Ekkert virðist stöðva sigurgöngu SYRIZA Guðsteinn Bjarnason skrifar 22. janúar 2015 07:15 Kosningaveggspjald, með mynd af Alexis Tsipras, fest upp á staur í Aþenu. fréttablaðið/AP Alexis Tsipras, leiðtogi vinstriflokksins SYRIZA, segir að flokkurinn muni bæði virða reglur evrusvæðisins í ríkisfjármálum og standa við markmið um lækkun ríkisskulda. „Stjórn Syriza mun virða skuldbindingar Grikklands, sem aðildarríki evrusvæðisins, um að halda jafnvægi í ríkisfjármálum, og mun standa við skuldalækkunarmarkmið,“ sagði Tsipras í grein sem birtist í Financial Times í gær. Tsipras hefur talað hart gegn aðhaldsaðgerðum núverandi stjórnvalda í Grikklandi, sem staðið hafa í ströngu við að minnka skuldasúpu ríkissjóðs síðustu misserin. Bæði Evrópusambandið og Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn komu Grikkjum til bjargar með stórfelldum lánum, en kröfðust þess í staðinn að Grikkir vinni hörðum höndum að því að koma lagi á efnahagsmál sín. Syriza er spáð stórsigri í þingkosningum um helgina, og er velgengni flokksins ekki síst talin skýrast af andstöðu hans við aðhaldsaðgerðirnar, sem bitnað hafa hart á almenningi í landinu. Eitt helsta kosningaloforð Syriza hefur snúist um að ná fram stórfelldri skuldaniðurfellingu fyrir hönd gríska ríkisins. Tsipras segist hreint ekki hafa horfið frá þessu loforði, þvert á móti sé hann bjartsýnn á að vel muni ganga að semja um skuldaniðurfellingar. „Okkur ber skylda til þess að ganga til samninga með opinskáum og heiðarlegum hætti sem jafningjar félaga okkar í Evrópusambandinu,“ skrifar hann. „Það er ekki nokkur ástæða til þess að báðar fylkingar fari að sveifla vopnum.“ Skuldir Grikklands nema nú 175 prósent af þjóðarframleiðslunni, en stefnt hefur verið að því að ná þeim niður fyrir 130 prósent fyrir lok þessa áratugs. Andtonis Samaras, leiðtogi hægri flokksins Nýtt lýðræði, hefur verið forsætisráðherra undanfarin þrjú ár. Nýju lýðræði er spáð 30 prósentum atkvæða í kosningunum á sunnudag, en Syriza getur reiknað með að fá 35 prósent standist skoðanakannanir. Öðrum flokkum er spáð vel innan við tíu prósentum atkvæða hverjum, og þar á meðal er nýnasistaflokkurinn Gullin dögun sem gæti reiknað með að fá rétt rúmlega fimm prósent. Grikkland Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Sjá meira
Alexis Tsipras, leiðtogi vinstriflokksins SYRIZA, segir að flokkurinn muni bæði virða reglur evrusvæðisins í ríkisfjármálum og standa við markmið um lækkun ríkisskulda. „Stjórn Syriza mun virða skuldbindingar Grikklands, sem aðildarríki evrusvæðisins, um að halda jafnvægi í ríkisfjármálum, og mun standa við skuldalækkunarmarkmið,“ sagði Tsipras í grein sem birtist í Financial Times í gær. Tsipras hefur talað hart gegn aðhaldsaðgerðum núverandi stjórnvalda í Grikklandi, sem staðið hafa í ströngu við að minnka skuldasúpu ríkissjóðs síðustu misserin. Bæði Evrópusambandið og Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn komu Grikkjum til bjargar með stórfelldum lánum, en kröfðust þess í staðinn að Grikkir vinni hörðum höndum að því að koma lagi á efnahagsmál sín. Syriza er spáð stórsigri í þingkosningum um helgina, og er velgengni flokksins ekki síst talin skýrast af andstöðu hans við aðhaldsaðgerðirnar, sem bitnað hafa hart á almenningi í landinu. Eitt helsta kosningaloforð Syriza hefur snúist um að ná fram stórfelldri skuldaniðurfellingu fyrir hönd gríska ríkisins. Tsipras segist hreint ekki hafa horfið frá þessu loforði, þvert á móti sé hann bjartsýnn á að vel muni ganga að semja um skuldaniðurfellingar. „Okkur ber skylda til þess að ganga til samninga með opinskáum og heiðarlegum hætti sem jafningjar félaga okkar í Evrópusambandinu,“ skrifar hann. „Það er ekki nokkur ástæða til þess að báðar fylkingar fari að sveifla vopnum.“ Skuldir Grikklands nema nú 175 prósent af þjóðarframleiðslunni, en stefnt hefur verið að því að ná þeim niður fyrir 130 prósent fyrir lok þessa áratugs. Andtonis Samaras, leiðtogi hægri flokksins Nýtt lýðræði, hefur verið forsætisráðherra undanfarin þrjú ár. Nýju lýðræði er spáð 30 prósentum atkvæða í kosningunum á sunnudag, en Syriza getur reiknað með að fá 35 prósent standist skoðanakannanir. Öðrum flokkum er spáð vel innan við tíu prósentum atkvæða hverjum, og þar á meðal er nýnasistaflokkurinn Gullin dögun sem gæti reiknað með að fá rétt rúmlega fimm prósent.
Grikkland Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Sjá meira