Endurtekur Stjarnan leikinn frá 2009? Tómas Þór Þórðarson og Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. febrúar 2015 07:00 Fulltrúar liðanna fjögurra sem keppa í Laugardalshöll í dag. Vísir/Stefán Bikarúrslitadagur er runninn upp í körfuboltanum. Í dag verða bikarmeistarar krýndir í Laugardalshöll þar sem Keflavík og Grindavík mætast í kvennaflokki og KR og Stjarnan í karlaflokki. Kvennaleikurinn fer fram klukkan 13.30 og karlaleikurinn klukkan 16.00. Fastlega er búist við sigri KR hjá körlunum eins og spáin hér til hliðar gefur til kynna. Liðið hefur drottnað yfir Dominos-deildinni í vetur og verið nær ósigrandi. KR-liðið var einnig óárennilegt árið 2009 þegar Stjarnan vann einn óvæntasta bikarsigur sögunnar gegn Jóni Arnóri Stefánssyni og félögum. Það er því ekkert bókað fyrir fram. Spennan ætti að vera meiri í kvennaleiknum. Þrír spekingar Fréttablaðsins spá Grindavík sigri og þrír Keflavík sigri, en Keflvíkingar eiga í smá meiðslavandræðum. Carmen Tyson-Thomas, bandarískur leikmaður Keflavíkur, er meidd og verður líklega ekki með. KR hefur aðeins einu sinni orðið bikarmeistari frá og með 2002, en liðið vann tvöfalt árið 2011. Þjálfari liðsins þá var Hrafn Kristjánsson sem þjálfar Stjörnumenn í dag. Stjörnumenn eru vafalítið fegnir að vera með hann í sínu liði. Stjörnumenn urðu árið 2013 fjórða félagið til að vinna tvo fyrstu bikarúrslitaleikina í sögu félagsins en hin eru KR, Haukar og Grindavík. Stjarnan á með sigri möguleika á að komast í hóp með KR og Grindavík sem unnu fyrstu þrjá úrslitaleikina sína. Aðeins þrír leikmenn KR sem urðu bikarmeistarar árið 2011 verða með liðinu í úrslitaleiknum í ár en það eru þeir Brynjar Þór Björnsson, Finnur Atli Magnússon og Pavel Ermolinskij. Svo skemmtilega vill til að það eru jafnmargir í Stjörnuliðinu í dag sem tóku þátt í þessum bikarsigri Vesturbæinga fyrir fjórum árum. Ágúst Angantýsson og Jón Orri Kristjánsson léku þá báðir með KR-liðinu í úrslitaleiknum og Hrafn Kristjánsson var þjálfari KR á þeim tíma. Kvennalið Grindavíkur mætir í Höllina með ása uppi í erminni því innan liðsins eru fjórir sem hafa orðið bikarmeistarar með Keflavík. Pálína Gunnlaugsdóttir (2011 og 2013), María Ben Erlingsdóttir (2004) og Ingibjörg Jakobsdóttir (2011) hafa allar orðið bikarmeistarar með Keflavíkurliðinu og þjálfarinn, Sverrir Þór Sverrisson, vann bikarinn líka tvisvar sinnum sem leikmaður Keflavíkur. Sverrir Þór Sverrisson, þjálfari kvennaliðs Grindavíkur, hefur verið fastagestur á bikarúrslitahelginni undanfarin ár en hann er nú kominn með lið í Höllina fjórða árið í röð. Sverrir Þór gerði karlalið Grindavíkur að bikarmeisturum í fyrra og fór einnig með Grindavíkurliðið í úrslitaleikinn árið áður þar sem Grindvíkingar töpuðu fyrir Stjörnunni. Árið þar áður varð hann bikarmeistari með kvennalið Njarðvíkur. Dominos-deild karla Dominos-deild kvenna Mest lesið Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Í beinni: Holland - Ísland | Fyrsti leikur stelpnanna á EM Handbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Jenas missir annað starf Fótbolti Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Enski boltinn Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM Handbolti Fleiri fréttir Bein útsending: Höttur - KR | Höttur frumsýnir tvo nýja leikmenn Finnskur landsliðsmaður til Keflavíkur Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Botnliðið fær landsliðsmann Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Sjá meira
Bikarúrslitadagur er runninn upp í körfuboltanum. Í dag verða bikarmeistarar krýndir í Laugardalshöll þar sem Keflavík og Grindavík mætast í kvennaflokki og KR og Stjarnan í karlaflokki. Kvennaleikurinn fer fram klukkan 13.30 og karlaleikurinn klukkan 16.00. Fastlega er búist við sigri KR hjá körlunum eins og spáin hér til hliðar gefur til kynna. Liðið hefur drottnað yfir Dominos-deildinni í vetur og verið nær ósigrandi. KR-liðið var einnig óárennilegt árið 2009 þegar Stjarnan vann einn óvæntasta bikarsigur sögunnar gegn Jóni Arnóri Stefánssyni og félögum. Það er því ekkert bókað fyrir fram. Spennan ætti að vera meiri í kvennaleiknum. Þrír spekingar Fréttablaðsins spá Grindavík sigri og þrír Keflavík sigri, en Keflvíkingar eiga í smá meiðslavandræðum. Carmen Tyson-Thomas, bandarískur leikmaður Keflavíkur, er meidd og verður líklega ekki með. KR hefur aðeins einu sinni orðið bikarmeistari frá og með 2002, en liðið vann tvöfalt árið 2011. Þjálfari liðsins þá var Hrafn Kristjánsson sem þjálfar Stjörnumenn í dag. Stjörnumenn eru vafalítið fegnir að vera með hann í sínu liði. Stjörnumenn urðu árið 2013 fjórða félagið til að vinna tvo fyrstu bikarúrslitaleikina í sögu félagsins en hin eru KR, Haukar og Grindavík. Stjarnan á með sigri möguleika á að komast í hóp með KR og Grindavík sem unnu fyrstu þrjá úrslitaleikina sína. Aðeins þrír leikmenn KR sem urðu bikarmeistarar árið 2011 verða með liðinu í úrslitaleiknum í ár en það eru þeir Brynjar Þór Björnsson, Finnur Atli Magnússon og Pavel Ermolinskij. Svo skemmtilega vill til að það eru jafnmargir í Stjörnuliðinu í dag sem tóku þátt í þessum bikarsigri Vesturbæinga fyrir fjórum árum. Ágúst Angantýsson og Jón Orri Kristjánsson léku þá báðir með KR-liðinu í úrslitaleiknum og Hrafn Kristjánsson var þjálfari KR á þeim tíma. Kvennalið Grindavíkur mætir í Höllina með ása uppi í erminni því innan liðsins eru fjórir sem hafa orðið bikarmeistarar með Keflavík. Pálína Gunnlaugsdóttir (2011 og 2013), María Ben Erlingsdóttir (2004) og Ingibjörg Jakobsdóttir (2011) hafa allar orðið bikarmeistarar með Keflavíkurliðinu og þjálfarinn, Sverrir Þór Sverrisson, vann bikarinn líka tvisvar sinnum sem leikmaður Keflavíkur. Sverrir Þór Sverrisson, þjálfari kvennaliðs Grindavíkur, hefur verið fastagestur á bikarúrslitahelginni undanfarin ár en hann er nú kominn með lið í Höllina fjórða árið í röð. Sverrir Þór gerði karlalið Grindavíkur að bikarmeisturum í fyrra og fór einnig með Grindavíkurliðið í úrslitaleikinn árið áður þar sem Grindvíkingar töpuðu fyrir Stjörnunni. Árið þar áður varð hann bikarmeistari með kvennalið Njarðvíkur.
Dominos-deild karla Dominos-deild kvenna Mest lesið Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Í beinni: Holland - Ísland | Fyrsti leikur stelpnanna á EM Handbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Jenas missir annað starf Fótbolti Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Enski boltinn Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM Handbolti Fleiri fréttir Bein útsending: Höttur - KR | Höttur frumsýnir tvo nýja leikmenn Finnskur landsliðsmaður til Keflavíkur Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Botnliðið fær landsliðsmann Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Sjá meira