins Týs hefur síðan í desember komið að björgun um 2.000 flóttamanna úr fimm stórum flutningaskipum. Í fyrrinótt björguðu skipverjar rúmlega 400 manns úr stjórnlausu skipi sem var á fullri ferð í átt að Ítalíu. Haugasjór og svartamyrkur var á vettvangi þegar skipverjar á Tý reyndu fyrst að komast um borð, að sögn Halldórs Nellett, skipherra á Tý. „Það tókst ekki, við báðum fólkið um að stöðva skipið, þar sem það var engin áhöfn um borð, en það gat það ekki þar sem stjórntækið var ónýtt,“ segir Halldór. Erfiðlega gekk að komast um borð vegna þess hversu vont veður var á svæðinu. Varðskipsmenn kölluðu eftir aðstoð ítölsku strandgæslunnar til þess að reyna að stöðva skipið. Skömmu síðar stöðvaðist það vegna olíuleysis. Stuttu seinna komu sex menn frá ítölsku strandgæslunni einnig um borð með þyrlum. Ekki tókst að koma skipinu aftur í gang og því var það tekið í tog til lands. Fyrst var hlúð að fólkinu um borð sem var orðið aðframkomið. „Það var búið að vera án matar og drykkjar í einhverja daga þannig að við byrjuðum á því að fara með vatnsbirgðir yfir, dreifa þeim og huga að fólkinu,“ segir Halldór. Rúmlega 400 manns voru um borð, þar á meðal um 60 börn og þrjár barnshafandi konur. Ekki var hægt að ferja fólkið yfir í Tý vegna veðursins. Þetta er sjötta árið sem Landhelgisgæslan tekur þátt í verkefnum Frontex – landamærastofnunar Evrópusambandsins. Týr sigldi úr höfn á Íslandi þann 20. nóvember og hóf störf á svæðinu 1. desember. Átján manns eru í áhöfn Týs. Auðunn F. Kristinsson, verkefnastjóri á aðgerðasviði Landhelgisgæslunnar, segir um að ræða nýja tegund af flóttatilraunum á þessu svæði sem fyrst hafi orðið vart við í byrjun desember. „Fram að þessu hafa þetta mest verið fiskibátar, svo núna í lok nóvember, byrjun desember, byrjar þetta flutningaskipaflæði,“ segir Auðunn, en hann hefur einnig tekið þátt í björgunaraðgerðum Týs við Suður-Ítalíu. Á flutningaskipunum eru mun fleiri flóttamenn og segir Auðunn algengt að það séu um 3-400 um borð en það hafi náð allt upp í 1.000 manns í einu skipinu. Fólkið hírist í flutningaskipunum við erfiðar aðstæður, oft án vatns og matar. „Í þessum skipum sem við höfum farið í þá er fólk bara niðri í lest á flatsæng, engin klósettaðstaða og enginn matur,“ segir hann en ferðalagið getur tekið um viku. Að sögn Auðuns er lítið vitað um þessa nýju aðferð en talið að fólk borgi fyrir farið með skipinu. Í þeim tilfellum sem áhöfn Týs hefur komið að eru flestir flóttamennirnir frá Sýrlandi. Hann segir það ekki vitað hvernig áhöfnin fari frá borði en það séu ákveðnar grunsemdir uppi um það. „Það eru einhverjir sem sjá sér hag í þessu. Þeir setja síðan stefnu á Ítalíu og yfirgefa skipin.“ Skipin sjálf séu mjög illa farin og því yfirleitt einskis virði. „Það eru engin verðmæti í þessum skipum í sjálfu sér, þetta virðast vera skip sem er búið að setja í brotajárn eða hætt að nota,“ segir hann. Auðunn segir það erfiða reynslu að koma að þessum björgunaraðgerðum en líka gefandi. „Við reynum að búa vel að fólkinu okkar og undirbúa það vel fyrir þetta. Við erum með ákveðna áætlun í gangi varðandi áfallahjálp og slíkt en þetta gefur fólki líka mikið.“
Flóttamenn Mest lesið Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Innlent Verður aflífaður eftir allt saman Innlent Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Erlent Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Innlent Óttast að mörg hundruð séu látin Erlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Erlent Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Innlent 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Erlent Sögð hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Fleiri fréttir Sögð hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sigaði löggunni á blaðbera Gengur þreyttur en stoltur frá borði „Þetta er yfirþyrmandi tilfinning“ Blöskranleg greiðsla, nýr rektor og partí fyrir kvöldsvæfa Ekki hægt að segja félagslega kjörnum formanni upp Úrslit kjörs til rektors Háskóla Íslands kynnt Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Upphæðin kom Þórarni í opna skjöldu Sjá meira