Aðeins þrír alíslenskir bikarmeistarar á öldinni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. febrúar 2015 06:00 Bryndís Guðmundsdóttir sneri til baka úr heimsreisu um áramótin og er að spila betur með hverjum leik. Fréttablaðið/Stefán Bandarískir atvinnumenn eru eins og áður í stórum hlutverkum í Dominos-deildunum í körfubolta. Ekki er mikilvægi þeirra minna í kvennaboltanum og nú stendur annað bikarúrslitaliðanna frammi fyrir því að þurfa treysta algjörlega á framlög íslenskra leikmanna sinna í úrslitaleik Powerade-bikarsins 2015. Carmen Tyson-Thomas, bandaríski leikmaðurinn í kvennaliði Keflavíkur, er rifbeinsbrotin og verður ekki með á móti Grindavík á laugardaginn. Keflavíkurliðið hefur þegar spilað tvo leiki án Tyson-Thomas og tapaði án hennar á móti Grindavík í leik þar sem liðið var einnig án fyrirliða síns (Birna Valgarðsdóttir) og leikstjórnanda (Ingunn Embla Kristínardóttir). Báðar eru þær Birna og Ingunn Embla öflugir leikmenn sem styrkja liðið mikið en það er meira en að segja það að fylla í skarð atvinnumannsins. Carmen Tyson-Thomas er með 26,2 stig og 12,3 fráköst að meðaltali í leik og er annar framlagshæsti leikmaður deildarinnar. Keflavíkurkonur geta orðið aðeins fjórða liðið á þessari öld (frá 2000) sem tryggir sér bikarmeistaratitilinn án hjálpar erlends leikmanns en allir þessir þrír Kanalausu bikarmeistarar hafa verið kvennalið. Kanalaust karlalið hefur ekki orðið bikarmeistari í heil 26 ár eða síðan Njarðvík vann á alíslensku liði árið 1989. Síðustu alíslensku bikarmeistararnir voru KR-konur fyrir sex árum (2009) en KR vann þá sextán stiga sigur á Kanalausu Keflavíkurliði. Í hin tvö skiptin voru það Keflavíkurkonur sem tókst að vinna bikarinn án bandarísks leikmanns, fyrst 2000 þegar hvorugt liðið var með Kana í bikarúrslitaleiknum og svo aftur árið 2004 þegar þær unnu KR-lið sem fékk þá 30 stig frá Kananum.Carmen Tyson-Thomas í leik með Keflavík. Hún er meidd í dag.Bikarúrslitaleikurinn árið 2004 er þar með í eina skiptið á öldinni þar sem lið með Kana hefur tapað fyrir Kanalausu liði í úrslitaleiknum. Keflavík vann úrslitaleikinn á móti KR með þremur stigum, 72-69, en stigatafla íslensku leikmannanna endaði 72-39. Tveir leikmenn Keflavíkur í dag, Birna Valgarðsdóttir og Bryndís Guðmundsdóttir, tóku þátt í þessun leik fyrir ellefu árum en Bryndís var þó bara fimmtán ára og spilaði bara í átta mínútur. Birna og Bryndís fá núna það verkefni að leiða mjög ungt lið Keflavíkur inn í stærsta leik tímabilsins og án síns besta leikmanns. Einhverjar úr Keflavík gætu reyndar mætt í Höllina sem nýkrýndir bikarmeistarar með stúlknaflokki félagsins sem spilar til úrslita kvöldið áður og aðrar geta orðið bikarmeistarar með unglingaflokki daginn eftir. Keflavík möguleika á því að vinna bikarinn í öllum flokkum í Höllinni um helgina, allt frá 9. flokki kvenna upp í meistaraflokk kvenna. Grindavíkurkonur ættu að eiga mun meiri möguleika á því að vinna bikarinn nú þegar þær þurfa ekki að hafa fyrir því að stoppa Carmen Tyson-Thomas. Pressan er hins vegar meiri á Grindavíkurliðinu nú þegar þær hafa þetta augljósa forskot á grannana úr Keflavík. Íslenski körfuboltinn Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM fyrir fullri höll Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM fyrir fullri höll Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Stólarnir stríddu toppliðinu „Efri hlutinn gefur okkur smá andrými“ Uppgjörið: Hamar/Þór - Valur 83-89 | Valskonur tryggðu sér sæti í efri hlutanum Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 94-80 | Sigurganga Njarðvíkur heldur áfram Er von á öðru meistaraplani frá Baldri? Strákarnir á skólabekk fyrir Ungverjaleik Kyrie Irving vill spila með Áströlum á Ólympíuleikunum Tommi vildi ekki meiða Albert Guðmunds og Nablinn harður í horn að taka á vellinum Valdi flottasta búning deildarinnar „Þetta var bara ljótur körfuboltaleikur í alla staði“ Sjá meira
Bandarískir atvinnumenn eru eins og áður í stórum hlutverkum í Dominos-deildunum í körfubolta. Ekki er mikilvægi þeirra minna í kvennaboltanum og nú stendur annað bikarúrslitaliðanna frammi fyrir því að þurfa treysta algjörlega á framlög íslenskra leikmanna sinna í úrslitaleik Powerade-bikarsins 2015. Carmen Tyson-Thomas, bandaríski leikmaðurinn í kvennaliði Keflavíkur, er rifbeinsbrotin og verður ekki með á móti Grindavík á laugardaginn. Keflavíkurliðið hefur þegar spilað tvo leiki án Tyson-Thomas og tapaði án hennar á móti Grindavík í leik þar sem liðið var einnig án fyrirliða síns (Birna Valgarðsdóttir) og leikstjórnanda (Ingunn Embla Kristínardóttir). Báðar eru þær Birna og Ingunn Embla öflugir leikmenn sem styrkja liðið mikið en það er meira en að segja það að fylla í skarð atvinnumannsins. Carmen Tyson-Thomas er með 26,2 stig og 12,3 fráköst að meðaltali í leik og er annar framlagshæsti leikmaður deildarinnar. Keflavíkurkonur geta orðið aðeins fjórða liðið á þessari öld (frá 2000) sem tryggir sér bikarmeistaratitilinn án hjálpar erlends leikmanns en allir þessir þrír Kanalausu bikarmeistarar hafa verið kvennalið. Kanalaust karlalið hefur ekki orðið bikarmeistari í heil 26 ár eða síðan Njarðvík vann á alíslensku liði árið 1989. Síðustu alíslensku bikarmeistararnir voru KR-konur fyrir sex árum (2009) en KR vann þá sextán stiga sigur á Kanalausu Keflavíkurliði. Í hin tvö skiptin voru það Keflavíkurkonur sem tókst að vinna bikarinn án bandarísks leikmanns, fyrst 2000 þegar hvorugt liðið var með Kana í bikarúrslitaleiknum og svo aftur árið 2004 þegar þær unnu KR-lið sem fékk þá 30 stig frá Kananum.Carmen Tyson-Thomas í leik með Keflavík. Hún er meidd í dag.Bikarúrslitaleikurinn árið 2004 er þar með í eina skiptið á öldinni þar sem lið með Kana hefur tapað fyrir Kanalausu liði í úrslitaleiknum. Keflavík vann úrslitaleikinn á móti KR með þremur stigum, 72-69, en stigatafla íslensku leikmannanna endaði 72-39. Tveir leikmenn Keflavíkur í dag, Birna Valgarðsdóttir og Bryndís Guðmundsdóttir, tóku þátt í þessun leik fyrir ellefu árum en Bryndís var þó bara fimmtán ára og spilaði bara í átta mínútur. Birna og Bryndís fá núna það verkefni að leiða mjög ungt lið Keflavíkur inn í stærsta leik tímabilsins og án síns besta leikmanns. Einhverjar úr Keflavík gætu reyndar mætt í Höllina sem nýkrýndir bikarmeistarar með stúlknaflokki félagsins sem spilar til úrslita kvöldið áður og aðrar geta orðið bikarmeistarar með unglingaflokki daginn eftir. Keflavík möguleika á því að vinna bikarinn í öllum flokkum í Höllinni um helgina, allt frá 9. flokki kvenna upp í meistaraflokk kvenna. Grindavíkurkonur ættu að eiga mun meiri möguleika á því að vinna bikarinn nú þegar þær þurfa ekki að hafa fyrir því að stoppa Carmen Tyson-Thomas. Pressan er hins vegar meiri á Grindavíkurliðinu nú þegar þær hafa þetta augljósa forskot á grannana úr Keflavík.
Íslenski körfuboltinn Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM fyrir fullri höll Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM fyrir fullri höll Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Stólarnir stríddu toppliðinu „Efri hlutinn gefur okkur smá andrými“ Uppgjörið: Hamar/Þór - Valur 83-89 | Valskonur tryggðu sér sæti í efri hlutanum Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 94-80 | Sigurganga Njarðvíkur heldur áfram Er von á öðru meistaraplani frá Baldri? Strákarnir á skólabekk fyrir Ungverjaleik Kyrie Irving vill spila með Áströlum á Ólympíuleikunum Tommi vildi ekki meiða Albert Guðmunds og Nablinn harður í horn að taka á vellinum Valdi flottasta búning deildarinnar „Þetta var bara ljótur körfuboltaleikur í alla staði“ Sjá meira