Gerum Barnasáttmálann að lögum Elín Hirst og Annicka Engblom og Annette Lind skrifa 22. janúar 2015 07:00 Nýverið var því fagnað á Norðurlöndum og víðar um heim að 25 ár eru liðin frá því að samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi barna, eða Barnasáttmálinn eins og hann er oftast nefndur í daglegu tali, var undirritaður 20. nóvember árið 1989. Vegna þessara merku tímamóta gefst kjörið tækifæri til að ígrunda hvernig við tryggjum sem best að börn og ungmenni í nútíma samfélagi geti látið til sín taka og haft áhrif á það umhverfi sem þau búa við. Liður í því er að tryggja að Barnasáttmálanum verði veitt formlegt lagagildi í öllum Norðurlandaríkjunum en Danmörk og Svíþjóð eru einar Norðurlandaþjóða sem eiga enn eftir að lögfesta sáttmálann. Velferð barna baráttumál Norðurlönd eru af mörgum talin fyrirmynd innan alþjóðasamfélagsins í mörgum skilningi, þar á meðal á sviði málefna barna og ungmenna. Samt sem áður sýna rannsóknir að tvö af hverjum tíu börnum á Norðurlöndum finna til vanlíðanar. Við viljum því gera enn betur í að hlúa að börnum og ungmennum. Eitt það mikilvægasta við að tryggja velferð og vernd barna og ungmenna er að hlusta á raddir þeirra og fræða þau um réttindi sín. Skýrslur Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna sýna glögglega að börn sem þekkja rétt sinn eru mun atorkumeiri en ella og geta sett hnefann í borðið ef þau eru beitt ofbeldi, misþyrmingum eða alvarlegri vanrækslu. Þau bregðast betur við aðstæðum sínum og leita ásjár fullorðinna ef þau verða fyrir yfirgangi, misnotkun eða öðrum alvarlegum vanda. Ráðamenn, ríkisstjórnir og þjóðþing á Norðurlöndum verða einnig að íhuga alvarlega hvaða aðgerðir eru vænlegar til að virkja betur lýðræðishefðir okkar gagnvart ungu fólki og hvetja það til þátttöku. Það er mikið áhyggjuefni að kosningaþátttaka ungs fólks á Norðurlöndunum hefur dregist saman á síðustu árum og jafnframt skrá færri ungmenni sig í stjórnmálaflokka en áður. Það er okkar skoðun að ef ungmennum gefst kostur á að hafa áhrif á eigið samfélag, ef á þau er hlustað og þau fá að njóta hæfileika sinna næst miklu betri árangur en ella. Lögfesti sáttmálann sem fyrst Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna, sem nýverið fagnaði aldarfjórðungsafmæli sínu, markaði mikil tímamót í baráttunni fyrir réttindum barna. Sáttmálinn felur í sér alþjóðlega viðurkenningu á því að börn séu sjálfstæðir einstaklingar með fullgild réttindi, óháð réttindum fullorðinna. Hann hefur að geyma ýmis grundvallarréttindi og tryggir öllum börnum upp að 18 ára aldri sérstaka vernd og umönnun. Sömuleiðis endurspeglar sáttmálinn nýja sýn á hlutverk og stöðu barna og þar er tekið fram að öll börn eigi rétt á því að vera fullgildir þátttakendur í samfélaginu. Finnar voru fyrstir til að lögfesta Barnasáttmálann, hann hefur einnig verið lögfestur í Noregi og á Íslandi. Danir og Svíar eiga eftir að lögfesta sáttmálann, eins og áður segir, og við viljum beita okkur fyrir því sem þingmenn og fulltrúar í Norðurlandaráði að þessi lönd geri það sem fyrst til þess að hægt sé að beita ákvæðum Barnasáttmálans fyrir dómstólum og settum lögum og réttindum barna þannig gefið aukið vægi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Elín Hirst Mest lesið Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir Skoðun Halldór 22.02.2025 Halldór Viðbrögð barna við sorg Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson Skoðun Skoðun Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson skrifar Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar Skoðun Viðbrögð barna við sorg Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Sjá meira
Nýverið var því fagnað á Norðurlöndum og víðar um heim að 25 ár eru liðin frá því að samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi barna, eða Barnasáttmálinn eins og hann er oftast nefndur í daglegu tali, var undirritaður 20. nóvember árið 1989. Vegna þessara merku tímamóta gefst kjörið tækifæri til að ígrunda hvernig við tryggjum sem best að börn og ungmenni í nútíma samfélagi geti látið til sín taka og haft áhrif á það umhverfi sem þau búa við. Liður í því er að tryggja að Barnasáttmálanum verði veitt formlegt lagagildi í öllum Norðurlandaríkjunum en Danmörk og Svíþjóð eru einar Norðurlandaþjóða sem eiga enn eftir að lögfesta sáttmálann. Velferð barna baráttumál Norðurlönd eru af mörgum talin fyrirmynd innan alþjóðasamfélagsins í mörgum skilningi, þar á meðal á sviði málefna barna og ungmenna. Samt sem áður sýna rannsóknir að tvö af hverjum tíu börnum á Norðurlöndum finna til vanlíðanar. Við viljum því gera enn betur í að hlúa að börnum og ungmennum. Eitt það mikilvægasta við að tryggja velferð og vernd barna og ungmenna er að hlusta á raddir þeirra og fræða þau um réttindi sín. Skýrslur Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna sýna glögglega að börn sem þekkja rétt sinn eru mun atorkumeiri en ella og geta sett hnefann í borðið ef þau eru beitt ofbeldi, misþyrmingum eða alvarlegri vanrækslu. Þau bregðast betur við aðstæðum sínum og leita ásjár fullorðinna ef þau verða fyrir yfirgangi, misnotkun eða öðrum alvarlegum vanda. Ráðamenn, ríkisstjórnir og þjóðþing á Norðurlöndum verða einnig að íhuga alvarlega hvaða aðgerðir eru vænlegar til að virkja betur lýðræðishefðir okkar gagnvart ungu fólki og hvetja það til þátttöku. Það er mikið áhyggjuefni að kosningaþátttaka ungs fólks á Norðurlöndunum hefur dregist saman á síðustu árum og jafnframt skrá færri ungmenni sig í stjórnmálaflokka en áður. Það er okkar skoðun að ef ungmennum gefst kostur á að hafa áhrif á eigið samfélag, ef á þau er hlustað og þau fá að njóta hæfileika sinna næst miklu betri árangur en ella. Lögfesti sáttmálann sem fyrst Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna, sem nýverið fagnaði aldarfjórðungsafmæli sínu, markaði mikil tímamót í baráttunni fyrir réttindum barna. Sáttmálinn felur í sér alþjóðlega viðurkenningu á því að börn séu sjálfstæðir einstaklingar með fullgild réttindi, óháð réttindum fullorðinna. Hann hefur að geyma ýmis grundvallarréttindi og tryggir öllum börnum upp að 18 ára aldri sérstaka vernd og umönnun. Sömuleiðis endurspeglar sáttmálinn nýja sýn á hlutverk og stöðu barna og þar er tekið fram að öll börn eigi rétt á því að vera fullgildir þátttakendur í samfélaginu. Finnar voru fyrstir til að lögfesta Barnasáttmálann, hann hefur einnig verið lögfestur í Noregi og á Íslandi. Danir og Svíar eiga eftir að lögfesta sáttmálann, eins og áður segir, og við viljum beita okkur fyrir því sem þingmenn og fulltrúar í Norðurlandaráði að þessi lönd geri það sem fyrst til þess að hægt sé að beita ákvæðum Barnasáttmálans fyrir dómstólum og settum lögum og réttindum barna þannig gefið aukið vægi.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun
Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun