Sjá tækifæri í ferðum til Íslands Óli Kristján Ármannsson skrifar 7. febrúar 2015 07:00 Í heimsókn númer tvö. Tracy Lynn Bink kom fyrst til Íslands vorið 2013 til fyrstu viðræðna við Icelandair um samnýtingu flugnúmera félaganna. "Ferlið hefur tekið sinn tíma,“ segir hún. Fréttablaið/Valli Bandaríska flugfélagið JetBlue horfir til tækifæra sem tengjast markaðssetningu á ferðum til Íslands í Bandaríkjunum í kjölfar aukins samstarfs við Icelandair Group sem tilkynnt var um í gær. Félögin kynntu þá fyrirætlan sína að samnýta flugnúmer og hafa sótt um heimild til slíks „codeshare“ samstarfs til yfirvalda samgöngumála í Bandaríkjunum. Tracy Lynn Bink, framkvæmdastjóri samstarfs- og samvinnuverkefna flugfélaga hjá JetBlue, segir samkomulag á borð við það sem gert hefur verið við Icelandair töluvert mál fyrir félagið. „Flestir okkar samnýtingarsamningar eru einhliða, þar sem við göngum til samstarfs við alþjóðlegt flugfélag sem þá setur sitt flugnúmer á okkar leiðir,“ segir hún. Samningurinn við Icelandair sé tvíhliða þar sem bæði félög yfirfæri flugnúmer sín á hitt félagið. Í því séu fólgin aukin tækifæri til markaðssetningar, bæði á flugi milli Bandaríkjanna og meginlands Evrópu og í flugi til Íslands sérstaklega.Þota JetBlue. Hér má sjá Airbus A320 farþegaþotu JetBlue, sem er bandarískt flugfélag, sem notast við þotur frá Airbus. Airbus er evrópskur flugvélaframleiðandi. Icelandair Group, notast hins vegar við farþegaþotur frá bandaríska flugvélaframleiðandanum Boeing.Mynd/AirbusAf ellefu „codeshare“ samningum sem JetBlue hefur gert er samningurinn við Icelandair sá fjórði sem sé tvíhliða. Hinir samningarnir segir hún að séu við Emirates-flugfélagið, South African Airways og Singapore Airlines. „Hinir samningarnir eru gerðir sérstaklega með það fyrir augum að ná hlutdeild í ferðalögum opinberra starfsmanna en samningurinn við Icelandair snýr að orlofsferðum og þar erum við að feta nýja slóð í markaðssetningu og samstarfi.“ Félögin hafa átt í svonefndu „interline“ samstarfi á flugleiðum frá árinu 2011, sem snýr aðallega að samhæfingu farangursreglna og öðru slíku, en fyrir er JetBlue með 39 slíka samninga í gangi. Á vef Icelandair má svo sjá að félagið hefur gert tvo „codeshare“ samninga, við norrænu flugfélögin Finnair og SAS, auk nítján „interline“ samninga. Með samnýtingu flugnúmera segir Bink hins vegar möguleika í sölu og markaðssetningu ferða aukast. Bæði félög fjölgi áfangastöðum, vestan hafs og austan, og leggi um leið áherslu á sölu ferða til Íslands. JetBlue leggur áherslu á orlofs- og skemmtiferðir og segir Tracy Bink að megnið af farþegum félagsins til þessa sæki heim staði á borð við Flórída og eyjar í Karíbahafinu. „En núna höfum við færi á að bjóða fólki annars konar ferðir með Ísland og allt þess aðdráttarafl sem áfangastað,“ segir hún og bætir við að um leið aukist möguleikar þeirra hér á Klakanum sem horfa til heitari slóða. Bink segir að samningurinn við Icelandair sé ótímabundinn. „Þannig eru þessir samningar alla jafna. Þeir standa á meðan allt gengur upp.“ Ferðir fari hins vegar líklega ekki í sölu fyrr en í aprílbyrjun, en þá býst hún við að liggi fyrir heimild samgönguráðuneytis Bandaríkjanna (DOT) og flugmálastofnunar (FAA) fyrir „codeshare“ samningi félaganna. Hér á Íslandi segir Bink að ferlið virðist léttara í vöfum. „Meira í þá átt að nægi að tilkynna um samstarfið,“ segir hún og hlær. Meginstarfsstöðvar JetBlue í Bandaríkjunum eru í Boston og á JFK-flugvelli í New York, en þaðan er svo flogið áfram vítt og breitt um Bandaríkin. Fréttir af flugi Tengdar fréttir JetBlue og Icelandair deila með sér flugnúmerum Icelandair og bandaríska flugfélagið JetBlue hafa gert með sér samkomulag um sameiginleg flugnúmer og sótt um heimild til slíks "codeshare“ samstars til yfirvalda samgöngumála í Bandaríkjunum. Skrifað var undir samkomulagið í dag. 6. febrúar 2015 13:38 Mest lesið Stúdentar taka til: Z-kynslóðin er að velja sér fyrirtæki framtíðarinnar Atvinnulíf Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar Viðskipti innlent Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Viðskipti innlent Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Viðskipti innlent „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Viðskipti innlent Facebook hættu að beina auglýsingum að konu eftir að hún lögsótti Meta Viðskipti erlent „Ég vonaðist til að lampinn myndi breyta mér í A-týpu“ Atvinnulíf Boeing fær að smíða orrustuþotur framtíðarinnar Viðskipti erlent Fleiri fréttir Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Sækja á sjötta milljarð króna Laun eftir kjarasamningi „gervistéttarfélags“ sögð tugum þúsunda lægri Spá 1,8 prósent hagvexti í ár og 2,7 prósent verðbólgu á næsta ári Helgi fær ekki áheyrn Hæstaréttar Hans leiðir vinnu við mögulega sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Hagnaður Isavia rúmir fimm milljarðar Aðalsteinn verður aðstoðarritsjóri við hlið systur sinnar Framkvæmdir Starbucks við Laugaveg langt komnar Arion lækkar vexti Kaupa hótel á tæpa tvo milljarða Bjóða fyrstu freyju 217 þúsund á mánuði og fimm veikindadaga á ári Hreiðar Már ráðinn forstjóri Eikar Hætta við Coda Terminal í Hafnarfirði Minnstu sparisjóðirnir hefja sameiningarviðræður Íslandsbanki breytir vöxtunum Sameina útibú TM og Landsbankans Hersir til Símans Furðar sig á að þurfa að stefna fyrrverandi ráðherra til vitnis Mariam til Wisefish Heinemann stilli innlendum birgjum upp við vegg Kaupir þróunarstarfsemi Xbrane á 3,6 milljarða Tekur við stöðu fjármálastjóra hjá Set ehf. Liv sakar Guðjón um sögufölsun: „Það stappar nærri siðblindu ef hann trúir þessu sjálfur“ Staðfesta umfangsmikil og alvarleg samráðsbrot Samskipa Macland gjaldþrota: „Bruninn fór með þetta“ Sjá meira
Bandaríska flugfélagið JetBlue horfir til tækifæra sem tengjast markaðssetningu á ferðum til Íslands í Bandaríkjunum í kjölfar aukins samstarfs við Icelandair Group sem tilkynnt var um í gær. Félögin kynntu þá fyrirætlan sína að samnýta flugnúmer og hafa sótt um heimild til slíks „codeshare“ samstarfs til yfirvalda samgöngumála í Bandaríkjunum. Tracy Lynn Bink, framkvæmdastjóri samstarfs- og samvinnuverkefna flugfélaga hjá JetBlue, segir samkomulag á borð við það sem gert hefur verið við Icelandair töluvert mál fyrir félagið. „Flestir okkar samnýtingarsamningar eru einhliða, þar sem við göngum til samstarfs við alþjóðlegt flugfélag sem þá setur sitt flugnúmer á okkar leiðir,“ segir hún. Samningurinn við Icelandair sé tvíhliða þar sem bæði félög yfirfæri flugnúmer sín á hitt félagið. Í því séu fólgin aukin tækifæri til markaðssetningar, bæði á flugi milli Bandaríkjanna og meginlands Evrópu og í flugi til Íslands sérstaklega.Þota JetBlue. Hér má sjá Airbus A320 farþegaþotu JetBlue, sem er bandarískt flugfélag, sem notast við þotur frá Airbus. Airbus er evrópskur flugvélaframleiðandi. Icelandair Group, notast hins vegar við farþegaþotur frá bandaríska flugvélaframleiðandanum Boeing.Mynd/AirbusAf ellefu „codeshare“ samningum sem JetBlue hefur gert er samningurinn við Icelandair sá fjórði sem sé tvíhliða. Hinir samningarnir segir hún að séu við Emirates-flugfélagið, South African Airways og Singapore Airlines. „Hinir samningarnir eru gerðir sérstaklega með það fyrir augum að ná hlutdeild í ferðalögum opinberra starfsmanna en samningurinn við Icelandair snýr að orlofsferðum og þar erum við að feta nýja slóð í markaðssetningu og samstarfi.“ Félögin hafa átt í svonefndu „interline“ samstarfi á flugleiðum frá árinu 2011, sem snýr aðallega að samhæfingu farangursreglna og öðru slíku, en fyrir er JetBlue með 39 slíka samninga í gangi. Á vef Icelandair má svo sjá að félagið hefur gert tvo „codeshare“ samninga, við norrænu flugfélögin Finnair og SAS, auk nítján „interline“ samninga. Með samnýtingu flugnúmera segir Bink hins vegar möguleika í sölu og markaðssetningu ferða aukast. Bæði félög fjölgi áfangastöðum, vestan hafs og austan, og leggi um leið áherslu á sölu ferða til Íslands. JetBlue leggur áherslu á orlofs- og skemmtiferðir og segir Tracy Bink að megnið af farþegum félagsins til þessa sæki heim staði á borð við Flórída og eyjar í Karíbahafinu. „En núna höfum við færi á að bjóða fólki annars konar ferðir með Ísland og allt þess aðdráttarafl sem áfangastað,“ segir hún og bætir við að um leið aukist möguleikar þeirra hér á Klakanum sem horfa til heitari slóða. Bink segir að samningurinn við Icelandair sé ótímabundinn. „Þannig eru þessir samningar alla jafna. Þeir standa á meðan allt gengur upp.“ Ferðir fari hins vegar líklega ekki í sölu fyrr en í aprílbyrjun, en þá býst hún við að liggi fyrir heimild samgönguráðuneytis Bandaríkjanna (DOT) og flugmálastofnunar (FAA) fyrir „codeshare“ samningi félaganna. Hér á Íslandi segir Bink að ferlið virðist léttara í vöfum. „Meira í þá átt að nægi að tilkynna um samstarfið,“ segir hún og hlær. Meginstarfsstöðvar JetBlue í Bandaríkjunum eru í Boston og á JFK-flugvelli í New York, en þaðan er svo flogið áfram vítt og breitt um Bandaríkin.
Fréttir af flugi Tengdar fréttir JetBlue og Icelandair deila með sér flugnúmerum Icelandair og bandaríska flugfélagið JetBlue hafa gert með sér samkomulag um sameiginleg flugnúmer og sótt um heimild til slíks "codeshare“ samstars til yfirvalda samgöngumála í Bandaríkjunum. Skrifað var undir samkomulagið í dag. 6. febrúar 2015 13:38 Mest lesið Stúdentar taka til: Z-kynslóðin er að velja sér fyrirtæki framtíðarinnar Atvinnulíf Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar Viðskipti innlent Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Viðskipti innlent Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Viðskipti innlent „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Viðskipti innlent Facebook hættu að beina auglýsingum að konu eftir að hún lögsótti Meta Viðskipti erlent „Ég vonaðist til að lampinn myndi breyta mér í A-týpu“ Atvinnulíf Boeing fær að smíða orrustuþotur framtíðarinnar Viðskipti erlent Fleiri fréttir Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Sækja á sjötta milljarð króna Laun eftir kjarasamningi „gervistéttarfélags“ sögð tugum þúsunda lægri Spá 1,8 prósent hagvexti í ár og 2,7 prósent verðbólgu á næsta ári Helgi fær ekki áheyrn Hæstaréttar Hans leiðir vinnu við mögulega sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Hagnaður Isavia rúmir fimm milljarðar Aðalsteinn verður aðstoðarritsjóri við hlið systur sinnar Framkvæmdir Starbucks við Laugaveg langt komnar Arion lækkar vexti Kaupa hótel á tæpa tvo milljarða Bjóða fyrstu freyju 217 þúsund á mánuði og fimm veikindadaga á ári Hreiðar Már ráðinn forstjóri Eikar Hætta við Coda Terminal í Hafnarfirði Minnstu sparisjóðirnir hefja sameiningarviðræður Íslandsbanki breytir vöxtunum Sameina útibú TM og Landsbankans Hersir til Símans Furðar sig á að þurfa að stefna fyrrverandi ráðherra til vitnis Mariam til Wisefish Heinemann stilli innlendum birgjum upp við vegg Kaupir þróunarstarfsemi Xbrane á 3,6 milljarða Tekur við stöðu fjármálastjóra hjá Set ehf. Liv sakar Guðjón um sögufölsun: „Það stappar nærri siðblindu ef hann trúir þessu sjálfur“ Staðfesta umfangsmikil og alvarleg samráðsbrot Samskipa Macland gjaldþrota: „Bruninn fór með þetta“ Sjá meira
JetBlue og Icelandair deila með sér flugnúmerum Icelandair og bandaríska flugfélagið JetBlue hafa gert með sér samkomulag um sameiginleg flugnúmer og sótt um heimild til slíks "codeshare“ samstars til yfirvalda samgöngumála í Bandaríkjunum. Skrifað var undir samkomulagið í dag. 6. febrúar 2015 13:38