Sjálfala bankakerfi hamlar uppbyggingu Skjóðan skrifar 21. janúar 2015 13:00 Vísir Það vakti athygli á dögunum, skömmu eftir að peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands lækkaði stýrivexti bankans sem notaðir eru á innlán viðskiptabanka í Seðlabankanum, að Arion banki skyldi tilkynna hækkun á nafnvöxtum verðtryggðra útlána. Hækkunin nam hálfu prósentustigi sem er á bilinu 11-13 prósenta hækkun. Innlánsvextir hækkuðu ekki og því jók bankinn vaxtamun sinn. Íslenskir bankar hafa lengi legið undir ámæli fyrir að selja þjónustu sína dýrt. Vaxtamunur er mun hærri en þekkist í nágrannalöndum og raunvextir hafa um árabil verið margfaldir þegar borið er saman við önnur lönd í okkar heimshluta. Við þetta bætist að bankarnir hafa á undanförnum árum og misserum stórhækkað þjónustugjöld sín auk þess sem dregið hefur verið úr þjónustu og útibúum fækkað. Fjármagnskostnaður íslenskra fyrirtækja er margfaldur þegar horft er til alþjóðlegs samanburðar. Þetta dregur úr samkeppnishæfni íslenskra fyrirtækja og íslenska hagkerfisins í heild. Hár fjármagnskostnaður stendur í vegi fyrir nauðsynlegum fjárfestingum og uppbyggingu. Fyrir vikið nær íslenskt atvinnulíf ekki að skapa nægilega mörg störf. Alkunna er að atvinnuleysi hér á landi er dulbúið með ýmsum hætti. Opinberar atvinnuleysistölur segja aðeins hluta sögunnar. Fjöldi Íslendinga hefur á undanförnum árum horfið af vinnumarkaði. Margir hafa flutt úr landi en aðrir hafa hrökklast af atvinnuleysisbótum yfir á forsjá sveitarfélaga. Þúsundir eru skráðir öryrkjar. Ónóg fjárfesting og vanmáttug atvinnusköpun skýrir þessa þróun að hluta. Ríki og sveitarfélög verða af skatttekjum og lenda í miklum útgjöldum vegna stækkandi hóps fólks á besta aldri sem virðist ekki eiga afturkvæmt á vinnumarkað. Stór hluti vandans stafar af skorti á samkeppni á íslenskum bankamarkaði. Gjaldeyrishöft loka íslenska hagkerfið af og inni í þessu lokaða hagkerfi er svo bankakerfi, sem er svo þungt á fóðrum að ekki duga því minna en margfaldir útlánsvextir á við önnur lönd. Engir erlendir bankar starfa hér á landi og varla er breytinga á því að vænta á meðan hér er í notkun minnsti gjaldmiðill í heimi. Verðtrygging á að tryggja lánveitendum að útlán þeirra beri ávallt jákvæða raunvexti. Í verðtryggingu felst gríðarlegt öryggi fyrir lánveitendur sem ætti að endurspeglast í mjög lágum nafnvöxtum. Það skýtur því skökku við að nafnvextir verðtryggðra lána skuli hækkaðir þegar verðbólga kemst loks niður fyrir verðbólgumarkmið Seðlabankans. Voru vextirnir þó fyrir talsvert hærri en óverðtryggðir vextir í nágrannalöndum Íslands. Vextir og þjónustugjöld íslenskra banka eru kennslubókardæmi um bankakerfi sem líður fyrir skort á samkeppni. Þar sem bankar ganga sjálfala og ákveða vexti að vild ríkir fákeppni.Skjóðan skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum. Hún er frekju- og leiðindaskjóða, sem lætur ekkert mannlegt sér óviðkomandi. Skjóðan Mest lesið „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Verðbólgan komin undir fimm prósent Viðskipti innlent Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Viðskipti innlent Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Viðskipti innlent Helena til Íslandssjóða Viðskipti innlent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Viðskipti innlent Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Viðskipti innlent EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Fleiri fréttir Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Sjá meira
Það vakti athygli á dögunum, skömmu eftir að peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands lækkaði stýrivexti bankans sem notaðir eru á innlán viðskiptabanka í Seðlabankanum, að Arion banki skyldi tilkynna hækkun á nafnvöxtum verðtryggðra útlána. Hækkunin nam hálfu prósentustigi sem er á bilinu 11-13 prósenta hækkun. Innlánsvextir hækkuðu ekki og því jók bankinn vaxtamun sinn. Íslenskir bankar hafa lengi legið undir ámæli fyrir að selja þjónustu sína dýrt. Vaxtamunur er mun hærri en þekkist í nágrannalöndum og raunvextir hafa um árabil verið margfaldir þegar borið er saman við önnur lönd í okkar heimshluta. Við þetta bætist að bankarnir hafa á undanförnum árum og misserum stórhækkað þjónustugjöld sín auk þess sem dregið hefur verið úr þjónustu og útibúum fækkað. Fjármagnskostnaður íslenskra fyrirtækja er margfaldur þegar horft er til alþjóðlegs samanburðar. Þetta dregur úr samkeppnishæfni íslenskra fyrirtækja og íslenska hagkerfisins í heild. Hár fjármagnskostnaður stendur í vegi fyrir nauðsynlegum fjárfestingum og uppbyggingu. Fyrir vikið nær íslenskt atvinnulíf ekki að skapa nægilega mörg störf. Alkunna er að atvinnuleysi hér á landi er dulbúið með ýmsum hætti. Opinberar atvinnuleysistölur segja aðeins hluta sögunnar. Fjöldi Íslendinga hefur á undanförnum árum horfið af vinnumarkaði. Margir hafa flutt úr landi en aðrir hafa hrökklast af atvinnuleysisbótum yfir á forsjá sveitarfélaga. Þúsundir eru skráðir öryrkjar. Ónóg fjárfesting og vanmáttug atvinnusköpun skýrir þessa þróun að hluta. Ríki og sveitarfélög verða af skatttekjum og lenda í miklum útgjöldum vegna stækkandi hóps fólks á besta aldri sem virðist ekki eiga afturkvæmt á vinnumarkað. Stór hluti vandans stafar af skorti á samkeppni á íslenskum bankamarkaði. Gjaldeyrishöft loka íslenska hagkerfið af og inni í þessu lokaða hagkerfi er svo bankakerfi, sem er svo þungt á fóðrum að ekki duga því minna en margfaldir útlánsvextir á við önnur lönd. Engir erlendir bankar starfa hér á landi og varla er breytinga á því að vænta á meðan hér er í notkun minnsti gjaldmiðill í heimi. Verðtrygging á að tryggja lánveitendum að útlán þeirra beri ávallt jákvæða raunvexti. Í verðtryggingu felst gríðarlegt öryggi fyrir lánveitendur sem ætti að endurspeglast í mjög lágum nafnvöxtum. Það skýtur því skökku við að nafnvextir verðtryggðra lána skuli hækkaðir þegar verðbólga kemst loks niður fyrir verðbólgumarkmið Seðlabankans. Voru vextirnir þó fyrir talsvert hærri en óverðtryggðir vextir í nágrannalöndum Íslands. Vextir og þjónustugjöld íslenskra banka eru kennslubókardæmi um bankakerfi sem líður fyrir skort á samkeppni. Þar sem bankar ganga sjálfala og ákveða vexti að vild ríkir fákeppni.Skjóðan skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum. Hún er frekju- og leiðindaskjóða, sem lætur ekkert mannlegt sér óviðkomandi.
Skjóðan Mest lesið „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Verðbólgan komin undir fimm prósent Viðskipti innlent Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Viðskipti innlent Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Viðskipti innlent Helena til Íslandssjóða Viðskipti innlent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Viðskipti innlent Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Viðskipti innlent EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Fleiri fréttir Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Sjá meira