Lærum af reynslunni Ásdís Kristjánsdóttir skrifar 18. febrúar 2015 07:00 Sjaldséður stöðugleiki ríkir um þessar mundir í íslensku efnahagslífi. Jákvæð teikn eru á lofti og þrátt fyrir fjármagnshöft virðist nokkurt jafnvægi á íslensku hagkerfi – verðbólga er lítil, gengi krónunnar er stöðugt, jafnvægi er á viðskiptum við útlönd, atvinnuleysi hefur minnkað og ríkissjóður var rekinn með afgangi á liðnu ári. Þá má segja að uppfærð hagspá Seðlabankans gefi tilefni til ákveðinnar bjartsýni, en gangi spá bankans eftir mun hér ríkja stöðugleiki allt fram til ársins 2018. Bjartsýni er góð svo lengi sem við látum ekki blindast af henni og gott gengi réttlætir ekki kæruleysi. Alvarleg staða er komin upp á vinnumarkaði en við vitum af fenginni reynslu hversu miklu máli niðurstaða kjarasamninga getur skipt fyrir íslenskt efnahagslíf. Það hversu mikið ber í milli í kröfum verkalýðsfélaga og hugmyndum atvinnurekenda er alvarlegt. Kjarasamningar gegna mikilvægu hagstjórnarhlutverki, enda einn helsti áhrifaþáttur verðbólgu á Íslandi. Til langs tíma getur kaupmáttur launa ekki vaxið umfram framleiðnivöxt hagkerfisins og því munu launahækkanir umfram verðmætasköpun fyrirtækja ávallt leiða til aukinnar verðbólgu. Þetta hefur reynslan sýnt og ætti ekki að vera umdeilt. Þrátt fyrir það hafa launahækkanir á Íslandi sjaldnast tekið mið af þessari vitneskju og skyldi því engan undra að verðbólgusaga okkar er eins og hún er. Það er merkilegt, ekki síst vegna þess að nágrannaþjóðir okkar á Norðurlöndum hafa fetað aðra leið. Þar hafa laun hækkað í samræmi við vöxt hagkerfisins og hefur það skilað sér í lægri verðbólgu og lægra vaxtastigi. Er vilji til að læra af reynslunni? Nýlegir samningar ríkisins við lækna um 30% launahækkun á næstu þremur árum gefa ekki tilefni til að ætla að svo sé. Þó læknar séu fámennur hópur í hlutfalli við vinnumarkaðinn er enginn eyland og fylgi aðrir hópar eru áhrifin fyrirséð. Auðvitað geta ytri þættir eins og batnandi viðskiptakjör skapað viðbótarsvigrúm til launahækkana. Við sáum slíkt á síðasta ári, launavísitala Hagstofunnar í árslok mældist ríflega 6% en á sama tíma mældist verðbólgan undir einu prósentustigi og hefur aldrei mælst lægri. Það má segja að við höfum verið heppin, batnandi viðskiptakjör og styrking krónunnar unnu gegn launaverðbólgunni. Hugsanlega getum við orðið heppin á árinu 2015, tekið sjensinn og elt lækna, en það er varla ábyrg stefna. Mikilvægt er að hafa í huga að íslensk heimili eru ekki aðeins næm fyrir verðbólgu heldur einnig vaxtahækkunum, en aukin ásókn heimila í óverðtryggð lán hefur aukið áhrif vaxtahækkana á greiðslubyrði. Seðlabankinn hefur sýnt það í verki að hann hækkar vexti fljótt telji hann verðstöðugleika ógnað og nægir að líta til síðustu tvennra kjarasamninga til að staðfesta það. Í kjölfar mikilla launahækkana 2011 hækkaði bankinn vexti en frá síðustu kjarasamningum hafa vextir lækkað. Seðlabankanum ber að beita vöxtum til að halda aftur af verðbólguþrýstingi og er vaxtastigið því afleiðing en ekki orsök. Niðurstaða kjarasamninga ræður að miklu leyti för. Á endanum snýst þetta um hið margumtalaða svigrúm. Hægt er að hafa ýmsar skoðanir á stærð þess en ramminn er nokkuð þekktur. Engar undirliggjandi hagstærðir réttlæta tuga prósenta launahækkanir og verði um þær samið munu þær jafnast út í verðbólgu. Ef áfram verður litið fram hjá því við gerð kjarasamninga mun lítið ávinnast. Er ekki kominn tími til að velja raunhæfari leiðir til að auka kaupmátt og reyna fyrir alvöru að bæta lífskjör okkar til langs tíma? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ásdís Kristjánsdóttir Mest lesið Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Halldór 22.02.2025 Halldór Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar Sjá meira
Sjaldséður stöðugleiki ríkir um þessar mundir í íslensku efnahagslífi. Jákvæð teikn eru á lofti og þrátt fyrir fjármagnshöft virðist nokkurt jafnvægi á íslensku hagkerfi – verðbólga er lítil, gengi krónunnar er stöðugt, jafnvægi er á viðskiptum við útlönd, atvinnuleysi hefur minnkað og ríkissjóður var rekinn með afgangi á liðnu ári. Þá má segja að uppfærð hagspá Seðlabankans gefi tilefni til ákveðinnar bjartsýni, en gangi spá bankans eftir mun hér ríkja stöðugleiki allt fram til ársins 2018. Bjartsýni er góð svo lengi sem við látum ekki blindast af henni og gott gengi réttlætir ekki kæruleysi. Alvarleg staða er komin upp á vinnumarkaði en við vitum af fenginni reynslu hversu miklu máli niðurstaða kjarasamninga getur skipt fyrir íslenskt efnahagslíf. Það hversu mikið ber í milli í kröfum verkalýðsfélaga og hugmyndum atvinnurekenda er alvarlegt. Kjarasamningar gegna mikilvægu hagstjórnarhlutverki, enda einn helsti áhrifaþáttur verðbólgu á Íslandi. Til langs tíma getur kaupmáttur launa ekki vaxið umfram framleiðnivöxt hagkerfisins og því munu launahækkanir umfram verðmætasköpun fyrirtækja ávallt leiða til aukinnar verðbólgu. Þetta hefur reynslan sýnt og ætti ekki að vera umdeilt. Þrátt fyrir það hafa launahækkanir á Íslandi sjaldnast tekið mið af þessari vitneskju og skyldi því engan undra að verðbólgusaga okkar er eins og hún er. Það er merkilegt, ekki síst vegna þess að nágrannaþjóðir okkar á Norðurlöndum hafa fetað aðra leið. Þar hafa laun hækkað í samræmi við vöxt hagkerfisins og hefur það skilað sér í lægri verðbólgu og lægra vaxtastigi. Er vilji til að læra af reynslunni? Nýlegir samningar ríkisins við lækna um 30% launahækkun á næstu þremur árum gefa ekki tilefni til að ætla að svo sé. Þó læknar séu fámennur hópur í hlutfalli við vinnumarkaðinn er enginn eyland og fylgi aðrir hópar eru áhrifin fyrirséð. Auðvitað geta ytri þættir eins og batnandi viðskiptakjör skapað viðbótarsvigrúm til launahækkana. Við sáum slíkt á síðasta ári, launavísitala Hagstofunnar í árslok mældist ríflega 6% en á sama tíma mældist verðbólgan undir einu prósentustigi og hefur aldrei mælst lægri. Það má segja að við höfum verið heppin, batnandi viðskiptakjör og styrking krónunnar unnu gegn launaverðbólgunni. Hugsanlega getum við orðið heppin á árinu 2015, tekið sjensinn og elt lækna, en það er varla ábyrg stefna. Mikilvægt er að hafa í huga að íslensk heimili eru ekki aðeins næm fyrir verðbólgu heldur einnig vaxtahækkunum, en aukin ásókn heimila í óverðtryggð lán hefur aukið áhrif vaxtahækkana á greiðslubyrði. Seðlabankinn hefur sýnt það í verki að hann hækkar vexti fljótt telji hann verðstöðugleika ógnað og nægir að líta til síðustu tvennra kjarasamninga til að staðfesta það. Í kjölfar mikilla launahækkana 2011 hækkaði bankinn vexti en frá síðustu kjarasamningum hafa vextir lækkað. Seðlabankanum ber að beita vöxtum til að halda aftur af verðbólguþrýstingi og er vaxtastigið því afleiðing en ekki orsök. Niðurstaða kjarasamninga ræður að miklu leyti för. Á endanum snýst þetta um hið margumtalaða svigrúm. Hægt er að hafa ýmsar skoðanir á stærð þess en ramminn er nokkuð þekktur. Engar undirliggjandi hagstærðir réttlæta tuga prósenta launahækkanir og verði um þær samið munu þær jafnast út í verðbólgu. Ef áfram verður litið fram hjá því við gerð kjarasamninga mun lítið ávinnast. Er ekki kominn tími til að velja raunhæfari leiðir til að auka kaupmátt og reyna fyrir alvöru að bæta lífskjör okkar til langs tíma?
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar
Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun