Sækja á sjötta milljarð króna Árni Sæberg skrifar 25. mars 2025 10:13 Eggert Þór Kristófersson er forstjóri First Water í Þorlákshöfn. Vísir/Magnús Hlynur First Water, sem sérhæfir sig í sjálfbæru landeldi á laxi í Þorlákshöfn, hefur lokið hlutafjáraukningu að upphæð 39 milljónir evra, sem samsvarar um 5,7 milljörðum króna. Í fréttatilkynningu þess efnis segir að hlutafjáraukningin sé leidd af núverandi hluthöfum en þar á meðal séu Stoðir hf., FW Horn slhf., Framherji ehf., Lífeyrissjóður verslunarmanna, Brú lífeyrissjóður, Líra ehf. og LSR. Ná að klára fyrsta áfangann Fyrir hlutafjáraukninguna hefði félagið sótt hlutafé að fjárhæð 122 milljónum evra en hafi nú sótt 161 milljónir evra í hlutafé að fjármögnun lokinni, eða um 24 milljarða króna. Í lok síðasta árs hafi verið tilkynnt um 80 milljóna evra lánsfjármögnun frá Landsbankanum og Arion banka eða samtals um 12 milljarða íslenskra króna. Félagið hafi þannig tryggt sér fjármögnun sem nemi um 35 milljörðum króna og nemi fjárfesting í verkefninu nú yfir 20 milljörðum króna. Hlutafjáraukningin geri First Water kleift að klára uppbyggingu á fyrsta áfanga af sex í Þorlákshöfn og styrkja þannig stöðu félagsins sem leiðandi fyrirtæki í sjálfbæru landeldi á laxi á Íslandi. Áhersla sé lögð á hágæðaframleiðslu og lágmörkun umhverfisáhrifa, sem séu allt lykilþættir í áreiðanlegum og ábyrgum rekstri. Stefna á fimmtíu þúsund tonn First Water hafi nú þegar selt um 2.000 tonn af laxi, sem endurspegli vel möguleika fyrirtækisins til að svara sífellt aukinni eftirspurn á heimsvísu eftir sjálfbærum og umhverfisvænum sjávarafurðum. Þegar uppbyggingu verði lokið muni landeldisstöð First Water framleiða um 50.000 tonn af laxi á ári en stöðin verði byggð upp í sex áföngum og komin í fulla vinnslu árið 2030. Framleiðslugeta í hverjum áfanga verði um 8.300 tonn af laxi á ári. Samanlögð fjárfesting í verkefninu muni nema um 825 milljónum evra eða um 120 milljörðum króna. Gert sé ráð fyrir að þegar starfsemi félagsins verður komin í fulla starfsemi muni um 330 manns starfa hjá félaginu. Til að tryggja framleiðslugetu til framtíðar hafi First Water gert raforkukaupasamning við Landsvirkjun um raforkukaup uppá 20 megavött og gert sé ráð fyrir stækkun í 50 megavött þegar Hvammsvirkjun verður komin í rekstur. Þá hafi félagið samið við Landsnet um afhendingu orkunnar. Endurspegli traust „Þessi fjármögnun endurspeglar mikið traust og trú þeirra sem þekkja okkur best – núverandi hluthafa. Hún gerir okkur kleift að halda áfram að fjárfesta í uppbyggingu á starfsemi okkar í Þorlákshöfn og hraða framleiðslu á hágæða útflutningsvöru. Áætlanir okkar varðandi uppbyggingu hafa staðist og við gerum ráð fyrir að fyrsta fasa verkefnisins ljúki á þessu ári. Við finnum fyrir miklum áhuga á erlendum mörkuðum á hágæða laxi sem framleiddur er fyrir alþjóðlega markaði með nýjustu tækni, í öflugu samstarfi við nærsamfélagið og með sterkri áherslu á ábyrga nýtingu náttúruauðlinda. Umhverfisvernd og strangt gæðaeftirlit eru grunnstoðir í allri starfsemi First Water. Við erum þakklát fyrir þennan öfluga stuðning okkar hluthafa og hlökkum til að nýta tækifærin sem framundan eru,“ er haft eftir Eggerti Þór Kristóferssyni. Ölfus Fiskeldi Landeldi Mest lesið „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Viðskipti innlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Viðskipti innlent Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs Viðskipti innlent Jón Guðni tekur við formennsku Viðskipti innlent VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Sjá meira
Í fréttatilkynningu þess efnis segir að hlutafjáraukningin sé leidd af núverandi hluthöfum en þar á meðal séu Stoðir hf., FW Horn slhf., Framherji ehf., Lífeyrissjóður verslunarmanna, Brú lífeyrissjóður, Líra ehf. og LSR. Ná að klára fyrsta áfangann Fyrir hlutafjáraukninguna hefði félagið sótt hlutafé að fjárhæð 122 milljónum evra en hafi nú sótt 161 milljónir evra í hlutafé að fjármögnun lokinni, eða um 24 milljarða króna. Í lok síðasta árs hafi verið tilkynnt um 80 milljóna evra lánsfjármögnun frá Landsbankanum og Arion banka eða samtals um 12 milljarða íslenskra króna. Félagið hafi þannig tryggt sér fjármögnun sem nemi um 35 milljörðum króna og nemi fjárfesting í verkefninu nú yfir 20 milljörðum króna. Hlutafjáraukningin geri First Water kleift að klára uppbyggingu á fyrsta áfanga af sex í Þorlákshöfn og styrkja þannig stöðu félagsins sem leiðandi fyrirtæki í sjálfbæru landeldi á laxi á Íslandi. Áhersla sé lögð á hágæðaframleiðslu og lágmörkun umhverfisáhrifa, sem séu allt lykilþættir í áreiðanlegum og ábyrgum rekstri. Stefna á fimmtíu þúsund tonn First Water hafi nú þegar selt um 2.000 tonn af laxi, sem endurspegli vel möguleika fyrirtækisins til að svara sífellt aukinni eftirspurn á heimsvísu eftir sjálfbærum og umhverfisvænum sjávarafurðum. Þegar uppbyggingu verði lokið muni landeldisstöð First Water framleiða um 50.000 tonn af laxi á ári en stöðin verði byggð upp í sex áföngum og komin í fulla vinnslu árið 2030. Framleiðslugeta í hverjum áfanga verði um 8.300 tonn af laxi á ári. Samanlögð fjárfesting í verkefninu muni nema um 825 milljónum evra eða um 120 milljörðum króna. Gert sé ráð fyrir að þegar starfsemi félagsins verður komin í fulla starfsemi muni um 330 manns starfa hjá félaginu. Til að tryggja framleiðslugetu til framtíðar hafi First Water gert raforkukaupasamning við Landsvirkjun um raforkukaup uppá 20 megavött og gert sé ráð fyrir stækkun í 50 megavött þegar Hvammsvirkjun verður komin í rekstur. Þá hafi félagið samið við Landsnet um afhendingu orkunnar. Endurspegli traust „Þessi fjármögnun endurspeglar mikið traust og trú þeirra sem þekkja okkur best – núverandi hluthafa. Hún gerir okkur kleift að halda áfram að fjárfesta í uppbyggingu á starfsemi okkar í Þorlákshöfn og hraða framleiðslu á hágæða útflutningsvöru. Áætlanir okkar varðandi uppbyggingu hafa staðist og við gerum ráð fyrir að fyrsta fasa verkefnisins ljúki á þessu ári. Við finnum fyrir miklum áhuga á erlendum mörkuðum á hágæða laxi sem framleiddur er fyrir alþjóðlega markaði með nýjustu tækni, í öflugu samstarfi við nærsamfélagið og með sterkri áherslu á ábyrga nýtingu náttúruauðlinda. Umhverfisvernd og strangt gæðaeftirlit eru grunnstoðir í allri starfsemi First Water. Við erum þakklát fyrir þennan öfluga stuðning okkar hluthafa og hlökkum til að nýta tækifærin sem framundan eru,“ er haft eftir Eggerti Þór Kristóferssyni.
Ölfus Fiskeldi Landeldi Mest lesið „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Viðskipti innlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Viðskipti innlent Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs Viðskipti innlent Jón Guðni tekur við formennsku Viðskipti innlent VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Sjá meira