Ekkert stórt nafn spilar á undan Freyr Bjarnason skrifar 26. janúar 2015 12:30 Þótt tónleikarnir með Neil Young hafi gengið vel í fyrra verða engir tónleikar í líkingu við þá í sumar. Vísir/Vilhelm Ekki verður fengið stórt nafn til að spila sem hluti af All Tomorrow's Parties-hátíðinni á Íslandi í sumar, nokkrum dögum áður en hátíðin sjálf verður haldin á Ásbrú. „Það er 100 prósent staðfest að við munum ekki gera aftur svoleiðis, þótt það hafi komið vel út,“ segir Tómas Young, framkvæmdastjóri ATP á Íslandi. Í fyrra steig Neil Young á svið í Laugardalshöll skömmu fyrir hátíðina á Ásbrú en tónleikarnir voru engu að síður hluti af hátíðinni. „Þetta var bara of mikið í fyrra, að mínu mati. Við viljum ekki dreifa athyglinni frá aðalhátíðinni,“ segir Tómas. Nýlega var greint frá því að Reykjanesbær yrði ekki lengur styrktaraðili hátíðarinnar. Tómas og félagar láta það ekki á sig fá. „Þetta er allt í vinnslu. Við erum að vinna í því að finna samstarfsaðila til að auðvelda okkur róðurinn fyrstu árin.“ Hann segir að hátíðin verði ekki minnkuð á neinn hátt þrátt fyrir að stór styrktaraðili sé ekki enn kominn í hús. „Það verður sama miðaverð og sama þjónusta í boði og sami fjöldi á svæðinu.“ Á meðal þeirra sem spila á ATP í sumar verða Iggy Pop og skoska poppsveitin Belle & Sebastian. ATP í Keflavík Tónlist Mest lesið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað Lífið Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur Lífið Bók skilað eftir 56 ára útlán Lífið Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Hugmyndir fyrir mæðradaginn Lífið Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Fleiri fréttir „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
Ekki verður fengið stórt nafn til að spila sem hluti af All Tomorrow's Parties-hátíðinni á Íslandi í sumar, nokkrum dögum áður en hátíðin sjálf verður haldin á Ásbrú. „Það er 100 prósent staðfest að við munum ekki gera aftur svoleiðis, þótt það hafi komið vel út,“ segir Tómas Young, framkvæmdastjóri ATP á Íslandi. Í fyrra steig Neil Young á svið í Laugardalshöll skömmu fyrir hátíðina á Ásbrú en tónleikarnir voru engu að síður hluti af hátíðinni. „Þetta var bara of mikið í fyrra, að mínu mati. Við viljum ekki dreifa athyglinni frá aðalhátíðinni,“ segir Tómas. Nýlega var greint frá því að Reykjanesbær yrði ekki lengur styrktaraðili hátíðarinnar. Tómas og félagar láta það ekki á sig fá. „Þetta er allt í vinnslu. Við erum að vinna í því að finna samstarfsaðila til að auðvelda okkur róðurinn fyrstu árin.“ Hann segir að hátíðin verði ekki minnkuð á neinn hátt þrátt fyrir að stór styrktaraðili sé ekki enn kominn í hús. „Það verður sama miðaverð og sama þjónusta í boði og sami fjöldi á svæðinu.“ Á meðal þeirra sem spila á ATP í sumar verða Iggy Pop og skoska poppsveitin Belle & Sebastian.
ATP í Keflavík Tónlist Mest lesið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað Lífið Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur Lífið Bók skilað eftir 56 ára útlán Lífið Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Hugmyndir fyrir mæðradaginn Lífið Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Fleiri fréttir „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira