Binda vonir við nýja aðferð við dælingu í Landeyjahöfn ingvar haraldsson skrifar 23. janúar 2015 07:00 Ekki hefur verið hægt að nota höfnina jafn mikið og vonir stóðu til þegar hún var opnuð árið 2010. vísir/pjetur Vegagerðin hyggst gera tilraunir með sanddælingu frá landi í Landeyjahöfn í mars. Búið er að leigja dælu til verksins. Hingað til hefur dælingin verið gerð á skipum. „Vonir standa til að með dælu frá landi verði hægt að dýpka við mun hærri öldu en nú er gert,“ segir Sigurður Áss Grétarsson, framkvæmdastjóri siglingasviðs Vegagerðarinnar. Gangi tilraunirnar að óskum hyggst Vegagerðin bjóða út dælu sem yrði á landi. Það verður þó ekki gert fyrr en ákvörðun hefur verið tekin um smíði nýs Herjólfs að sögn Sigurðar. Sú ákvörðun hefur ekki enn verið tekin þótt stefnt sé að því að smíði skipsins verði boðin út í vor samkvæmt tilkynningu frá Vegagerðinni sem send var út í gær.Telur nýja dæla ekki svara kostnaði með núverandi Herjólf Með nýrri dælu og nýjum Herjólfi telur Sigurður að hægt verði að nota Landeyjahöfn 90 prósent af árinu. Höfnin muni helst lokast yfir háveturinn. Sigurður telur það ekki svara kostnaði að fara út í nýjar dýpkunaraðferðir fyrr en ákvörðun hefur verið tekin um ferjukaupin. „Það er lítið gagn í því að hafa nægt dýpi í höfninni fyrir Herjólf yfir háveturinn. Dæla þarf upp margfalt meiri sandi fyrir Herjólf miðað við nýju ferjuna og svo getur Herjólfur lítið siglt til Landeyjahafnar vegna ölduhæðar á þessum árstíma,“ segir Sigurður.Elliði Vignisson, bæjarstjóri Vestmanneyja, er ósáttur við seinagang ráðamanna varðandi Herjólf og Landeyjahöfn.Ekkert verið gert síðan höfnin opnaði Elliði Vignisson, bæjarstjóri Vestmannaeyja, er ósáttur við hve lítið hefur verið gert til að bæta samgöngur til og frá Vestmannaeyjum. „Staðan núna er sú hin sama og þegar Landeyjahöfn var opnuð. Það hafa nákvæmlega engar úrbætur verið gerðar, hvorki hvað varðar mannvirkið sjálft eða dýpkunaraðferðir,“ segir Elliði og kallar eftir því að stjórnvöld taki endanlega ákvörðun um hvernig leysa eigi vandann. Frá því að Landeyjahöfn var opnuð í júlí árið 2010 hefur þurft að beina 1.142 ferðum Herjólfs til Þorlákshafnar því Landeyjahöfn hefur verið ónothæf. Þá hafa 220 ferðir til Landeyjahafnar fallið niður. Flestar hafa þær verið frá því undir lok nóvember og fram á vor en þá hefur Landeyjahöfn ekkert verið notuð. Nú er dýpið í mynni Landeyjahafnar 2,6 metrar og myndi því ekki duga nýjum Herjólfi sem stefnt er á að muni rista 2,8 metra. Mest lesið Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Fleiri fréttir Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Sjá meira
Vegagerðin hyggst gera tilraunir með sanddælingu frá landi í Landeyjahöfn í mars. Búið er að leigja dælu til verksins. Hingað til hefur dælingin verið gerð á skipum. „Vonir standa til að með dælu frá landi verði hægt að dýpka við mun hærri öldu en nú er gert,“ segir Sigurður Áss Grétarsson, framkvæmdastjóri siglingasviðs Vegagerðarinnar. Gangi tilraunirnar að óskum hyggst Vegagerðin bjóða út dælu sem yrði á landi. Það verður þó ekki gert fyrr en ákvörðun hefur verið tekin um smíði nýs Herjólfs að sögn Sigurðar. Sú ákvörðun hefur ekki enn verið tekin þótt stefnt sé að því að smíði skipsins verði boðin út í vor samkvæmt tilkynningu frá Vegagerðinni sem send var út í gær.Telur nýja dæla ekki svara kostnaði með núverandi Herjólf Með nýrri dælu og nýjum Herjólfi telur Sigurður að hægt verði að nota Landeyjahöfn 90 prósent af árinu. Höfnin muni helst lokast yfir háveturinn. Sigurður telur það ekki svara kostnaði að fara út í nýjar dýpkunaraðferðir fyrr en ákvörðun hefur verið tekin um ferjukaupin. „Það er lítið gagn í því að hafa nægt dýpi í höfninni fyrir Herjólf yfir háveturinn. Dæla þarf upp margfalt meiri sandi fyrir Herjólf miðað við nýju ferjuna og svo getur Herjólfur lítið siglt til Landeyjahafnar vegna ölduhæðar á þessum árstíma,“ segir Sigurður.Elliði Vignisson, bæjarstjóri Vestmanneyja, er ósáttur við seinagang ráðamanna varðandi Herjólf og Landeyjahöfn.Ekkert verið gert síðan höfnin opnaði Elliði Vignisson, bæjarstjóri Vestmannaeyja, er ósáttur við hve lítið hefur verið gert til að bæta samgöngur til og frá Vestmannaeyjum. „Staðan núna er sú hin sama og þegar Landeyjahöfn var opnuð. Það hafa nákvæmlega engar úrbætur verið gerðar, hvorki hvað varðar mannvirkið sjálft eða dýpkunaraðferðir,“ segir Elliði og kallar eftir því að stjórnvöld taki endanlega ákvörðun um hvernig leysa eigi vandann. Frá því að Landeyjahöfn var opnuð í júlí árið 2010 hefur þurft að beina 1.142 ferðum Herjólfs til Þorlákshafnar því Landeyjahöfn hefur verið ónothæf. Þá hafa 220 ferðir til Landeyjahafnar fallið niður. Flestar hafa þær verið frá því undir lok nóvember og fram á vor en þá hefur Landeyjahöfn ekkert verið notuð. Nú er dýpið í mynni Landeyjahafnar 2,6 metrar og myndi því ekki duga nýjum Herjólfi sem stefnt er á að muni rista 2,8 metra.
Mest lesið Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Fleiri fréttir Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Sjá meira