Læknasamningarnir gerðir við sérstakar aðstæður Viktoría Hermannsdóttir skrifar 9. janúar 2015 07:00 Undirritun yfirlýsingarinnar. Þorbjörn Jónsson, Illugi Gunnarsson, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, Kristján Þór Júlíusson og Kristín Huld Haraldsdóttir. Fréttablaðið/Viktoría Fulltrúar Læknafélags Íslands, Skurðlæknafélags Íslands og ríkisstjórnarinnar undirrituðu í gær sameiginlega yfirlýsingu um markvissa uppbyggingu heilbrigðiskerfisins. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra sagði að fundi loknum að yfirlýsingin væri staðfesting á sameiginlegum vilja ríkisstjórnarinnar og lækna um að ráðist verði í stórfellda uppbyggingu heilbrigðiskerfisins á Íslandi. „Auðvitað er þetta um leið viðurkenning á því að þörf er á slíku átaki. Við höfum rætt hugmyndina á bak við þetta undanfarnar vikur á kannski heldur ítarlegri hátt en birtist þarna, en þetta er fyrst og fremst pólitísk sýn á það hvað þurfi að gera og útfærslan birtist meðal annars í kjarasamningunum sem voru undirritaðir,“ segir Sigmundur. Samkvæmt viljayfirlýsingunni á að veita aukið fjármagn til heilbrigðiskerfisins, byggja nýjan Landspítala og endurnýja tækjabúnað. Auk þess á íslenska heilbrigðiskerfið að verða samkeppnishæft við það sem þekkist á Norðurlöndunum. „Áfram verður haldið á þeirri braut að forgangsraða í þágu heilbrigðiskerfisins, setja enn meira fjármagn í þann hluta ríkisútgjaldanna. Það er reyndar búið að stíga mjög stór skref í því nú þegar, meðal annars í framlögum til Landspítalans sem eru orðin þau hæstu sem hafa nokkurn tímann verið. Niðurskurður eða sparnaður undanfarinna ára var það mikill að það er enn þörf á verulegri viðbót til þess að kerfið geti orðið samkeppnishæft því sem best gerist í heiminum, eins og við viljum ná fram. Það á við um byggingu innviða, húsnæðis, tækjakosts og slíkt,“ segir Sigmundur. Aðspurður hvort sú hækkun sem læknar fengu í sínum kjarasamningum komi til með að hafa áhrif á komandi kjarasamninga. Segir Sigmundur að um hafi verið að ræða sérstakar aðstæður sem bregðast hafi þurft við. Ekki sé forsenda til slíkra hækkana í þeim kjarasamningum sem farið verði í á næstunni þar sem það geti valdið verðbólgu. „Ég hef auðvitað heyrt forystumenn í samtökum launþega tala á þann hátt að litið verði til þess í komandi kjarasamningum. Hins vegar heyrist mér að viðhorfið meðal almennings sé það að þetta hafi verið alveg sérstakar aðstæður sem hafi þurft að bregðast við á sérstakan hátt. Það er tilfinning mín að minnsta kosti að menn geri sér almennt grein fyrir því að það sé ekki hægt að láta það ganga yfir línuna. Að það myndi setja verðbólguna af stað og þar með þurrka út kjarabætur allra. Það eru tækifæri til þess núna að bæta kjör alls almennings verulega og halda áfram að auka kaupmáttinn svo framarlega sem samningar eru ekki til þess fallnir að raska stöðugleikanum. Það er held ég öllum í hag til viðbótar við þann skilning sem mér finnst vera á sérstöðu þessa máls, þá er öllum í hag að samningar verði til þess fallnir að auka kaupmátt.“ Mest lesið Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Erlent Fleiri fréttir Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Sjá meira
Fulltrúar Læknafélags Íslands, Skurðlæknafélags Íslands og ríkisstjórnarinnar undirrituðu í gær sameiginlega yfirlýsingu um markvissa uppbyggingu heilbrigðiskerfisins. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra sagði að fundi loknum að yfirlýsingin væri staðfesting á sameiginlegum vilja ríkisstjórnarinnar og lækna um að ráðist verði í stórfellda uppbyggingu heilbrigðiskerfisins á Íslandi. „Auðvitað er þetta um leið viðurkenning á því að þörf er á slíku átaki. Við höfum rætt hugmyndina á bak við þetta undanfarnar vikur á kannski heldur ítarlegri hátt en birtist þarna, en þetta er fyrst og fremst pólitísk sýn á það hvað þurfi að gera og útfærslan birtist meðal annars í kjarasamningunum sem voru undirritaðir,“ segir Sigmundur. Samkvæmt viljayfirlýsingunni á að veita aukið fjármagn til heilbrigðiskerfisins, byggja nýjan Landspítala og endurnýja tækjabúnað. Auk þess á íslenska heilbrigðiskerfið að verða samkeppnishæft við það sem þekkist á Norðurlöndunum. „Áfram verður haldið á þeirri braut að forgangsraða í þágu heilbrigðiskerfisins, setja enn meira fjármagn í þann hluta ríkisútgjaldanna. Það er reyndar búið að stíga mjög stór skref í því nú þegar, meðal annars í framlögum til Landspítalans sem eru orðin þau hæstu sem hafa nokkurn tímann verið. Niðurskurður eða sparnaður undanfarinna ára var það mikill að það er enn þörf á verulegri viðbót til þess að kerfið geti orðið samkeppnishæft því sem best gerist í heiminum, eins og við viljum ná fram. Það á við um byggingu innviða, húsnæðis, tækjakosts og slíkt,“ segir Sigmundur. Aðspurður hvort sú hækkun sem læknar fengu í sínum kjarasamningum komi til með að hafa áhrif á komandi kjarasamninga. Segir Sigmundur að um hafi verið að ræða sérstakar aðstæður sem bregðast hafi þurft við. Ekki sé forsenda til slíkra hækkana í þeim kjarasamningum sem farið verði í á næstunni þar sem það geti valdið verðbólgu. „Ég hef auðvitað heyrt forystumenn í samtökum launþega tala á þann hátt að litið verði til þess í komandi kjarasamningum. Hins vegar heyrist mér að viðhorfið meðal almennings sé það að þetta hafi verið alveg sérstakar aðstæður sem hafi þurft að bregðast við á sérstakan hátt. Það er tilfinning mín að minnsta kosti að menn geri sér almennt grein fyrir því að það sé ekki hægt að láta það ganga yfir línuna. Að það myndi setja verðbólguna af stað og þar með þurrka út kjarabætur allra. Það eru tækifæri til þess núna að bæta kjör alls almennings verulega og halda áfram að auka kaupmáttinn svo framarlega sem samningar eru ekki til þess fallnir að raska stöðugleikanum. Það er held ég öllum í hag til viðbótar við þann skilning sem mér finnst vera á sérstöðu þessa máls, þá er öllum í hag að samningar verði til þess fallnir að auka kaupmátt.“
Mest lesið Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Erlent Fleiri fréttir Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Sjá meira